Vikan


Vikan - 18.08.1983, Síða 22

Vikan - 18.08.1983, Síða 22
Ofrjósemi ÖRAR FRAMFARIR Á ÝMSUM SVIÐUM LÆKNA Flest hjón stefna aö því aö eign- ast börn fyrr eöa síöar í hjóna- bandinu. Þó er þaö svo að ein af hverjum sjö hjónum eiga í erfið- leikum við aö geta óskabarniö og flest þeirra munu aldrei geta eign- ast barn án utanaðkomandi aöstoöar. I um 40% tilfella er karl- inn ófrjór og í 40% tilfella er eitt- hvaö að konunni. I um 10—15% til- fella eru bæöi hjónin með einhvern galla sem kemur í veg fyrir frjóvgun og/eða meögöngu. 1 nokkrum tilvikum leiöir rannsókn í ljós aö bæði hjónin eru líkamlega fullfær um að eignast barn en ein- hverjir óþekktir þættir, oft andleg- ir eöa félagslegir, koma í veg fyrir eðlilega þungun. Þaö er ekki vísindalega staö- fest hvort ófrjósemi er nú algeng- ari en áöur, en ástæöur þess gætu verið atriði eins og aukin út- breiösla lekanda og annarra smit- sjúkdóma í getnaðarfærum og frestun barneigna fram á fertugs- aldur. Víst er aö mun fleiri leita nú hjálpar vegna ófrjósemi en áöur, en þaö kann einnig aö stafa af þvi að fólki er nú ljóst að fjölmargt er til úrbóta þar sem áður var lítiö sem ekkert. Barnlaus hjón reyndu oftast að fá börn til ættleiðingar. En nú með tilkomu góðra getnaðarvarna, fóstureyöinga og þess að þaö þykir ekki lengur eins skelfilegt fyrir einstæöar stúlkur að eignast börn og áöur þótti víðast hvar á Vestur- löndum er oröiö mjög erfitt og nánast ómögulegt aö fá börn til ættleiöingar nema frá fjarlægum heimshornum með mikilli fyrir- höfn. Nýjungar á sviði ófrjósemislækninga Samkvæmt bandarískum heimildum geta sérfræöingar nú hjálpað um 70% ófrjórra hjóna þar í landi og læknavísindin eru stöðugt að rannsaka og reyna nýj- ar leiöir til úrbóta. Frægust allra nýjunga á sviði frjósemisaðgerða eru svokölluð glasabörn. Hiö fyrsta þeirra, Louise Brown, fæddist áriö 1978. I huga almennings haföi atburö- urinn yfir sér einhvern annarleg- an ljóma. Fólki fannst sem nú væru framtíðarspár Aldous Huxley í Brave New World og fleiri vísindasagnahöfunda aö ræt- ast. í framtíðinni yröi hægt að „rækta börn” í tilraunaglösum eins og gróður í pottum. En afrek læknanna, Patrick Steptoe og Robert Edwards í Bretlandi, sem fyrstir manna frjóvguöu manns- egg utan líkamans, á ekkert skylt við vísindaskáldskap. Þaö er fyrst og fremst læknisfræðilegt afrek sem gefur mörgum hjónum nýja von um aö geta eignast börn eins og reyndar ýmsar aörar nýjungar sem minna hefur verið rætt og rit- aöum. Orsakir ófrjósemi Orsakir ófrjósemi eru mjög margar og minnsta röskun á flók- inni starfsemi æxlunarfæra mannsins og annarra spendýra getur valdiö tímabundinni eöa langvarandi ófrjósemi. Algengustu vandamál kvenna eru: 1. Röskun á hormónastarf- semi sem veldur því aö egglos eiga sér sjaldan eða aldrei staö. 2. Endometriosis sem kallað hefur veriö legslímuflakk og stafar af því aö ofvöxtur er í legslímu sem sest í eggjaleiöara og getur valdiö þar sýkingu og sært og stíflað þá. 3. Samgrónir eggjaleiðarar af endometriosis eöa af sýkingu, en í um 50% tilfella er orsökin óþekkt. Helstu ástæöur fyrir ófrjósemi karla eru: 1. Sæðisfrumur eru of fáar, hreyfa sig ekki nóg eöa eru vanþroskaðar. 2. Æðahnútar í pungnum sem orsaka of hátt hita- stig sem hindrar eölilega sæöis- myndun. Einnig geta tíö heit böð og of þröngar buxur hindrað sæðismyndun um tíma. 3. Stífla í sáðgöngum, en hún getur stafað af kynsjúkdómum eöa ófrjósemis- aðgerö. Hettusótt getur valdiö ófrjósemi meðal karlmanna, sömuleiöis of- neysla alkóhóls, hass og áhrif utanaökomandi eiturefna. Hjón eru venjulega talin ófrjó ef þau hafa reynt að eignast barn í eitt til tvö ár án árangurs. Rann- sóknir á orsökunum geta veriö tímafrekar. Konurnar fylgjast með tíðahringnum meö hitamæl- ingum til þess að vita hvenær egg- Glasafrjóvgun krcfst hárnákvæmra vinnubragða scrhæfðs læknaliðs. 22 Vikan 33. tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.