Vikan - 18.08.1983, Side 20
Fréttirnar /es
Ragnheiður i þularstofu fyrir 16 árum,
tilbúin í fréttir og tilkynningar.
í tilkynningalestri, ætlaði aldrei aö geta hætt.
Þetta var þannig að í einni auglýsingu var
sagt „losið ykkur viö umframþungann” og
ég fór að hlæja, mér fannst þetta svo hlægi-
legt orðalag. Ég hló eins og snarvitlaus mann-
eskja. Jón kom inn í þularstofu og ég hló
ennþá meira. Ég byrjaöi alltaf aftur og aftur
aö lesa, r'éyndi oft. Að lokum sat ég kyrr
dálitla stund, reyndi að jafna mig, dró djúpt
andann og gerði mig alvarlega og kom þessu
svo loksins nokkurn veginn frá mér. Sagan
sagði svo eftir á aö ég heföi hlegið svona
mikið vegna þess aö ég hefði verið ófrísk. Það
var tóm della. Mér fannst umframþungi bara
svona hlægilegt orð.
Þaö er oft gaman að honum Jóhannesi,
hann kitlar svo mikið. Ég kem stundum aftan
að honum þegar ég á aö taka við í tilkynninga-
lestri og strýk mjúkt upp eftir síðunum á
honum (Ragnheiður hlær dátt). Þetta er
alveg geggjað, hann engist sundur og saman
og ég er viss um að fólk hefur einhvern tíma
heyrt hvemig hann kippist við. Einu sinni náði
hann sér niðri á mér og sagði: „Þetta var
Ragnheiður Ásta Pétursdóttir að hrekkja þul-
inn.” Auðvitaö á ég ekki að gera svona.
Ég lenti einu sinni í vandræðum á nýársdag
með að afkynna þátt sem Árni Kristjánsson,
fyrrverandi tónlistarstjóri, sá um. Árni les
ljóð betur en nokkur annar og hefur fallega
rödd. Á nýársdag haföi hann ljóðaþátt og ég
ætlaði aldrei að geta afkynnt því ég var svo
klökk, ljóðin svo falleg og lesturinn líka. Ég
vona nú að enginn hafi tekið eftir þessu, en ég
man að ég varð ósköp settleg í afkynningunni
til að leyna klökkvanum.
Það er svo sem margs að minnast og er ekki
allt jafnglæsilegt. Mér varð eitt sinn laglega
á. Það var þegar Vilhjálmur Þ. Gíslason var
------------------------------------------------
útvarpsstjóri. Hann sá um þáttinn Á bóka-
markaðnum á sunnudögum þegar leið að
jólum. Einu sinni þegar ég var búin að
afkynna þátt útvarpsstjóra kynnti ég tónleika
og setti plötu á fóninn. Éónninn hafði veriö
bilaður en það hafði veriö lofað að gera við
hann og hafði líka verið gert. En ég heyri
enga músík og held að fónninn sé enn bilaður
og byrja að bölva tæknimönnunum okkar á
fullu með lítt fögru orðbragöi. Þegar ég lít
niður sé ég að það er „opið fyrir mig” sem
þýðir að þá heyrist ekkert inn til mín. Ég var
þá búin að bölva og ragna yfir mannskapinn.
(Ragnheiöur hlær mikið að þessu.) Síminn
byrjaöi svo að hringja. Éyrsta manneskja á
línunni var mamma sem hrópaði: „Hvað ertu
að gera, manneskja?” Ég man ekki einu sinni
hvort ég hafði rænu á að biöjast afsökunar,
þetta var ægilegt „sjokk”. Á eftir hringdi fólk
og talaði um hvað ég heföi veriö orðljót. En
einn sem hringdi sagði aö þetta hefði verið
langbesta útvarpsefnið í langan tíma.
Mér hefur alltaf þótt vænt um auglýsinga-
stelpurnar og skrepp oft í heimsókn til þeirra.
Einu sinni varð ég allt í einu hás í miöjum
lestri og náði ekki í þul til aö hjálpa mér. Ég
ætlaði að ná í Gerði, sem þá vann á auglýs-
ingadeildinni og greip stundum inn í hjá
okkur þegar þurfti, en í þetta sinn átti hún frí.
Þorbjörg systir hennar, sem nú er
auglýsingastjórinn okkar, var þarna á vakt
og ég grátbað hana að taka smárispu. Hún
vorkenndi mér svo að hún settist beint viö
þularborðið, hafði þó aldrei komið nálægt
hljóðnema, og fór að lesa auglýsingu um
týndan hest, lýsa lit, mörkum og þess háttar.
Allt í einu sagði hún svo bara: „Guð minn
almáttugur, Ranka, ég get þetta ekki.” Síðan
var hún studd fram, og þetta var í míkrófón-
inn. Auglýsandinn hringdi öskureiður og
sagði: „Hvaöa aumingi las auglýsinguna frá
mér?” Hún varð sjálf fyrir svörum á auglýs-
ingadeildinni á eftir og sagði hreinskilnin
sjálf: „Það var ég.” „Jæja, vina mín, varst
það þú?” sagði maðurinn. Hugsaðu þér bara
hvað hún var góö við mig, og ég vitlaus að etja
henniútíþetta.
Verðum eins og nokkurs
konar kunningjar
Þaö fylgir því stundum dálítill erill heima
aö vera þulur. Hér áður var mjög mikiö
hringt heim til okkar, en það hefur nú sem
betur fer minnkað. Stundum um miðjar nætur
þegar bláókunnugt fólk, sem er búið að tapa
öllu tímaskyni af efnafræðilegum ástæðum,
\
20 Víkan 33. tbl.