Vikan


Vikan - 18.08.1983, Side 50

Vikan - 18.08.1983, Side 50
Eldhús Vikunnar Umsjón: Jón Ásgeir Dúkkah 4 matskeiðar sesame-fræ 2 matskeiðar kóríander 1 matskeið kúmen 1 matskeiö óreganó 1 matskeið mynta 1 teskeiö gróft salt 1/2 teskeið cayenne-pipar smáræði af kanel Blandið efstu fimm kryddtegundunum saman. Bragðbætið með salti, cayenne- pipar og kanel. Þessa kryddblöndu má geyma vikum saman í lokuðu íláti. Henni má sáldra yfir salöt eða jógúrt, eða bara dýfa nýju brauði í kryddið. Tabbúleh er dæmigert arabískt salat. í það ætti að nota hráefnið búrgúhl sem eru soðin og þurrkuð heilhveitifræ. í stað þess má nota hveitiklíð. Tabbúlehsalat (Tekur 30 minútur að matreiða) Fyrir fjóra: 150 grömm búrgúhl (eða gróft hveitiklíð í staöinn) 200 grömm schalotte-laukar 300 grömm þroskaöir tómatar 1 búnt fersk mynta (eða samsvarandi úr krukku) 1 búnt steinselja salt safinn úr 2 sítrónum 1/8 lítri ólífuolía nýmalaður svartur pipar nokkur salatblöð nokkrar svartar ólífur Mýkið búrgúhl eða hveitiklíð í köldu vatni í 20 mínútur. Hellið yfir í fínt riðið sigti og látið vatnið renna af. Fínsaxið lauka, tómata, myntu og stein- selju og blandið saman við hveitiklíðið. Saltið lítils háttar. Hellið sítrónusafa og olíu yfir allt saman og blandið varlega saman við með gaffli. Sáldrið nýmöluðum pipar yfír blönduna og hellið henni svo yfír salatblöðin sem komið hefur verið fyrir í hæfilegu íláti. Skreytið með ólífum. IS Fyrir mörgum öldum bjó í araba- löndum einkar vitur og orðhagur maður. Þessi mikli hugsuður hét Múhameð al Bagdadí og hlotnaðist kalífanum af Bagdad sá mikli heiður að hafa hann fyrir hirðskáld. Enn þann dag í dag minnast menn þessa mikla heimspekings með þakklæti í huga. Hann er nefnilega höfundur þeirrar kenningar að allt nautnalíf mannsins deilist í sex þætti: fæðu- neyslu, drykkju, klæðaburð, ástarlíf, ilman og tónlist. Þessi vitringur sagði auðvitað að mesta nautnin fylgdi því að borða góðan mat. Þessi spaklega afstaða til matar- neyslu á sér marga arabíska fylgis- menn. Það má til dæmis ráða af þeirri staðreynd að hvergi er úrvalið meira og fjölskrúðugra en í for- réttum hjá aröbum. Mönnum kemur síður en svo á óvart þótt borðin svigni undir mörgum tugum gómsætra smárétta (sem nefnast matsa) þegar arabi býður til veislu: þetta eru ævintýralegir réttir — til dæmis kryddaðar kjöt- eða hrísgrjónabollur, smásalöt eða mauk, fyllt eða súrsað grænmeti, ídýfur og sósur, hnetur og ólífur. Þessi smáréttir eru ekki einungis bornir fram í veislum, heidur við hvers konar tækifæri. Bragðkeim- urinn af þeim er yfirleitt sérkenni- legur. Við matargerðina er kryddað með sterkum rauðum pipar (chili), hvítlauk, papriku, kanel, karde- mommum, negul, engifer, kóríander, ferskri myntu og dilli og rósavatni. Efnið í matsa-rétti fæst í betri matvörubúðum og búðum sem versla með suðrænar eða austrænar matvörur. í apótekum fæst rósavatn (Aqua Rosae). V. 50 Vikan 33. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.