Vikan


Vikan - 10.02.1983, Side 3

Vikan - 10.02.1983, Side 3
Brostu í kampinn! Bjössi bolla var kominn í heim- sókn í gamla hverfið sitt. Hann hitti gamlan vin sinn, Tomma tjakk, fyrir framan skólann og spurði hann hvernig hann hefði þaö: — Ferlegt, sagði Tommi. Ég fékk lungnabólgu, giktarkast, hálskirtlabólgu og botnlangakast! Bjössa dauðbrá: — Þú drepst nú úr þessu! — Já, það segirðu satt, sagði Tommi hugsi. — Pabbi drepur mig ef ég hef skrifað eitthvaö af þessu vitlaust á stafsetningar- prófinu. Halli: Mamma vann hvolp í bingói! Lalli: Þetta kallar maður hunda- heppni! Halli: Ég vildi gjarnan taka skip til Englands. Lalli: Eg held að ég vildi nú heldur taka ferðatösku. Bubbi: Fékkstu þér morgunverð í morgun? Bubba: Auðvitað. Ef ég hefði fengið mér hann í hádeginu hefði hann verið hádegismatur. Fyrstimaður: Eg er svo svangur að éggæti étiðhest! Annarmaður: Égersvo svangur aöég gæti étiðfíl! Þriðji maður: Ég er svo svangur aö ég gæti étið flóðhest! Kona: Ég er búin að missa matarlystina. Spakmæli Vikunnar: Það er enginn vandi að sætta sig við fæðinguna og dauð- ann. Það er bara þetta sem gerist í millitíðinni sem er svo- lítið tæpt. Bómullarbolur-barnaföt Ef þið eigið einhvers staðar liggjandi þykkan bol (sweatshirt) sem þið eruð hætt að nota, en er þó heill, má sauma úr honum snotrustu barnaföt. Bolurinn þarf að vísu að vera í stærra lagi en á teikningunni má sjá hvernig barna- fötin eru sniðin upp úr bolnum. Setjið teygju í mitti og erm- ar. Klippið efnisræmu, rykkið og saumið í hálsinn ef vill. Prinsinn og teikningin Fyrir um ári velti breskt timarit þvi fyrir sér hvernig hið þá ófædda barn Karls og Diönu kæmi til með að lita út. Forsendurnar sem blaðið gaf sér voru útlit foreldranna sem barna og sérfræðilegt álit erfða- fræðings. Blaðið lét teikna hug- myndina og teiknarinn hefur senni- lega gert ráð fyrir að barnið yrði stúlka. Teikningin er af barninu sex mánaða og meðfylgjandi myndir af litla prinsinum eru frá þvi skömmu fyrir jól en þá var hann einmitt sex mánaða. Spádómsgáfa sérfræðing- anna og teiknarans eru i betra lagi , þvi myndin er hreint ekki svo ólik prinsinum að frátöldu krullaða hárinu, eða hvað finnst lesendum? — Mest um fólk — Hún er eins og Venus í laginu — það er að segja plánetan. Það er auðvelt að skipta fólki í hópa: Það greinda, það fallega og allt hitt. — Hvort hann sé ljótur? Jú, svo sannarlega. Hann er hér um bil eins og myndin í passanum hans! 6. tbl. Vikana

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.