Vikan


Vikan - 28.10.1982, Qupperneq 47

Vikan - 28.10.1982, Qupperneq 47
Smásaga Hún vissi að hún gæti aldrei lifaö því lífi aftur hvað svo sem kæmi fyrir þau. Hún fékk morgun- matinn í rúmið klukkan hálfníu í Weybridge og fór aldrei á fætur fyrr en klukkan tíu, stundum ekki fyrr en um hádegi. Núna fór hún á fætur klukkan sjö og seint að sofa. Hún hugsaði skýrar. Enginn dagur var öðrum líkur og allir voru þeir of stuttir. Allir vinir Toms unnu við eitt- hvert áhugavert starf og það sama gerðu konur þeirra og vin- konur. Fyrst hafði Sue ekki fund- ist hún eiga heima innan um þetta gáfufólk en hún var fljót að læra og enn fljótari að hætta viö að verða önnur Marie Curie með því að aðstoða manninn sinn. Seinna ætlaði hún að læra smábama- kennslu eöa skartgripagerð og sjá fyrir sér sjálf. Eins og á stóð sætti hún sig við aö vera eiginkona og verðandi móðir. Tom leit aftur á klukkuna. „Engin læti,” sagði hún. „Þeir gera þetta daglega.” Hann var hjálparlaus og von- laus ferðalangur sem aldrei vissi hvert hann átti að fara eða hvað hann átti að gera. Hann hafði ætlað að láta hana sjá um vega- bréfin, peningana og farseðlana. Hún hafði neitaö. Hún hafði undr- ast sjálfa sig þá en viðbrögðin höfðu verið ósjálfráð. „Mér er skollans sama um allar rauösokkur,” hafði hún sagt. „Ég læt ekki leika á mig. Þú kemst ekki upp með þetta. Ég er ekki karlmaðurinn í fjölskyldunni og ég ætla ekki að vera bamastúlka fyrir þig.” Hún mátti ekki sleppa af honum augunum. Hann skildi farseðlana eftir við vigtina á Luton-flug- vellinum og ætlaði að ganga á brott. Hann reyndi að komast inn um allar dyr sem á stóð Út, eins og hann drægist að þeim með segul- afli, og hann vissi ekki hvernig átti að gefa þjórfé eða hverjum. Hann hæddist að föður hennar í hvert skipti sem honum urðu á mistök. „0, pabbi, pabbi, hvar ertu?” tautaði hann glottandi. Tom gat alltaf hlegið að pabba hennar. Fyrst sýndu þeir andúð hvor á öðrum en svo virtust þeir sættast og þeir sýndu hvor öðrum alltaf fyllstu virðingu þegar þeir hittust. Faðir Sue bar virðingu fyrir hæfileikamönnum sem komust vel áfram og það lék eng- inn efi á hæfileikum og dugnaði Toms. Tom varð fyrir sitt leyti að viðurkenna að faðir Sue var mjög vinnusamur maður og fljótur að hugsa. Það ríkti engin óvild milli þeirra en hvor fyrir sig hæddist ögn að hinum. Tom sótti töskurnar þeirra og setti þær á gólfið þegar þau fóru út af fjórðu stöðinni. „Hvorum megin ætli sé betra að fara út?” sagði hann hugsandi. Sue brosti. Hann var einstak- lega aðlaðandi maður þó að hann væri svona hjálparvana. Það kunnu allir vel við hann. Henni fannst að þaö hlyti að vera voða- legt að vera gift einhverjum sem allir aörir kynnu illa við. „Þegiöu og sestu,” sagði hún ástúðlega. Hann opnaði dymar áður en lestin haföi numið staðar þegar þau komu á ákvörðunarstaðinn. Litla stöðvarhúsið var andspænis þeim og þarna við teinana beið hraðlestin á vinstri hönd. Tom stóð við hliðina á henni og leit út. „Þarna er hún!” æpti hann. „Okkur tókstþað!” Hann beið þangaö til lestin hafði numið staðar og sparkaði svo töskunum til dyranna með fætin- um, stökk út og tók töskurnar niður. Sue andaði að sér fjallaloft- inu og var angurvær yfir að fara úr allri þessari kyrrð. Þá heyrði hún aö Tom var að kalla á hana. „Flýttu þér! Hvaö heldurðu að EÍ7Eignaval Laugavegi 18, 6. hæð. (Hús Máls og menningar.) Sími 29277 KYNNING OKKAR Á VIDEÚI Á FASTEIGNA- MARKAÐNUM HEFUR VAKIÐ MIKLA ATHYGLI Viö höfum verið önnum kafnir við að taka fasteignir inn á videóskrá okkar undan- farið til að anna eftirspurn kaupenda og seljenda. "HT SELJENDUR ATHUG/Ð Geysilegur áhugi er á videókynningu okkar á fasteignum og fólk streymir á skrifstofu okkar að kynna sér þessa nýjung. KA UPENDUR A THUGIÐ Höfum nú þegar mikinn fjölda fasteigna á videóskrá. Kynnið ykkur skrána okkar. Komið við að Laugavegi 18,6. hæð, og lítið á fasteignir í videó. 43. tbl. Vlfcan 47
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.