Vikan


Vikan - 18.08.1983, Síða 13

Vikan - 18.08.1983, Síða 13
í október siðastliðnum var varla þverfótað fyrir James Bond og öilu hans liði í Udaipur á Indlandi. Roger Moore, núverandi aðalhandhafi James-Bond-titilsins, og fjöldinn allur af indverskum og enskum Ijósmynda- fyrirsætum, smástirnum frá Los Angeles og stakri sænskri Ijósku fylltu fínustu hótelin þar í borg, alls um tvö hundruð manns. Auk þeirra var loftfimleikafólk og franski leikar- inn Louis Jourdan og indverskir leik- arar og tennisleikarar. Octopussy og aðrar Bond-hetjur Indland hefur áður verið i sigtinu hjá hönnuðum James Bond-mynda. Til stóð að taka kvikmyndina Moon- raker, sem sýnd var hér á landi síðast- liðinn vetur, á Indlandi, en þegar til átti að taka reyndist það eitthvað flókið og málið var leyst með Feneyj- um og Rio de Janeiro. En nú var draumurinn sem sagt lát- inn rætast og Indland var ofið inn í at- burðarásina í Octopussy. Hvað er svo þetta Octopussy? Eitt- hvert stórhættulegt vopn eða undir- heimahópur sem stefnir að heimsyfir- ráðum? Nei, ekki alveg. Maud Adams, ein aðalleikkvennanna í myndinni, segist eiga heiðurinn af því að vera Octopussy og erfir þann titil reyndar frá kolkrabba (octopus) pabba síns. í myndinni auðvitað. Það muna kannski einhverjir Bond-aðdá- endur eftir hinum voðalega majór Smith úr Bond-myndum. Það er pabb- inn. Og sagan í myndinni (sem reynd- ar er samsuða úr 3 smásögum lan Fleming) er venjulegur Bond-þrilli með öllu, njósnurum, fallegum kon- um, 007, prinsum og afgönskum svindlurum. Þar að auki er í myndinni eitt stykki gáfuð (og að sjálfsögðu fal- leg) kona. Utflutningur á umhverfi? Það hljóp sannarlega á snærið hjá Indverjum að fá kvikmyndafólkið, þótt það staldraði ekki við nema 3 vikur i allt. Taliö er að það hafi eytt um 25 milljónum dollara meðan á dvölinni stóð. Þess er reyndar ekki getið hvort það voru indverskir eða amerískir dollarar, en upphæðin er að minnsta kosti nógu há. Það er dágóð summa fyrir tuttugu mínútur í einni kvikmynd. Indverjar hugleiða líka i fullri alvöru hvort ekki eigi að gefa þessari staðreynd gaum og hefja „útflutning" á indverskum staðháttum í erlendar kvikmyndir. Nokkur alþjóðleg fyrirtæki hafa sýnt áhuga. Indland er fjarri því að vera óþekkt í kvikmyndum því að líklega er það sviðsmynd í fleiri kvikmyndum en nokkurt annað land á hverju ári. Indverjar eru nefnilega mestu kvik- myndaframleiðendur heims ef fjöldi mynda er talinn. Ekki má gleyma því að kvikmyndin um Gandhi var tekin á Indlandi, þótt þar sé um ólíka mynd að ræða, borna saman við Octopussy. Talar ekki um fjármál En það eru fleiri en Indverjar sem hagnast á Octopussy. Roger Moore, James Bond sjálfur, segist að vísu neita að tala um fjölskyldumál og fjár- mál við blaðamenn. En það þarf ekki mikið hugmyndaflug til að ætla að hann hafi dágott upp úr tökunni. Enda bætir hann við: „lan Fleming skrifaði sögurnar um James Bond til að skemmta fólki og lappa upp á fjárhag sinn. Ætli ég leiki hlutverkið ekki af báðum sökum." Heimild: lndiaTodayo.fi. 33. tbl. Vlkan 13

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.