Vikan


Vikan - 18.08.1983, Qupperneq 29

Vikan - 18.08.1983, Qupperneq 29
Vtn og vínmennt stöðu til vínsins. Það geta allir sem vilja og hafa áhuga. Að kalla saman góðan vinahóp og njóta saman góðs víns, eða ' hafa samanburðarsmakk, getur orðið hin ágætasta samverustund ef skapaðar em réttar aðstæður. Litlu serímóníurnar, sem óhjá- kvæmilega fylgja vínsmakki, geta orðið hvati að skemmtilegri stemmningu sem gefur samvem- stundinni ómetanlegt gildi. Ég hef oft á tíðum undrast það umburðarlyndi sem íslenskir neytendur sýna þegar Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins er ann- ars vegar. Það em fáar verslanir nú til dags sem ekki leggja áherslu á það að kúnninn geti skoðað þá vöm sem á boðstólum er. Upplýsingar um vömna em oftast auðfengnar, annaðhvort af merkingum, sem henni fýlgja eða frá sérfróðu afgreiðslufólki. Við þurfum ekki að líta lengra en í næstu matvöruverslun til að sjá dæmi um slíkt. Meðvitund ís- lendinga um gæði neysluvara hefur verið vakin undanfarin ár, t.d. með virkum neytendasam- tökum og auknu vömframboði, en áfengisútsölurnar virðast hafa orðið útundan hvað þetta varðar. Þó vil ég ekki kasta rýrð á af- greiðslumenn þessara verslana. Þeir em í langflestum tilfellum liprir og snarir í snúningum, en það er greinilegt að þeir hafa ekki fengið ítarlega fræðslu um þá vöm sem þeir afgreiða og þá á ég sérstaklega við léttu vínin. Það ætti að vera einfalt mál að ÁTVR gefi reglulega út verðlista með upplýsingum um þau vxn sem fást í verslununum. Verðlist- ar ÁTVR, sem reyndar em tor- fengnir, em líkari lagerlistum en upplýsingapésum. Þeir sem em áhugamenn um léttvín kannast sjálfsagt við hina dapurlegu útstillingarskápa sem em í verslunum ÁTVR. Þeir em troðfylltir af flöskum, að því marki að ekki er hægt að sjá hvaða upplýsingar em á miðum þeirra flaska sem innstar em og oft er stillt út flöskum sem em ekki lengur á boðstólum. Svíar em okkur framar á þessu sviði. í sænsku áfengisútsölunum em rúmgóðir glerskápar sem innihalda snyrtilegar raðir þeirra vína sem þær selja. Hver vínteg- und hefur númer svo að kúnninn þarf ekki að reyna að bera fram erfið, frönsk og þýsk vínheiti. Ég er næstum viss um að þeir em margir, íslensku kúnnarnir, sem veigra sér við að biðja um Puilly Fuissé, tali þeir ekki frönsku. I því tilfelli getur lítið númer komið að góðum notum auk þess sem það getur verið afgreiðslu- manninum til hagræðingar. í þessum sænsku verslunum liggja auk þess frammi pésar sem inni- halda upplýsingar um vínin og þar er tekið fram hvaðan vínin koma, hverjir helstu eiginleikar þeirra em og við hvaða fæðuteg- undir þau eiga best. Það mætti segja mér að þvílíkur pési yrði einnig vel þeginn af íslenskum vínáhugamönnum. 33. tbl. Vikan 29
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.