Vikan


Vikan - 18.08.1983, Síða 48

Vikan - 18.08.1983, Síða 48
skýra aö hann færi á ráöstefnu á austurströndinni. Hann lagði til aö viö myndum sækja telpurnar á föstudagskvöldi, fara út aö boröa og láta þær gista hjá okkur eina nótt. Viö myndum skila þeim tímanlega í kvöldmatinn á laugar- deginum. Adelaide hafði einfald- legasvaraö: „Alltílagi.” Síödegis á föstudegi ókum við aftur á flugvöllinn í Boston í límúsínu hótelsins. Charlie sat við hliöina á mér og skrifaði hjá sér minnisatriði. Ég horföi út um gluggann, naut landslagsins sem fór hjá, fjallanna og boginna Enn eitt Hagkaupsveröið! Nýi,hreini appelsínusafinn kostaraðeins 29.95kr.pr. lítra! Blanda er framleidd af Mjólkursamlagi S.A.H.á Blönduósi, úr C-vítamínríku appelsinuþykkni frá Brasilíu blönduöu meö íslensku lindarvatni. Engum sykri eöa aukaefnum er bætt í safann. Þeir sem fylgjast meö verölagi vita hvarer hagkvæmast aöversla! 1 opiö íSkeffunni til kl.2l í kvöld HAGKAUP veganna. Ég var döpur, ég var ekki viss um af hverju. Ef til vill vegna þess að bæði líf sem móðir var töfrandi. Þaö voru tré allt í kring og falleg hús og ég gat séö að Charlie var ánægður. Stjúpan og líf sem háskólaborgari virtist mér jafnóaögengilegt. í Boston leigðum við lítinn bíl til að aka til Hadley. Adelaide og dætur hennar bjuggu í stóru, fallegu gömlu nýlenduhúsi. Þaö „Ég ætla að fara og sækja telpurnar,” sagði Charlie þegar við ókum upp að húsinu. „Ágætt,” svaraði ég. Ég leit í bílspegilinn, greiddi mér og bar á mig varalit. Mig langaði ekkert til að fara með Charlie þó að ég væri forvitin um Adelaide. Af gamalli ljósmynd, sem ég hafði séö, vissi ég að hún var lag- leg og auðvitað velti ég því ævin- lega fyrir mér hvort hún væri fallegri en ég. Það var eitt vanda- máliö við stjúpustand — börnin eru alltaf til staðar til að minna á að eiginmaðurinn elskaði ein- hverja aðra fyrst — að hann lagði handleggina utan um hana og þrýsti henni að sér — að hann skapaði henni heimili, keypti handa henni föt og sér í lagi að hann deildi með henni rúmi. Þegar ég giftist Charlie gat ég fyrst ekki afborið að hugsa um hann með Adelaide en stundum gat ég ekki varist að hugsa um það. Ég vildi eiga hann allan — fortíð hans, nútíð og framtíö. Þegar tímar liðu, varð ég minna afbrýðisöm við fortíð hans, ég gleymdi lífi hans meö henni rétt eins og ég gleymdi öllum gömlum, ósigrandi sorgum. En þegar telpurnar komu í heimsókn heföu þær allt eins vel getað haft með- ferðis þrjátíu feta langan, rauðan og gylltan borða og vafið honum um veggi heimilis okkar: Charlie elskaöi og svaf hjá annarri konu á undan mér. Þá sat ég og beið í litla leigða bílnum okkar, beið eirðarlaus. Charlie var farinn inn í húsið, inn til fyrri konu sinnar og barnanna þeirra tveggja. Hvað voru þau að gera? Brostu þau hvort til annars? Voru þau að kyssast? Ég ætlaði aldrei að kyssa hann aftur, aldrei nokkru sinni, ef hann kyssti hana. Hann var svo lengi þarna inni, svo lengi að sólin virtist setjast og koma upp aftur og setj- ast og koma upp aftur. Mér fannst mér vera ofaukið. Þau voru inni í hlýju húsinu og ég var ein í bílnum og kalt marskvöldið var að skella á. Enn kom hann ekki. Enginn kom. Ég fylltist skelfingu. Hvað hafði komið fyrir? Hafði hún hleypt af byssu og skotiö hann um leið og hann gekk inn úr dyrun- um? Hafði það aö hitta hana aftur — hún var aftur oröin ljóshærð — heillað hann svo mikið að hann hafði skálmað yfir herbergið og gripið hana í fangið og borið hana upp tröppurnar, í rúmið? Héldu telpurnar dauðahaldi í húsgögnin og grátbáðu um að þurfa ekki að fara með okkur? Framhald í næsta blaði. 48 Víkan 33. tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.