Vikan


Vikan - 18.08.1983, Síða 43

Vikan - 18.08.1983, Síða 43
of stór. Tvö tár sluppu áöur en hún þurrkaði þau hranalega meö handarbakinu á hvítum hanska. Og ég leyföi tárunum að streyma, flóa, hrynja. Ég vor- kenndi þeim öllum. Eitt andartak langaöi mig að hrópa: „0, faröu aftur til Adelaide og telpnanna — þetta er of hræðilegt til aö afbera þaö!” Þess í staö sagði ég: „Bless, telpur,” og kyssti þær aftur í flýti og Charlie gekk með þeim aö flug- vélinni til að vera viss um að þær kæmust öruggar um borð. Það sem eftir lifði dags var eins og óbrúuö gjá. Það var of stórt, of djúpt, of breitt op í lífi okkar til að við kæmumst yfir. Við vorum hljóö á heimleiðinni, kvöldverður- inn var bragðlaus og við horfðum sljó á sjónvarpið. Við elskuðumst ekki það kvöld. Þaö heföu verið helgispjöll. Við fórum snemma að hátta. Charlie sneri sér í aðra áttina og ég í hina. Ég lá lengi vakandi, velti fyrir mér hvort þessi brestur merkti aö samlífi okkar væri lokið. Mér leið verr en mér hafði nokkru sinni liðið á ævinni. En loks kom svefninn og einhvern veginn fór það þannig að við Charlie vöknuðum næsta dag sömu megin við þessa ofboðslegu, einmanalegu gjá. Við hurfum hvort í annars faðm. Síðar borðuðum við morgunverö og ýmislegt gerðist, vinir hringdu, dagar liðu og líf okkar var aftur komið í eðlilegan farveg. Einn hressilegan dag þetta haust var ég í dásamlegu skapi. Það var október og telpurnar farnar fyrir rúmum mánuði. Ég fann enn fyrir frelsi þessara fáu fyrstu ára, eins og alltaf þegar dætur Charlies voru farnar og húsið mitt, líf mitt, tími minn og maðurinn minn urðu aftur algjör- leg mín eign. Ég var byrjuð að vinna að MA-prófi þessa önn og hafði fengið vinnu sem aðstoðar- kennari. Ég komst að því að ég hafði gaman af að kenna og það var líkt og þykkur, traustur klumpur af lífi hefði fallið í sitt far hjá mér, eins og ég hefði fundið bút sem vantaði í myndþraut. Nú vissi ég hver ég var og hvað ég vildi gera. Ég vildi kenna ensku. Og mér var greitt fyrir að gera það. Það var undursamlegt. Lífið virtist vera ein heild. Ég gekk frá háskólanum heim til mín þennan dag, valhoppaði næstum af venjulegri hversdags- gleöi. Allt var í lagi. Fyrr þennan dag hafði ég póstlagt tvö risastór, fyndin allrasálnamessukort til Caroline og og Cathy. Ég var örlát í hamingju minni, ég vildi að telpur Charlies væru líka hamingjusamar. Þegar ég kom heim rétti Charlie mér einhver blöð. „Pósturinn í dag,” sagði hann. Rödd hans var þungbúin. Fyrsta blaðið var afrit af bréfi frá Adelaide Campbell til lögfræð- ings hennar, Jonathans Pease. Adelaide vildi fara í mál við fyrr- verandi eiginmann sinn, Charles Campbell, og fá meðlagiö hækkaö. Hún vildi láta tvöfalda þaö. Hún sagði að hún kærði sig ekki um fé fyrir sjálfa sig en að sér fyndist ekki sanngjarnt að börn hennar fengju ekki sitt þegar faöir þeirra og nýja konan hans ættu tvö heim- ili, annað í borginni, hitt í sveit- inni. Tvo hesta. Tvo bíla. Og dætur hennar tilkynntu að hin nýja eigin- kona hr. Campbells ætti að minnsta kosti þrjátíu dýra kjóla, ferðatöskusett úr leðri og skart- gripi úr demöntum. Því ætti hún að eiga svona margt og dætur hans svona lítið? Það var satt að hann hafði sent stúlkurnar heim í sumar með ný föt. Það var ekki sanngjarnt að hr. Campbell reyndi að gera telpurn- ar uppveðraðar með nýjum fötum og leikföngum. Ef til vill hélt hann að hann gæti keypt ást þeirra á sama hátt, en hún fullvissaði hann um að það gæti hann ekki. Hún vildi draga hann fyrir dómstól- ana. Næst var bréf frá lögfræðingi Charlies. Það var formlegt, lög- fræðilegt bréf sem fræddi Charlie á því hvenær hann ætti aö mæta fyrir rétti. Neöst á bréfið hafði hann krotað með penna: „Fyrir- gefðu. Við Jonathan reyndum báð- ir að fá hana til aö semja utan réttarsalar en hún vill það ekki. Hún er öskureið.” „Charlie!” stundi ég þegar ég lauk við að lesa bréfið. „Þetta er hræðilegt! Þetta er óréttlátt! Þetta eru mín föt, sem foreldrar mínir keyptu handa mér í fyrra. Þetta eru gömul föt! Og þetta er minn bíll, sem foreldrar mínir gáfu mér þegar ég útskrifaðist úr gagnfræðaskóla! Ég hef ekki keypt mér neitt nýtt annað en nær- föt og skó síðan við giftum okkur. Og ég á annan hestinn. Og ég á ferðatöskurnar. Og skartgripirnir með demöntunum eru eftirlíking- ar!” „Ég segi þeim það í réttinum,” sagði Charlie. Svo léttist heldur yfirbragöið: „Ég held ekki aö það þurfi að hafa neinar áhyggjur af þessu, Zelda. Ég borga í mennta- skólasjóð handa Caroline og Cathy og greiði alla lækna- og tannlæknareikninga þeirra og stór hluti af launum mínum fer mánaöarlega til þeirra í meðlag. Ég sé í rauninni ekki hvernig þær geta kreist meiri peninga úr mér. Við rétt komumst af núna. Ef þeim eru úrskurðaðar hærri greiðslur verð ég að selja býlið.” Við þessa drungalegu tilhugs- un þögnuðum við bæði og störðum á hendur okkar. Ég barðist við grátinn. Ég vissi að Charlie hafði lítið að gera við ábót af leikrænni eymd og volæði á þessari stundu lífs síns. En — selja býlið! Hann hefði allt eins getað sagt: „Við skerum bara burt hluta af lífi okkar, skerum líka af okkur fæt- urna og bita af hjartanu.” Það myndi hreint ekki færa okkur mikiö í aðra hönd ef viö seldum það. En það var okkur allt. Það gerði mig reiða að hugsa til þess að þessi kona, sem ég hafði aldrei hitt, hefði rétt til að brjótast inn í líf mitt og hóta að taka frá mér það sem ég elskaði. Mér fannst ég varnarlaus. Og ég vissi að Charlie fannst hann Iika varnarlaus þótt hann sýndist rólegur. Hann mætti í réttinn sautjánda janúar, á köldum mánudegi í Kan- sas. Hann ók til Wichita en ég eyddi deginum við að æpa hljóðlaust í Kansas City. Mér leið eins og bónda hlýtur að líöa þegar hann stendur úti í algjöru logni, horfir upp í ólgandi grænan himin á svartan, snúinn hvirfilbyl sem nálgast, veltir fyrir sér hvaö þessi hvirfilbylur muni valda mikilli eyðileggingu í lífi hans, veltir fyrir sér hve mikið af lífi hans og heimili bylurinn muni mölva og þeyta burt. Klukkustundirnar liöu svo hægt að mér leið eins og ég gæti ekki andaö. Klukkan sex hitaöi ég kjötkássu. Svo fór ég í innislopp og beið eftir 33. tbl. Víkan 43

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.