Vikan - 10.02.1983, Blaðsíða 9
ímubúningar
í tilefni föstubyrjunar hafa menn
uppi hvars kyns sprell á götum úti i
löndum þar sem kaþólskir búa.
Kjötkveðjuhátíðin í Rio de Janero i
Brasilíu er sú frægasta. Þar virðist
hugmyndaflugi fólks engin takmörk
sett og allir kappkosta að hafa bún-
inga sina sem glæsilegasta. Á
Vesturlöndum hafa grimuböll
tiðkast um aldir og hérlendis sem
og víðar i Norður-Evrópu tengja
menn grimuböllin föstubyrjun og
halda þau i námunda við öskudag-
inn.
Sums staðar á landinu fara börn-
in grímuklædd í skrúðgöngu (ef
veður leyfir) og slá köttinn úr tunn-
unni. Á barnaheimilum og leikskól-
um mega börnin mæta grimuklædd
á öskudag og er þá oft líf í tuskun-
um.
Grímubúningar barnanna þurfa
ekki að vera flóknir og iburðarmikl-
ir til að gera sitt gagn og gaman.
Hér á opnunni má sjá hugmyndir að
einföldum búningum sem búnir eru
að mestu til úr gömlum fötum og
efnisbútum. Hægt er að búa þessa
búninga til með litlum fyrirvara.
Andlitsmálningin setur punktinn
yfir i-ið. Leyfið hugarfluginu að
njóta sin. Andlitslitir sem óhætt er
að mála börnin með fást tilbúnir i
versluninni Pennanum i Reykjavik.
Þeir eru í blýantsformi og kosta
fimm saman 46,85 kr. og átta 86,90
kr. Einnig fæst hvitur og brúnn litur
til að mála allt andlitið, i dósum, á
103 kr. dósin. En það er lika hægt að
búa sér til sina eigin andlitsliti. Þá
eru notaðir venjulegir þekjulitir og
þeir hrærðir saman við vaselín þar
til rétt áferð fæst, eða duft-litir
hrærðir saman við barnaoliu. Gætið
þess að litirnir séu skaðlausir, það
er ef stendur ,,non-toxic" á um-
búðunum. Duft og þekjulitir fást i
Skólavörubúðinni.
Notið finan pensil til að mála
með. Á stuttum tima má breyta litl-
um snáða eða snót í glaðbeittan
trúð, stríðsmálaðan indiána eða
svertingja, leðurblökumanninn,
kóngulóarmanninn eða hvað þau
heita nú öll ofurmennin. Hægt er að
mála veiðihár og trýni, freknur,
skegg og hvað annað sem ykkur
dettur i hug.