Vikan


Vikan - 11.12.1980, Side 43

Vikan - 11.12.1980, Side 43
Þýð.: Anna. hvort gríska eða latína . . . nei, bíddu aðeins. Þessar krúsi- dúllur þarna benda eindregið til hebresku. Hvar í ósköpunum ætli Vagn frændi hafi lært hebresku? Hann var alltaf auli í málum í skóla. — Máég aðeins? Ég lét Maríönnu lyfseðilinn eftir. Stækkunarglerið var til lítils gagns. Ég reyndi gömlu góðu aðferðina og kíkti í gegnum smáop á milli handanna. Svo lokaði ég öðru auganu og einbeitti mér. Stafirnir voru þarna á pappírnum, alveg bráðskarpir. En mér var gjör- samlega fyrirmunað að lesa nokkra merkingu úr þeim. — Já, en við verðum að komast að þvi hvort þau ætla að koma eða ekki. Við getum ekki raðað til borðs fyrr en við vitum hvað við eigum von á mörgum. Segðu mér, er yfirleitt nokkur sem getur lesið læknaskrift? — Já, auðvitað þeir í lyfja- búðinni. Mundu að þeir gera það allan liðlangan daginn. Ég fékk hugmynd. Ég stakk lyfseðlinum hans Vagns frænda í vasann og ók í næstu lyfjabúð. — Afsakið, sagði ég og lét lyfsalann frá reseptið hans Vagns frænda. Gætuð þér ekki sagt mér hvað stendur þarna? — Augnablik, sagði hann og hvarf með lyfseðilinn. Nokkrum mínútum síðar kom hann til baka með flösku af hósta- mixtúru. Matskeið á 8 tíma fresti stóð á miðanum á henni. — 1250 krónur, sagði lyf- salinn. — Ertu viss um að það hafi verið þetta sem stóð á lyfseðl- inum, tuldraði ég svolítið ruglaður. — Við erum ekki vanir að lesa skakkt hér, sagði hann stuttur í spuna. — Er þetta ekki við hálsbólgu? — Nei, skiljið þér, málið er það að konan min . .. frændi minn ... Ég gafst upp. Það yrði langt og flókið mál að útskýra þetta allt fyrir þessari hvítklæddu veru. Og auk þess lásu þeir i apótekinu aldrei vitlaust. Punktum og basta. Ég stakk flöskunni með hóstamixtúrunni á mig og ók heim á leið. Dagarnir liðu. Loks kom afmælisdagur Maríönnu. Við gerðum ekki ráð fyrir Vagni frænda og konunni hans við borðið. Þegar fólk hefur ekki einu sinni fyrir því að skrifa læsi- lega má það sko borða i eldhús- inu þegar það kemur. Það kom þegar við vorum að borða súpuna. — Fenguð þið ekki bréfið frá mér? spurði Vagn frændi alveg undrandi þegar það rann upp fyrir honum að hvorki var gert ráð fyrir honum eða frúnni við borðið. — Jú, sagði ég og náði í flöskuna með hóstasaftinni. Þetta er nú það sem við fengum út úr því. Ef ég hefði látið hann fá það sem hann átti skilið hefði ég hellt hóstasaftinni í hálsmálið á honum. En hver hefði þá átt að varpa Ijóma á samkvæmið? Skop 50. tbl. Vlkari 43

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.