Vikan


Vikan - 11.06.1981, Síða 40

Vikan - 11.06.1981, Síða 40
Texti: Guðfinna Eydal Flestum l'innst þad vera talsverður við- burður þegar von er á einu barni í fjöl- skyldu og fæstir hugsa um þann mögu- leika að barnið sem von er á geti allt í einu orðið að tveim börnum. Allt um það á þetta við um flesta foreldra sem ekki þekkja til þess að tvíburar séu i fjöl- skyldu þeirra. Algengt er að foreldrar sem fá að vita að von er á tvíburum verði fyrir skammtíma áfalli og finni á sama tima fyrir gleði og vonbrigðum. Gleðin kemur oft til af því að það er eitthvað ólýsanlega heillandi og sérstakt við að eignast tvö börn I einu. — Vonbrigðin tengjast gjarnan ýmsum áhyggjum i sambandi við þá erfiðleika sem fólk veit að koma upp þegar á að annast um tvö börn I staðinn fyrir eitt. Víða erlendis hafa tvíburaforeldrar kvartað yfir þvi að engar upplýsingar sé að fá um tvíbura innan um allt það fræðsluefni sem foreldrum annars býðst. Tvíbura sé yfirleitt alls ekki getið, en ef minnst sé á þá sé það með srnáu letri eöa neðanmáls. Þó að ekki sé völ á miklu fræðsluefni fyrir íslenska foreldra má segja að I því litla sem til er fái tvíburar ekki einu sinni að vera með neðanmáls né með smáu letri. Tvíburar hafa hins vegar alltaf heillað mannkynið. Biblían segir frá tvíburum, skýrt er frá tvíburum I rómverskum og griskum sögum og eins og allir muna áttu tvíburarnir Rómúlus og Remus að hafa stornð Róm. Tvíbura er einnig að finna í fornsögum og sérstakt stjörnumerki er helgað tví- buruni. Hvað eru tvíburar? Það er hægt að eignast eineggja eða tvíeggja tvíbura. Þegar um eineggja tví- bura er að ræða frjóvgar sæðisfruman eitt egg. Eggið skiptir sér í tvo helminga og hafa þeir sömu erfðaeiginleika. Eineggja tvíburar eru því alltaf samkynja og hafa mjög líkt útlit. Þeir hafa eins hár, eins augnalit. sömu likamsbyggingu og sama blóðflokk. Fjöldi eineggja tvibura er næstum þvi sá sami um allan heiminn og er talað um að miðað við 1000 fæðingar séu 3-4 fæðingar eineggja tvibura. Það er ekki vitað hvort erfðir eða aldur móður hefur áhrif á tilurð eineggja tvíbura og það er ekki heldur vitað af hverju eggið skiptir sér I tvennt. Þegar um tvíeggja tvíbura er að ræða frjóvga tvær sæðisfrumur tvö egg. Tvieggja tvíburar hafa því mismunandi erfðaeiginleika og eru ekki likari en syst- kini almennt. Þeir geta þar af leiðandi annaðhvort verið samkynja eða sinn af hvoru kyni. Það er vitað að erfðir valda því að sumar konur losa fleiri en eitt egg við egglos. Það þýðir að ef kona er sjálf tviburi, eða á tvíbura fyrir nákomna ættingja I kvenlegg, aukast líkur á að hún eignist tvíbura. Með aldrinum eru einnig meiri likur til þess að fleiri en eitt egg losni við egglos og eykur það einnig likurnar á að eignast tvíeggja tvibura. Ef kona hefur fengið hormónameðhöndlun við barnleysi er algengt að hún geti eignast tvíbura. þribura eða jafnvel meira. Tiðni tvíeggja tvíbura er talsvert breytileg eftir löndum, en tíðni eineggja tvibura er næstum sú sania alls staðar. eins og fyrr greinir. Unnið hefur verið að því víða erlendis að safna upplýsingum um tvíbura fyrir foreldra, og verður drepið á nokkur atriði i því sambandi. Uppeldi tvíbura Það er erfiðara að verða sjálfstæður 40 Vikan 24. tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.