Vikan


Vikan - 18.08.1983, Qupperneq 27

Vikan - 18.08.1983, Qupperneq 27
Vín og vínmennt Hra j - ÁMm immBS ■'gt .v>n-w m W 1 ' éwV ■ • jL, t / ÆWf, W’ *-■ .Qs MMy ’ ■’flS . »•<>•«1 pR \ A, þessum stöðum eru vín sett und- ir sama hatt og brenndir drykkir, svo sem vodka og ákavíti. Þetta tel ég fráleitt. Það gæti kannski verið ástæðan fyrir því að íslenski herramaðurinn býður elskunni sinni upp á vínglas og réttir henni síðan tvöfaldan romm í kóki. Romm og rauðvín eru tvö ólík fyrirbæri sem eiga sáralítið rnnað sameiginlegt en að vera fljótandi og innihalda alkóhól. Neysla þessara drykkja hlýtur í flestum tilfellum að hafa gerólík- an tilgang. Sænska áfengisversl- unin, sem er reyndar stærsti vín- kaupandi heims, hefur ákveðið að setja á laggirnar sérstakar vín- búðir þar sem eingöngu skulu seld vín og fæðutegundir eins og ostar sem njóta sín í félagsskap vínsins. Þetta tel ég spor í rétta átt sem íslendingar og Norð- menn ættu einnig að stíga. Það sakar ekki heldur að kenna fólki að umgangast vín og meðhöndla þau. Úrval góðra vína er afar tak- markað í þessum þremur lönd- um, sem ég hef nú nefnt. Þó standa Svíar talsvert framar okk- ur hinum og bjóða vínáhuga- mönnum mun meira úrval en Norðmenn og íslendingar. Auk þess hafa Svíar gert meira af því að kynna almenningi hvaða eig- inleikar eru æskilegir í vxnum. Danir eru hins vegar sú þjóð Norðurlanda sem hefur mest úr- val góðra vína á boðstólum í landi sínu. Þar er hægt að fá keypt frægustu vín í heimi og oft er val um árganga. En vín í Dan- mörku eru frekar dýr og sjálfsagt orsakast það af því að vínkaup- mennirnir sjá sjálfir um inn- kaupin og verðleggja þau eftir ástæðum. En í ÁTVR er líklega fátækleg- asta úrval eðalvína sem um getur hjá nokkurri þjóð sem þó kallar sig siðmenntáða. Hér fæst ein- göngu ein víntegund sem kemst á blað í frægri flokkun Medoc- vína frá Bordeaux. Hér á ég við Chateau Talbot sem tilheyrir fjórða flokki þar. Fyrir nokkrum árum var ástandið heldur skárra og minnist ég tveggja vína sem náðu hárri franskri gæðaflokkun, en það voru Chateau Cos D’Estournel og Chateau Figeac. Ekki veit ég hver ástæðan var fyrir því að þessi ágætu vín hættu að fást, en af þeim er sannarlega sjónarsviptir. En það eru samt sem áður til ýmis áhugaverð vín í ÁTVR sem ástæða er til að gefa gaum. Þar er að finna sýnishorn af vínfram- leiðslu margra landa, en rjóm- ann vantar gersamlega. Það er undarleg stefna. Hospice de Beaune og Chateau Neuf du Pape, bæði rauðvín frá Búrgúnd, teljast til hátt skrifaðra vína. Af hvítvínum eru það Pouilly Fuissé og Chabl- is, einnig frá Búrgúnd, sem hæst ber. En þessi vín sem ég nefni hér eru jafnframt dýrustu vínin sem fást hérlendis og það er varla á færi okkar meðalmanna að njóta þeirra nema endrum og sinnum, enda eru þau vandmeð- farin ef kalla á fram bestu eigin- leika þeirra. En það eru einnig fáanleg í ÁTVR áhugaverð vín sem eru mun ódýrari og fylla jafnvel flokk ódýrustu vínanna. Þar er ástæða til að nefna t.d. Chevalier de France frá Bordeaux, Peri- quita frá Portugal, Geisweiler frá Búrgúnd, Trakía frá Búlgaríu og Montery frá Kaliforníu, sem öll em rauðvín. Úr hópi hvítvína tel ég ástæðu til að nefna Bernkastler Schloss- berg frá Móseldalnum, Hoch- eimer Daubhaus frá Rínardaln- um, Gewúrdstraminer og Hugel Riesling frá Alsace og Orvieto frá Ítalíu. En þegar njóta skal víns er rangt að láta heiti þess og verð ráða smekk sínum. Skynfæri okkar sjálfra og tilfínningar eru bestu dæmendurnir. Við eigum að horfa á vínið, njóta ilms, bragðs og síðast en ekki síst eftir- bragðs þess. Við verðum að bera jákvæðan hug til vínsins sem við ætlum að prófa. Við þurfum að þjálfa skynfæri okkar til að njóta þess sem er til staðar í víninu, kynnast því í kyrrð og ró og ræða saman um hvað okkur fínnst. Þetta á ekkert skylt við rauðvíns- þamb. Það er heimskulegt að ætla sér að verða sérfræðingur eða þurfa að vera sérfræðingur til að geta haft skoðun eða taka af- 33. tbl. Víkan 27
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.