Vikan


Vikan - 18.08.1983, Side 47

Vikan - 18.08.1983, Side 47
 vetur, eftir aö fyrsti ákafinn var slokknaður og ég áttaöi mig á að ég réö auðveldlega viö verkefnin, leit ég í kringum mig í deildinni og tók eftir aö allir prófessorarnir, hver einn og einasti, voru karl- kyns. Og það voru ekki nema tvær aðrar konur sem voru aö hefja magistersnám. Önnur hét Sylvia. Hún var horuð, ófríð og einbeitt, veslings stúlkan. Hún klæddist aldrei öðrum fötum en gráum, brúnum eða svörtum. Hún var óvingjarnleg og í harðri sam- keppni. Ef ég á að vera sanngjörn held ég að hún hafi verið ákaflega fátæk og þetta hafi verið eina undankomuleið hennar. Linda, hin stúdínan, var algjört undrabarn og hún var glæsileg á áberandi, bústinn hátt. En hún átti ekki heima í magistersnámi. Hún gaf skít í námið. Ekkert var alvar- legt hjá henni. Hún átti peninga og stóran demantshring frá lögfræði- nema og hún var bara að drepa tímann þangað til unnusti hennar lyki námi og þau gætu haldið mikiö og dýrt brúðkaup. Ég hefði hvorki viljað vera Sylvia eða Linda, og það var málið. Sumir karlkyns magisters- nemanna nítján voru kvæntir, aörir voru það ekki og höföu gaman af að daðra. Sumir voru gáfaðir, aðrir voru heimskir, en þeir voru allir lagðir upp á braut sem þeir höfðu séö aðra karlmenn hlaupa eftir áður. Ég var meþódisti frá Kansas og þegar komin nægilega úr leið meö því að giftast fráskildum manni, fimm- tán árum eldri en ég var, og að fara að heiman. Ég vissi hvað ég vildi gera en ég var svolítið hrædd um að himinninn myndi hrynja niður. Besta vinkona mín úr menntaskóla hafði hætt magistersnámi til að geta unniö heima við vélritun og létt undir við kostnaðinn af læknisnámi manns- ins síns. Móðir mín stýrði núna rannsóknum við sjúkrahús með góðum árangri en hún hafði ekki byrjað að vinna fyrr en öll börnin hennar voru komin í gagnfræða- skóla eða menntaskóla. Báðar ömmur mínar höfðu gengið í menntaskóla en báðar höfðu gift sig og eignast börn og unnið heimilisstörf alla sína ævi og ekki haft annað við að vera utan heimilisins en kirkjuferðir og fundi í leshringum. Á þessu stigi lífs míns virtist allt ganga þvert á metnað minn. Móðir mín, ömmurnar, vinir mínir, allir ýttu mér aö gamla, kunnuglega kvenhlutverkinu og þó að ég hitti þau sjaldan eftir að við Charlie giftumst bergmáluðu orö þeirra og verðmætamat á eftir mér. Enskudeildin í þessum stóra, fágaöa, fallega bæ kom heldur ekki að miklu liði. Prófessorarnir sem ekki höfðu augljósa óbeit á kvenkyns nemendum hvöttu þá áreiðanlega ekki til dáða. Og með Lindu annars vegar og Sylviu hins vegar var mér farið að finnast ég svolítið undarleg. Ein. Og á alþjóðaráðstefnunni var það sama sagan, bara á stærra, glæsilegra sviði. Þegar við Charlie fórum frá New Hampshire fórum við til Massachusetts að heimsækja Caroline og Cathy á heimleiðinni. Það virtist vera góð hugmynd. Mig grunaði líka að Charlie vildi gá aö Adelaide, hvemig hún liti út og hegöaði sér. Eftir réttarhöldin í janúar varð skyndilega logn. Engin fleiri reiðileg símtöl eða bréf. Ekki annaö en innleystar meðlagsávísanir. I febrúar hafði Charlie skrifað Adelaide til að út- HAGKVÆMNI ERU ENGIN TAKMÖRK SETT Tryus iR Viö færum yöiir bílinn á flugvöllinn á: Akureyri Reykjavík Vopnafirði Akureyri: Tryggvabraut 14 Simar: 21715 - 23515 Reykjavík: Skeifan9 Símar: 31615 - 86915 BÍLALEIGA interRent AKUREYRAR Citroen G S A Pallas 65 hestöfl, framdrifinn, með frábæra aksturseiginleika innanbæjar sem utan: Vökvafjöðrunin gerir utslagið. Á undanförnum árum hefur Citroén GSA Pallas unniö hug og hjörtu þúsunda íslenskra ökumanna meö frábærum aksturseiginleikum. Ekki minnkar hrifningin þegar kemur að bensínkaupum, því GSA eyðir aöeins 7,91 að meðaltali. Verið velkomin í reynsluakstur. Við tökum uppí vel með farna, nýlega Citroén bíla. Við lánum 25% af kaupverði til 8 mánaða. Verð kr. 298.500.- Innifalið: Hlífðarpanna undir vél, skráning og ryðvörn. G/obus? LÁGMÚLI5, SÍMI81555 33. tbl. Vikan 47

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.