Vikan


Vikan - 11.12.1980, Qupperneq 43

Vikan - 11.12.1980, Qupperneq 43
Þýð.: Anna. hvort gríska eða latína . . . nei, bíddu aðeins. Þessar krúsi- dúllur þarna benda eindregið til hebresku. Hvar í ósköpunum ætli Vagn frændi hafi lært hebresku? Hann var alltaf auli í málum í skóla. — Máég aðeins? Ég lét Maríönnu lyfseðilinn eftir. Stækkunarglerið var til lítils gagns. Ég reyndi gömlu góðu aðferðina og kíkti í gegnum smáop á milli handanna. Svo lokaði ég öðru auganu og einbeitti mér. Stafirnir voru þarna á pappírnum, alveg bráðskarpir. En mér var gjör- samlega fyrirmunað að lesa nokkra merkingu úr þeim. — Já, en við verðum að komast að þvi hvort þau ætla að koma eða ekki. Við getum ekki raðað til borðs fyrr en við vitum hvað við eigum von á mörgum. Segðu mér, er yfirleitt nokkur sem getur lesið læknaskrift? — Já, auðvitað þeir í lyfja- búðinni. Mundu að þeir gera það allan liðlangan daginn. Ég fékk hugmynd. Ég stakk lyfseðlinum hans Vagns frænda í vasann og ók í næstu lyfjabúð. — Afsakið, sagði ég og lét lyfsalann frá reseptið hans Vagns frænda. Gætuð þér ekki sagt mér hvað stendur þarna? — Augnablik, sagði hann og hvarf með lyfseðilinn. Nokkrum mínútum síðar kom hann til baka með flösku af hósta- mixtúru. Matskeið á 8 tíma fresti stóð á miðanum á henni. — 1250 krónur, sagði lyf- salinn. — Ertu viss um að það hafi verið þetta sem stóð á lyfseðl- inum, tuldraði ég svolítið ruglaður. — Við erum ekki vanir að lesa skakkt hér, sagði hann stuttur í spuna. — Er þetta ekki við hálsbólgu? — Nei, skiljið þér, málið er það að konan min . .. frændi minn ... Ég gafst upp. Það yrði langt og flókið mál að útskýra þetta allt fyrir þessari hvítklæddu veru. Og auk þess lásu þeir i apótekinu aldrei vitlaust. Punktum og basta. Ég stakk flöskunni með hóstamixtúrunni á mig og ók heim á leið. Dagarnir liðu. Loks kom afmælisdagur Maríönnu. Við gerðum ekki ráð fyrir Vagni frænda og konunni hans við borðið. Þegar fólk hefur ekki einu sinni fyrir því að skrifa læsi- lega má það sko borða i eldhús- inu þegar það kemur. Það kom þegar við vorum að borða súpuna. — Fenguð þið ekki bréfið frá mér? spurði Vagn frændi alveg undrandi þegar það rann upp fyrir honum að hvorki var gert ráð fyrir honum eða frúnni við borðið. — Jú, sagði ég og náði í flöskuna með hóstasaftinni. Þetta er nú það sem við fengum út úr því. Ef ég hefði látið hann fá það sem hann átti skilið hefði ég hellt hóstasaftinni í hálsmálið á honum. En hver hefði þá átt að varpa Ijóma á samkvæmið? Skop 50. tbl. Vlkari 43
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.