Vikan


Vikan - 11.06.1981, Qupperneq 38

Vikan - 11.06.1981, Qupperneq 38
Fimm mínútur meö Willy Breinholst Þýð.: Anna Öllu gamni fylgir nokkur alvara Þegar ég var ungur hafði ég ákveðnar skoðanir á hjóna- böndum. Ég flokkaði hjóna- bandið nákvæmlega þannig: Samansett af karli, konu og tveim þrælum: alls tveir ein- staklingar. Og ég leit svo á að menn giftu sig til þess eins að deila þeim áhyggjum sem þeir höfðu ekki þegar þeir voru piparsveinar með einhverjum öðrum! Ég hélt staðfastlega við þá skoðun að hjónabandið væri happdrætti þar sem karlmaður- inn legði frelsi sitt undir og konan siðsemina og upp kæmu tóm núll. Þegar ég var ungur fannst mér piparsveinalífið vera eina lífsformið sem gæti gert mann hamingjusaman. Ekkert pils kæmi mér á krókinn. KONUR voru mér ekki annað en það sem skrifað stóð fyrir utan kvennaklósettið. Konur voru furðuleg fyrirbæri sem dönsuðu afturábak. Ég átti mér mína staðföstu, óumbreytan- legu, ákveðnu skoðun á öllu kvenkyninu. Ég var fæddur piparsveinn, holdgervingur stéttarinnar . . . hélt ég þá. Það eina við piparsveinalíf mitt, sem mér gekk illa að sætta mig við, var uppþvott- urinn. Ég reyndi allt hugsanlegt til að gera þennan þátt tilverunnar eins litla plágu á mér og mögulegt var. En án sýnilegs árangurs. Hvert sem ég sneri mér og kom diskunum mínum undan þá rann sú stund alltaf upp þegar ég fann ekki einn einasta hreinan disk í eldhússkápnum í litlu pipar- sveinaíbúðinni minni. Ekki einn einasta hreinan gaffal, ekki einn einasta hreinan bolla, pott eða pönnu. Stund uppþvott- arins var runnin upp og annars óhagganlegt piparsveinaeðli mitt var lítt beysið. Það var engin undankomuleið — ég varð að binda svuntuna á magann og leggja til atlögu við vaskinn og uppþvottaburstann.1 Það tók marga klukkutíma að; komast til botns í fjallháum stöflunum — klukkustundir voru rifnar úr annars glöðu piparsveinalífi mínu. Tímum kastað á glæ, rétt eins og uppþ vottavatninu. Ég varð að lengja tímann milli uppþvottadaganna. En hvernig fór maður að þegar maður átti bara tólf grunna diska og tólf djúpa? Jú, það var hægt að fá sér annað tólf manna matarstell og þvo upp á 24 daga fresti. Eða hvað um að fá sér þrjú hræódýr tólf manna stell í viðbót og fresta þessum ömurlega degi um heila 48 daga í framtíðinni? Ég framkvæmdi þessa bráðsnjöllu hugdettu. Ég rauk niður í skranbúðina á horninu og keypti þrjú matarstell af ódýrustu gerð og 48 áhyggju- lausir dagar liðu þar til að því óumflýjanlega kom, er allir diskarnir í skápum minum voru horfnir, bæði þeir djúpu og þeir grunnu, og ég varð að borða steiktu eggin mín þrjú og Stjörnuspá llnilurinn 2l.m;irs 20.jifiril Lífiö í kringum þig er deyföarlegt um þessar mundir og þaðer ekki síst þínu eigin sleni að kenna. Hristu það af þér og gerðu eitthvað sérlega skemmtilegt um helgina, eitthvað sem þig hefur lengi langað til að framkvæma. >«»iiiii 21. sc|vi. 2.V<ikl. Vertu ósmeykur við að notfæra þér þekkingu á einhverju máli til þess að leiða það farsællega til lykta. Forðastu þó að sýna öðrum vanþóknun, fólk hefur rétt á að hafa sínar skoðanir þó þær séu ekki byggðar á sérfræðiþekkingu. Naulið 2l.;ipríl 2l.maí Einhver þér nákominn þarfnast aðstoðar þinnar en leitar hennar ekki. Reyndu að komast að því hvernig i málum liggur og láta lita svo út sem þú eigir fruni kvæðið. Farðu sérlega varlega ef um eldra fólk er að ræða. Sporðilrckinn 24.ukl. 2.Vnó%. Notaðu tækifæri til að koma ýmsum smá málum i lag. Hringdu eða skrifaðu vinum eða ættingjum sem hafa lengi beðið eftir að heyra frá þér. Rólegar stundir með góðum félögum eru góð afþreying. 1\ihurarnir 22.mai 2l.júni Þú gerir þér stundum undarlegar hugmyndir um sjálfan þig. Veltu þvi fyrir þér hvort leiðinleg framkoma einhvers i þinn garð að undan- förnu kann að vera að einhverju leyti þér að kenna. Hoijiiiaöiirinn 2l.no\. 2l.dcs Taktu orð annarra ekki of nærri þér og reyndu að standa að sem mestu leyti utan við deilumál sem er i uppsiglingu. Beittu kimnigáfunni i samskiptum við manneskju sem á það til að vera býsna upp- stökk og skapheit. kr;'.hhínn 22. jiim 2.1. julí Reyndu ekki að brydda upp á neinum nýjung- um þessa vikuna þar sem ólíklegt er að þær kunni að blessast. Farðu þér hægt, sérstaklega ef þú stendur í meiri háttar viðskiptum. Helgina er best að nota til hvildar. Slcingcitin 22. dcs. 20. jan. Þér finnst oft sem þú sért ekki metinn að verðleikum. Raunin er sú að þeir sem þig þekkja meta þig mjög mikils en hlédræg og jafnvel fráhrindandi framkoma þín gerir það að verkum að þeir láta það ekki í ljósi. I.jónid 24.júli 24. :igú«l Vanhugsaðar og fljótfærnislegar ákvarð- anir koma þér í koll. Bættu úr eins vel og þú getur. Ekki er vist að það breyti miklu en gerir samt sitt gagn. Varastu alla tilfinninga- semi. Vatnshcrinn 2l.jan. lú.fchi. Einhver sem þú umgengst tnikið en þekkir litið kemur þér þægilega á óvart. Reyndu að sýna viðkomandi að þú kunnir að meta það sem vel er gert. Glens og gaman lifgar upp á tilveruna. Þeir sem umgangast þig eru fyrir löngu hættir að kippa sér upp við furðuleg uppátæki þin. Skemmtilegir atburðir setja svip sinn á vikuna og verða enn ánægju- j legri ef þú færð gamla ’ vini til liðs við þig. Kiskarnir 20.fcbr. 20.mars Einhverjir erfiðleikar reyna mjög á þolrifin. Taktu á honum stóra þínum og skjóttu engu á frest. Illu er best aflokið og að þessu afstöðnu skaltu hvíla þig vel og lengi. 38 Vikan 24. tbl.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.