Vikan


Vikan - 11.06.1981, Qupperneq 12

Vikan - 11.06.1981, Qupperneq 12
STÚLKAN FRÁ MADA GASKAR Oft hugsaði Vanja um hve mikils virði það vceri ef hún gœti öðlast vináttu frú Staverud, talað við hana um hann sem þær elskuðu báðar; reynt að láta sér þykja vænt um hana, reynt að skilja hana. En eins og nú var ástatt var stóra húsið handan girðingarinnar lokað. SÖGUÞRÁÐUR TIL ÞESSA: Árið 1938 finna norsk hjón. Ellen og Áki Vasstad, ungbarn sem borið haföi verið út og falið niöri á strönd- inni í nánd viö Nossí Be á Madagask- ar. Þau taka barnið að sér og Vanja vex upp í útjaðri Oslóborgar og á ham- ingjusama œsku. Besti leikfélagi hennar og vinur er Þorbjörn Staverud. Þau eru óaðskiljanleg í mörg ár en hrökkva hvort frá öðru á kynþroskaskeiðinu. Vanja er skotin I honum og óham- ingjusöm ást hennar til hans og kyn- þáttafordómar valda því að hún verður einrœn og feimin. Draumur hennar er sá að fara einhvern tíma til Madagask- ar og komast að sannleikanum um hana sjálfa. Þegar Vanja er 19 ára gömul finna þau hvort annað á ný. hún og Þorbjörn, verða mjög ástfangin og bindast tryggðum. Ellen hló. „Það hefur nú ekki verið mjög alvarlegt á þeim árum?” „Jú, fyrir mér var það fyllsta alvara.” „Ég skil þig vel, Vanja. Þorbjörn er vissulega bæði góður og myndarlegur piltur. Hann virtist líka vera mjög ham- ingjusamur í dag.” „Já, hann er það áreiðanlega ekki síður en ég.” „En þið eruð bara enn svo ung," sagði Ellen varfærnislega. „Við erum orðin nógu fullorðin til að vita hvað við gerum. En vertu alveg ró- leg, mamma, við ætlum ekki að gifta okkur fyrr en Þorbjörn hefur lokið her- þjónustunni. „Hamingjan góða. Hafið þið þá ákveðið að gera það?” „Já, og við ætlum að fara I sjóferð á eftir, fara með skipi til Madagaskar.” „Fara með skipi til Madagaskar?” Ellen leit spyrjandi upp. „Er hann fús til þess?" ..Það megum við til með að læra I skóla lífsins, Vanja. Ég hef verið svo heppin að hafa pabba til að hjálpa mér. Hann leitar alltaf að því góða i öllum mönnum. Það er ekki alltaf auðvelt.” Þær sátu i stofunni. Ellen var að prjóna og Vanja hélt á bók en gat ekki einbeitt sér að lestrinum. „Ég er svo innilega glöð yfir því að þið Þorbjörn skylduð finna hvort annað aft- ur, Vanja. Þú hefur breyst svo mikið síð- an að það er varla hægt að þekkja þig.” „Var ég þá svona leiðinleg?” spurði Vanja og hló. „Nei, þú hefur aldrei verið leiðinleg en þú varst oft svo hnuggin.” „Já, en nú er ég svo hamingjusöm að þú getur tæpast trúað því." „Þú hefur víst aldrei hugsað um neinn annan í alvöru en Þorbjörn.” „Nei, aldrei. Ég hef verið ástfangin af honum frá því að ég var tólf ára.” „Já, hann skilur vel að mig langar til að sjá landið þar sem ég fæddist.” Vanja sagði þetta hratt. Hún var hrædd um að móður hennar mundi falla það illa. „Mér þykir þú segja fréttirnar, barnið gott. En það er þó bót I máli að þú ætlar ekki ein í svo langa sjóferð.” Allt I einu var dyrabjöllunni hringt. Vanja spratt á fætur og hljóp fram með mikilli eftirvæntingu. Hún varð ekki fyrir vonbrigðum því að þetta var Þor- björn. Þegar þau höfðu sýnt hvort öðru bliðuhót sá Vanja strax að hann var ekki eins glaður og fyrr um daginn. „Komdu snöggvast inn, Þorbjörn. Við mamma erum bara tvær inni. Amma hallaði sér út af og þabbi er ekki heima.” „Ég kem líklega heldur seint. Ég var bara svo hræddur um að þú hefðir tekið nærri þér hvernig mamma hagaði sér.” Vanja vafði handleggjunum um háls hans og þrýsti sér að honum. „Mamma var einmitt rétt i þessu að kenna mér að við eigum að reyna að skilja hvers vegna menn koma fram eins og þeir gera áður en við dæmum þá. Komstu svona seint af þvi að hún var svo reið?” „Nei... égveitekki... ” Þorbjöm hikaði stundarkorn, var alvarlegur og hugsandi. „Hún var verri en ég hef nokkru sinni séð hana. Ég hef tamið mér að reyna að þola skapbrigði hennar og framkomu en nú gerði ekki betur en ég gæti það. Ég held, skal ég segja þér, að það sé eins konar afbrýðisemi sem stundum brýst svona út hjá henni. Þú verður að reyna aðafsaka hana, Vanja.” „Góði besti, þetta er verst fyrir þig. Ef til vill hefur henni ekki geðjast að því að sjá okkur svona í faðmlögum. Næst ættum við kannski að gæta okkar betur þangað til viðerum ein." Þorbjörn brosti og kyssti hana inni- 12 Vlkan 24* tbl.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.