Vikan


Vikan - 10.02.1983, Page 39

Vikan - 10.02.1983, Page 39
■ kistubotninum, hann fékk hana og fór heim með hana. Þegar hann var kominn í hana leit hann varkárum augum út í eld- hús þar sem Mary Ann, kona hans, stóð snöktandi í sínu fín- asta pússi. — Drífum okkur þá af stað, sagði hann. Honum tókst að drösla Mary Ann inn í Fordinn og svo skjöktu þau af stað áleiðis til litlu timburkirkjunnar í Black Fork. Mary Ann tuðaði eitthvað um að Silas hefði nú getað farið í sparibuxurnar sínar en hann staðhæfði að blái samfestingur- inn hans væri alveg nógu góður fyrir þessa jarðarför og það orð sem fór af tengdamóður hans — að hún væri argasta skessa á öllu svæðinu frá Phelps Kearney tii Lambs Cliffs — svo það kæmu tæpast aðrir en þau og prestur- inn. En hann hafði alrangt fyrir sér. Þegar hann ók upp að litlu kirkj- unni sá hann líkfylgd sem var svo löng að sjaldan ef nokkurn tíma hafði annað eins sést í Black Fork. Þarna voru Josh bóndi, Mose bóndi, Zeke bóndi, Seth bóndi, Ephraim gamli bóndi og bændur úr öllum dalnum. — Þetta er enginn smáræðis fólksfjöldi, sagði Mary Ann og lifnaði öll við. Það höfðu þá þeg- ar allt kom til alls ýmsir metið móður hennar að verðleikum. — Holy Smoke! tautaði Silas bóndi og klóraði sér í hnakkan- um. Hann skildi hvorki upp né niður í þessu öllu. Hér hlaut eitt- hvað að búa undir. Josh bóndi, Zeke bóndi og Ephraim gamli bóndi voru ekki í hópi þeirra sem sóttu kirkju í tíma og ótíma og jarðarfarir voru þeir ekki við nema brýnustu nauðsyn bæri til. Það var þá helst að þeir yrðu við sína eigin. Nú kom presturinn, sagði nokkur vel valin orð yfir Söru og notaði tækifærið til að fara nokkrum orðum um óguðleik bændanna í dalnum, svona al- mennt. Síðan var Söru holað nið- ur, sálmur sunginn — og þá var allt búið. — Þú verður að standa upp og þakka líkfylgdinni, hvíslaði Mary Ann og þá stóð Silas bóndi upp í fallega bláa samfestingnum sín- um og sagði að allt þetta ágæta Þýðandi: Anna fólk ætti þakkir skildar fyrir að hafa komið, svona margt. Þá rumdi í Zeke bónda og hann spurði hvort það væri rétt að múlasninn hans Silasar hefði sparkað svo útundan sér að Sara gamla hefði dáið. Silas kinkaði kolli og Zeke leit varlega á Mary Ann sem enn var snöktandi en reyndar lögð af stað að gamla Fordinum. Zeke dró Silas bónda ögn nær og sagði í hálfum hljóð- um: — Þú skilur, kæri Silas minn, að ég og allt þetta indæla fólk, sem hér er saman komið, á líka tengdamóður. . . . og við kom- um nú eiginlega til að bjóða í múldýrið! Skop Manstu eftir stráklingnum sem ég róð í vinnu i fyrra? Hann sagði mór upp i dag. Manstu eftir þessu óþolandi glotti sem hann gekk með áður en óg giftist honum? Bíltæki á tombólu verði AUDIOLINE HARRY MOSS 33510 w KR. 2.830,- Útvarps- og kassettutæki með LW/MW, hraðspólun áfram, sjátfkrafi stöðvun á tækinu við enda á kassettu o.fl. Heildsala — Smása/a HARRY MOSS 336 10 w KR. 3.560,- Útvarps- og kassettutæki með FM stereo, LW og MW, hraðspólun áfram, sjálfkrafa stöðvun á tækinu við enda á kassettu, Ijós fyrir útvarp /kassettu o.fl. AUDIOLINE Henta sérstaklega fyrír SUBARU þar sem kassetta er tekin út að neðan. Ennfremur eigum við fyriríiggjandi 10 aðrar gerðir af bíi- tækjum með og án kassettu + kraftmagnara með og án equaliser 40 gerðir af hátölurum. SÉ ALLT \ bílinn keypt hjá okkur VEITUM VIO 15% ÍSETNINGARAFSLÁTT SJÓNVARPSMIÐSTÖÐIN Síðumúla 2 — Sími 39090 6. tbl. Vikan 39

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.