Vikan - 18.08.1983, Side 21
Tveir þulir í
Hljómskálagarðinum.
— Ragnheiður og
Katrín Árnadóttir
sjónvarpsþulur.
hringir segi ég að nú hættum við bara að vera
í símaskránni. Það finnst Jóni hroki og merki-
legheit, en það er nú ég sem svara oftast í
símann.
Það er alls konar fólk sem hefur hringt í
okkur. Sumir hringja bara til aö rabba og
ræða málin og útvarpið, aðrir hafa mann fyrir
nokkurs konar sálusorgara. Margir eru svona
einmana og finnst þeir þekkja okkur, eiga
kannski enga aðra vini. Við verðum eins
konar vinir fólks sem er einmana og biður
þess eins að útvarpið fari í gang.
Kannski eitthvað
kurteisara hér áður. . . .
en við áttum það
til að dansa um gangana
Það hefur auövitað margt breyst frá því ég
byrjaði, sumt batnað, annað versnað. Mér
finnst gaman að það skuli vera komin út-
varpsstöð fyrir noröan og ég hef aldrei veriö
eins dugleg að strauja og þegar Stefán Jón
var með næturútvarpið en ég endist aftur á
móti aldrei til að hlusta á kvöldfréttirnar til
enda síðan þær urðu svona langar.
Sumt í útvarpinu er sagt alveg glænýtt en er
bara gamalt vín á nýjum belgjum. Það er til
dæmis ekkert nýtt að útvarpa neðan úr bæ,
það var alltaf gert 17. júní hér áður. Stundum
fóru útvarpsmenn meira að segja á laugar-
dagskvöldum milli skemmtistaða og útvörp-
uðu beint af böllunum. Útvarpið var
kurteisara hér áður en nú, og ég kunni því vel,
en það var oft fjörugt á vaktinni. Viö Ottó
Guðjónsson, söngstjóri IOGT, sem var síma-
vöröur á kvöldin, dönsuðum um alla ganga
eftir harmoníkuþáttunum. Sögumenn eru
miklu færri í útvarpinu en í gamla daga. Þá
hljóp maöur niður á fréttastofu í kaffikrókinn
að hlusta á Thorolf Smith, Jón Magnússon,
Hendrik Ottósson, Stefán Jónsson, Þorstein
Ö. Stephensen og Jón Múla segja frá. Nú eru
þarna ekki margir sannir sögumenn, en það
eru til svo margar fínar útvarpssögur, fornar
og nýjar.
Hef stutt jafnréttisbaráttu
kvenna, þó ekki væri nema
með því að stunda sjálf vinnu
á heimilinu og utan þess og
ala upp börn
Ég hef alltaf verið þrælpólitísk, var á fram-
boðslista Alþýðubandalagsins 1963 og svo var
ég í kvennaframboðinu í fyrra og er mjög
ánægð með fulltrúa okkar í borgarstjórn, en
ég studdi ekki kvennalistann. Ég kýs nefni-
lega ekki flokk sem ekki hefur það á stefnu-
skrá sinni aö losa okkur viö herinn.
Auðvitað er ég kvenréttindakona, ég hef
ekki verið neitt dugleg í baráttunni og þó, það
er líka jafnréttisbarátta aö vinna úti, fulla
vinnu, reka fyrirtæki, sem er kallað heimili,
og eiga og ala upp fjögur afbragðs börn.
Þjóðfélagið vill þiggja vinnukraft kvenna
en það vill fá hann fyrir ekki neitt og gerir
ekkert til aö gera okkur fært að vinna. Pabbi
og mamma hafa verið uppeldis- og gæslu-
stofnun minna barna. Ég hefði ekkert getaö I
unniö ef þau hefðu ekki veriö krökkunum sem
foreldrar. Þau eru nefnilega svo góðar mann-
eskjur, ónísk á sig sjálf, barngóö og er ekki
sama um annað fólk. Birna mín er líka betri
en engin. Hún var 10 ára þegar Solla fæddist
og varð strax lítil mamma. Solla er orðin átta
ára og Birna 18 ára og ég hef aldrei kynnst
neinu kynslóðabili nema því sem er á milli
þeirra systranna núna.
Veistu aö það er ein stétt sem við mæður
sem vinnum úti eigum mikiö að þakka? Það
eru litlu barnapíurnar. Ég er ekki búin að
gleyma mínum. Ég hafði eina Fríðu sem vann
hjá mér þrjú sumur og ein hét Jóhanna, hún
vann önnur þrjú. Þær voru frá því þær voru 11
ára þar til þær urðu 14 ára. Telpur á þeim
aldri vinna mikil störf við barnauppeldi og
gæslu. Þeirra vinna vill oft gleymast, hún er
vanmetin og talin leikur. Það er áreiðanlega
engin kvenþjóð sem á litlum telpum jafn-
mikið að þakka og við hér á landi.
Strákarnir mínir eru flognir úr hreiðrinu.
Pétur er í löggunni og Eyþór farinn út í heim,
Solla orðin stór og Birna ennþá stærri. Viö Jón
vinnum á ólíkum vöktum svo að ég er hætt aö
hafa áhyggjur af barnagæslu. En ég verð
samt að flýta mér því að Solla er hjá mömmu,
hún er enn að passa börnin mín, búin að vera
að því í rúm 23 ár. Ég þarf líka aö vera komin
„niður eftir” áður en Jón klárar fréttirnar.
a
33. tbl. Vikan 21