Vikan


Vikan - 18.08.1983, Side 30

Vikan - 18.08.1983, Side 30
Peningamaskínan P o c £ UM FERIL EINNAR fflSSSSS" he.ms Hljómsveitin Police gaf nýlega út fimmtu LP-plötu sína sem nefnist Synchronicity. Platan hef- ur fengiö mjög góöa dóma bæði vestan hafs og austan. Lag af henni, Every breath you take, hef- ur orðiö mjög vinsælt. Sagt er aö Sting hafi samiö það um fyrrver- andi konu sína, leikkonuna Frances Tomelty. Ferill hljóm- sveitarinnar hefur veriö mjög glæsilegur. Hún hefur átt 5 lög í 1. sæti breska vinsældalistans og er ein af örfáum hljómsveitum sem hefur náð því marki. Undanfarið hefur hljómsveitin einnig náö miklum vinsældum í Bandaríkjun- um og var sú fyrsta af þeim sem Bandaríkjamenn kalla nýjar hljómsveitir til að ná því. I kjölfar Police hafa síöan kom- ið hljómsveitir eins og Go Go’s, Stray Cats og ekki síst Men at Work. Men at Work minnir mjög á Police, en hinar hljómsveitirnar flytja rokk eða rokkabilli. Police ruddi sem sagt veginn fyrir nýja tegund tónlistar á Bandaríkja- markaði. Saga Police hefst árið 1978 þeg- ar hún gaf út stóru plötuna Out- landos d’Amour. Sú plata kostaöi mjög lítið í vinnslu og þegar upp var staðið hafði hún halað inn margar milljónir punda. Platan kom út í september 1978 og henni fylgdi smáskífan Roxanne. Hún vakti nokkra athygli, en stóra platan seldist lítið í fyrstu. Skömmu síöar ákvað hljómsveitin aö fara í hljómleikaferðalag um Bandaríkin, andstætt ráðum hljómplötufyrirtækisins sem þeir voru ráðnir hjá. Hljómleikaferðin gekk mjög vel og Rozanne varð vinsæl í Bandaríkjunum, komst inn á topp 30. Eftir þaö fór aö vakna áhugi í Bretlandi og Out- landos d’Amour var endurútgef- in. 1 ágúst 1979 komst lag af þeirri plötu, Can’t stand losing you, inn á eitt af fimm efstu sætum breska vinsældalistans. Um sama leyti var kvikmyndin Quadrophenia frumsýnd í London. Sting, söngvari Police, lék þar eitt af aðalhlutverkunum. Þetta stuöl- aði enn frekar að því að fólk veitti hljómsveitinni athygli og þegar smáskífan Message in á Bottle kom út um miðjan september ’79 fékk hún rífandi móttökur, fór beint í fyrsta sæti vinsældalistans. Stóra platan, Regatta de Blanc, fór sömu leið í byrjun október og á meöan hún var í fyrsta sæti var Outlandos d’Amour í 9. sæti. Police haföi fest sig í sessi sem stórhljómsveit. ÁFRAMHALDAIMDI SIGURGANGA 1 desember 1979 fór ný smá- skífa hljómsveitarinnar enn beint í fyrsta sætið. Þaö var Walking on the Moon. Regatta de Blanc sat sem fastast inni á topp fimm og hreyföi sig ekki þaðan fyrr en eftir áramótin, hafði setið þar í þrjá mánuði samfleytt. Rokksagan greinir frá fáum slíkum afrekum. Police kom fram meö frábært efni nákvæmlega á þeim tíma þegar þess þurfti. Hljómsveitin var sérstæð og féll ekki inn í neina flokkun. Það var vegna þessa og einnig vegna persónulegra vinsælda söngvar- ans að hljómsveitin náöi þessum árangri. Kvikmyndaleikur Stings og vinsældir hljómsveitarinnar héldust í hendur og studdu hvort annað. Á einu ári höfðu hljóm- sveitarmeðlimir risið úr því að vera nokkurn veginn óþekktir og til þess að vera þjóðhetjur í Bret- landi. Fyrri hluta ársins 1980 fór hljómsveitin í heimsreisu. Hún heimsótti hina ólíklegustu staði, spilaði fyrir 50 manns í Hong Kong, fyrir 3500 manns í Indlandi þar sem engin rokkhljómsveit hafði komið áöur og fór svo til Aþenu og hélt þar fyrsta konsert- inn sem haldinn hafði verið síöan Rolling Stones voru þar 1967. I september 1980 komu litla platan Don’t stand so close to me og LP-platan Zenyatta Mondatta út. Þær fóru báðar beint í fyrsta sæti í Bretlandi og inn á topp tíu í Bandaríkjunum sem hingað til hafði ekki verið stór markaður fyrir Police. Á eftir fylgdi hljóm- leikaferðalag til allra heims- horna, Norður- og Suður-Ameríku, Ástralíu, Japan, Nýja-Sjálands og Evrópu. Á árinu 1981 tók hljóm- sveitin það rólega framan af, fór í frí aö mestu, en tók svo til viö aö hljóörita fjórðu LP-plötuna, Ghost in the Maschine. Það brást ekki, hún fór beint í 1. sætið í október ’81 og á eftir kom smáskífan Every little thing she does, sem fór sömu leið. Síðan hefur hljómsveitin tek- iö sér hvíld þar til nú aö Synchronicity kemur út og nær sömu vinsældum og allar hinar plöturnar. PENINGAMASKÍNA Eins og ljóst má vera er hljóm- sveitin Police einhver allra örugg- asta peningamaskína sem hljóm- plötuiðnaðurinn hefur nokkurn tímann fengiö upp í hendurnar. Frá sjónarmiði iðnaðarins er þetta frábær hljómsveit. Hljóm- sveitin er ein af fáum eftir 1977 sem tekist hefur að halda stöðugri sölu um allan heim ár eftir ár. Spurningin er hins vegar hvers vegna? Svarið liggur ekki í augum uppi því hljómsveitin er hvorki sérlega frumleg né sérstaklega glæsileg. Sting er að vísu mikil stjarna og kvikmyndirnar sem hann hefur leikið í hafa hjálpað hljómsveitinni mikið. Tónlist hljómsveitarinnar var í fyrstu hvítt reggae, popp-reggae flutt á mjög aðgengilegan hátt. Síðar breyttist það og nú er tónlist- in nærri eingöngu popp/rokktón- list, en heldur sem fyrr aögengi- leika sínum. Svarið við því hvers vegna hljómsveitin hefur haldið vinsældum sínum í sviptingum undangenginna ára felst líklega í því hve óháð hún hefur verið þess- um tískubylgjum og því hve auð- veldlega hún hefur getað sent frá sér straum af aðgengilegum popp- lögum. Að þessu leyti líkist Police ABBA. í júlí fór hljómsveitin í hljóm- leikaferðalag til að fylgja nýju plötunni eftir. Það ferðalag stendur fram í september og síöar er áætluð önnur ferð. Sam- hliða hljómleikaferðalaginu mun Sting leika í nýrri kvikmynd sem gerö er eftir hinni frægu vísinda- skáldsögu Frank Herberts, Dune. Stewart Copeland gítarleikari mun semja tónlist við nýja kvik- mynd Coppola, Rumblefish. Andy Summers gefur út bók með ljós- myndum eftir sjálfan sig. Reiknað er með að nýja platan seljist í allt að þremur milljónum eintaka og að eldri plötur hljómsveitarinnar muni taka við sér í sölu, en þær seljast mjög stöðugt, í 46000— 60000 eintökum á mánuöi. Búast má við að velgengni Police iialdi áfram, hún hefur fundiö pottþétta formúlu og ætti að geta haldið dampi í tvö—þrjú ár í viöbót. Og látum við þá lokið að segja frá Police að sinni. 30 Vikati 33. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.