Vikan


Vikan - 11.12.1980, Page 45

Vikan - 11.12.1980, Page 45
þegar ég tala við menn þá vil ég að mér sé svarað, sagði Hangikjötið og var þúinn að æsa sig upp. Hann gekk nær Sigga og ýtti snöggt við öxl hans. Það var dauðaþögn. Ein- hversstaðar heyrðist lyftarinn skrölta. Það var eins og lamið væri með hamri taktfast á brjóstið á mér. — Svaraðu helvítis homminn þinn, sagði Hangikjötið enn reiðari og lamdi fastar í öxl Sigga. Siggi-Súpermann hrautafturábak. — Hann e-e-er að fara að mí-mí-miga á sig aftur, stamaði Hálfvitinn. — Ha- ha-hann er meiri aumingi en Stebbi. Hálfvitinn flissaði og Hangikjötið hló. — Þ-þ-þeir riða ... Og þá gerði ég nokkuð sem kom sjálf- um mér á óvart. Ég veit varla enn þann dag í dag hvað kom yfir mig. Án þess að hugsa hjólaði ég í Hangikjötið. Hangi- kjötið var svo hissa að hann var næstum bjánalegur í framan þar sem hann Iá i sandinum. En hann var ekki eins hissa og ég. Hann barðist um en ég hélt honum niðri og ég fann að ég var sterkari. Ég hafði ekki hugmynd um hvernig ég átti að losna úr þessari klípu. Ég var orðinn verulega hræddur. Ég sá varla hópinn i kring. Hangikjötið barðist um bólginn I framan. — Hvað er að þér helvítið þitt, hvað hef ég gert þér, ertu orðinn vitlaus Stebbi, sagði hann hvað eftir annað og reyndi að hrækja framan í mig. — Viltu lofa því að hætta ef ég sleppi þér, spurði ég og án þess að bíða eftir svari stóð égáfætur. Hangrkjötið spratt upp og gaf mér einn á kjaftinn og ég fékk blóðbragð I munninn. Ég fékk annað högg á nefið og það kom undarleg fýla, líkust lykt af blá- grýti úr nefinu. Þá heyrði ég rödd sem ég kannaðist við. Það var pabbi. — 1 hann Stefán, í hann drengur, láttu ekki fara svona með þig. 1 hann drengur. Ég stökk á Hangikjötið og náði strax á honum haustaki og kom honum undir eftir mikið brölt. En ég var samt skít- hræddur. — Ég bað þig að hætta, sagði ég. Hangikjötið reyndi að hlæja. — Viltu lofa þvi að hætta ef ég sleppi þér, másaði ég i eyra Hangikjötsins. Hangikjötið hreyfði hausinn játandi. En ég var ekki fyrr kominn á fætur en hann réðist aftur á mig. — Þú lofaðir að hætta, sagði ég. — 1 hann Stefán, kallaði pabbi. — Láttu ekki þennan greifa fara svona með þig- Hópurinn var orðinn stór. Ég sá Sveitamanninn. Ég fékk högg I magann. Mig verkjaði í vöðvana. — Halda honum frá þér með vinstri, ekki opna þig svona Stefán, kallaði pabbi. Ég barði Hangikjötið í brjóstið og skallaði hann einn á nefið. Hann datt afturábak og ég þrusaði í annað lærið á honum. Mig verkjaði svo í vöðvana að það var eins og þeir brynnu. Ég skutlaði mér ofaná Hangikjötið og byrjaði að lemja hann í fésið af öllum kröftum. — Gefstu upp, stundi ég. Hann svaraði ekki og ég barði hann aftur og aftur. Hann slöngvaðist um á milli lappanna á mér. — Gefstu upp, helvítið þitt, hvæsti ég. Ég barði og barði og fann hnefana renna í blóði. Ég lamdi og lamdi. Ég reyndi að hitta hann á kjaftinn. Berja úr honum helvítis tennurnar. Allt í einu var tekið undir hendurnar á mér og mér kippt á lappir. Það var pabbi. — Svona Stefán, þú ert búinn að vinna drenguf, það er engin ástæða til að þjarma svona að honum, hann er kominn með fossandi blóðnasir, getiði ekki jafnað málin fíflin ykkar án þess að berja hvor annan til blóðs. Hangikjötið reis á fætur blóðugur og grenjandi af vonsku. Hann slagaði. — Hver var að biðja þig um að skipta þér af þessu, auminginn þinn, ég skal drepa þig, helvítis auminginn þinn. Ég skal drepa þig. Ég skal drepa þig. Pabbi leiddi mig fram sundið I átt að afgreiðsluskúrnum. Hálfvitinn kom hlaupandi á eftir okkur. — D-djöfull ba-ba-bakaðirðu hann. Það hvein í nefinu. Ég gekk inná klósettið og þvoði mér á meðan pabbi fór inn til afgreiðslumann- anna. Ég heyrði hann lýsa slagnum. Ég þvoði af mér blóðið. Nefið var rautt og þrútið. Neðrivörin sprungin. Ég var svo máttlaus að ég gat varla staðið svo ég settist á klósettið og lokaði að mér. Ég hafði aldrei unniðslag áður. Ég var bæði hræddur og glaður. Þeir skyldu bara reyna að vera með stæla við mig. Ég gat samt varla sofnað fyrir áhyggjum um kvöldið. Hvað ef Hangi- kjötið æsti nú alla strákana uppá móti mér? Undir morgun dottaði ég loks. Mig dreymdi að ég var að drösla stórum hvítum poka um allan bæ. Ég gat hvergi losnað við hann. Svo opnaðist pokinn í annan endann og hausinn á t ■ mömmudattút. k i fO.tbl. Vlkan 45

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.