Vikan - 18.08.1983, Síða 24
■ jy
semi
ÖRAR FRAMFARIR Á ÝMSUM SVIÐUM LÆKNA
heiminum sem geta boöið þessa
meöferö og hún er mjög dýr. Verð-
iö er 3—6 þúsund dollarar (nú
nálægt 80—160 þúsund) fyrir
hverja tilraun, en oft eru gerðar
margar tilraunir við hverja konu.
Glasafrjóvgun er nú einnig í
nokkrum mæli notuð fyrir hjón
þar sem sæðisfrumur karlsins eru
of fáar til þess aö frjóvgun geti
fariö fram á eðlilegan hátt.
Gerðar hafa veriö tilraunir meö
að taka egg úr eggjastokkunum,
en í stað þess að frjóvga það á
glerplötu er það sett í eggjaleiðara
móöurinnar, fyrir framan
skemmdina, þar sem það síöan
frjóvgast á „venjulegan” hátt.
Hægt er að geyma frjóvguð egg í
frysti um langan tíma.
I Ástralíu og Bandaríkjunum
hafa veriö gerðar tilraunir með aö
taka egg úr „ókunnri” konu,
frjóvga það með sæði eiginmanns
og koma því svo fyrir í legi eigin-
konunnar þegar hún hefur ekki
haft egglos eða er með erfðasjúk-
dóm. Einnig er hugsanlegt aö taka
egg eiginkonu sem af einhverjum
ástæöum getur ekki gengið með
barn, frjóvga það með sæði eigin-
mannsins og koma því fyrir í
líkama „gistimóður”.
Sæðisinngjöf
(Oft ranglega nefnd gervi-
frjóvgun.)
Ofrjósemi karlmanna getur
stafað af því að þeir framleiöa
lítið eða ekkert sæði. Orsakirnar
geta verið truflanir á hormóna-
starfsemi og sem þá má bæta úr
með hormónalyfjagjöfum. Sé
sæðismyndun ekki fjarri því að
vera eðlileg, en karlinn samt
ófrjór, leggur læknirinn stundum
til að hjón reyni sæðisinngjöf með
sæði eiginmannsins. Algengara er
þó að sæði sé fengið úr sæöis-
banka, ýmist nýtt eða frosiö.
Nafni sæðisgjafans er alltaf haldiö
algjörlega leyndu, en í sæðis-
bankanum er útlit hans skráð ná-
kvæmlega svo finna megi sem ná-
kvæmasta samsvörun við útlit
hins tilvonandi föður. Sæðisgjaf-
arnir eru oftast háskólanemar
sem áður hafa gengist undir mjög
nákvæma læknisskoðun.
Það er vænlegra til árangurs að
nota nýtt sæði en frosið. Nýtt sæði
má þá ekki vera eldra en um
tveggja klukkustunda. Ef notað er
frosið sæði er því sprautaö í frosnu
ástandi inn í líkama konunnar
(hún finnur ekki fyrir kulda).
Áður en sæðisinngjöfin fer fram
þarf konan aö hafa fylgst með
tíöahring sínum og mælt sig til
þess aö finna út hvenær egglos
á sér stað. Venjulega er sæðinu
sprautað inn annan hvern dag, í
tvo til þrjá daga fyrir egglos, dag-
inn sem egglosið á sér stað og dag-
inn eftir. Sæöisinngjöfin fer fram
á læknisstofu og að meöaltali þarf
aö gera þrjár til sex tilraunir áöur
en getnaður tekst. Stundum þarf
að reyna oftar og stundum sjaldn-
ar. Spenna og tilfinningastreita
hefur því miöur oft neikvæð áhrif.
Hjónum er ekki ráðlagt að nota
þessa aöferð nema bæði séu inni-
lega fullviss um löngun sína til
þess að eignast barn með þessu
móti. Læknar ráðleggja hjónum
að hafa samfarir kvöldið eftir að
sæðisinngjöf hefur farið fram eins
og til þess að innsigla sameigin-
legan vilja sinn tilfinningabönd-
um.
Hér á landi hefur sæðisinngjöf
veriö framkvæmd um nokkurt
skeiö.
Um tuttugu þúsund börn, getin
með þessari aöferð, fæðast ár
hvert í Bandaríkjunum.
„Hjálparmæður"
Það er orðiö býsna algengt í
Bandaríkjunum að konur taki að
sér aö ganga með börn fyrir ófrjó-
ar konur. Algengast er að
„hjálparmóðirin” sé frjóvguð
með sæði eiginmannsins, gangi
með barniö og fæöi það en afsali
sér því frá fæöingu. Oftast þiggur
hún dágóð laun fyrir vikið og hjón-
in greiöa allan kostnað. Viökom-
andi aöilar undirrita samninga
um öll atriöi málsins til að tryggja
stööu sína, en lög og reglugerðir
ná óvíöa yfir þessi fyrirbæri. Það
hefur komið fyrir að konur hafa
neitað aö láta barniö af hendi eftir
aö þaö er fætt. Hjón í Kaliforníu
höfðu fengið konu til aö ganga
með barn sem eiginmaðurinn var
faðir að en hún neitaði að gefa það
frá sér. Hjónin lögsóttu konuna,
en féllu frá málsókn þegar ljóst
var að málið yröi hið fyrsta sinnar
Fyrsta ..glasabarn” sem fæddist í Bandaríkjunum,
ásamt foreldrum sínum.
Fyrsta glasabarn heimsins, Louise Brown, ásamt
foreldrum sínum og systur sem getin var með sömu
aðferð.
24 ViKan 33. tbl.