Vikan


Vikan - 01.03.1984, Blaðsíða 18

Vikan - 01.03.1984, Blaðsíða 18
II Smásaga Greifínn og prinsessan ^ mecDU cdc JOSEPH EPSTEIN Greifinn hafði alltaf lifað í æskuminningum pólskrar fortíðar sinnar eða í einhverri draumaframtíð þegar hann yrði vel þekktur rithöfundur. Síðan kynntist hann Sheilu Skolnik — flóttamanni eins og hann var sjálfur, frá sama þjáða heimalandinu. Og allt í einu elskaði greifinn nútíðina afskaplega heitt. Peter Kinski greifi hafði auðvit- að fellt niöur nafnbót sína þegar hann fluttist til Bandaríkjanna tvítugur að aldri. En honum hafði aldrei alveg tekist að losna við meðvitundina um það að hann væri hefðarmaður; og nú, þegar dvöl hans í Ameríku var orðin lengri en þrír áratugir og hann orðinn amerískur ríkisborgari, hélt hann áfram aö líta á sig sem ferðamann. Kinski greifi vildi telja sig til- heyra þessum höfðingjalegu at- hugendumí Ameríku: Tocqueville og Bryce lávaröi. En ólíkt bæði Tocqueville og Bryce lávarði. höföu kringumstæður kastað Kinski greifa inn í almenningslífiö — í Chicago, af öllum stöðum — hann ferðaðist með strætis- vögnum og neðanjarðarlestum, verslaði og eldaði matinn sinn sjálfur, greiddi reikninga og vann sér inn peninga fyrir þeim með því að kenna stjórnmálafræði í menntaskóla. I annars fátæklegu umhverfi klæddist hann fötum sniðnum að breskum hætti, hélt á göngustaf og las Proust. Hann leigði sér litla íbúð í heldur illa hirtu hverfi og eignaöist smátt og smátt húsgögn, keypti margar bækur, nokkrar góöar gólf- ábreiður. Einu ummerki fyrra lífs hans sem hefðarmanns voru fjór- ar nærskyrtur sem báru innsiglis- mynd Kinski fjölskyldunnar; þær geymdi hann í neðstu skúffu í mahónískáp sem hann haföi keypt af hjálpræðishernum. Hann lifði innan um bækurnar sínar og reykjarpípurnar, tók strætisvagninn til menntaskólans þrisvar í viku, eldaði matinn sinn — sem hann keypti í Kuln’s, frægri þýskri matvöruverslun í hverfinu — og einhvern veginn komst hann á fimmtugsaldur. Hann haföi þyngst mikið og misst mikið af hárinu. Hann las, fór á sinfóníuhljómleika í miðbæ Chicago, fór einstaka sinnum í bíó, haföi hvorki sjónvarp né lærði aðkeyra bíl. Með því að fara vel meö launin sín — hann kenndi flest sumur; hvað annað hafði hann að gera? — hafði hann ráð á að fara í sumarfrí til Evrópu einu sinni á hverjum fjórum eða fimm árum, þar sem hann gat talaö frönskuna og þýskuna sem höfðu aldrei yfir- gefið hann. Á sinn hátt elskaði Kinski greifi Ameríku. Hann yrði landinu alltaf þakklátur fyrir að veita honum skjól eftir örðugleikana á síðasta ári hans í Evrópu. En þó hann væri þakklátur var sitthvað sem hann gat aldrei sætt sig við. Sér- staklega gat hann ekki lagað sig að hve kumpánlegir Ameríkan- arnir voru, ekki einu sinni eftir öll þessi ár. Til dæmis þjónustustúlk- urnar sem settu tebolla fyrir framan hann og spurðu síðan: „Nokkuð fleira, elskan?” Eða ein- staka nemandi sem kallaði hann „mann”, eins og: „Viltu fá þetta prófblað vélritað, maður?” Maðurinn sem hann deildi skrif- stofunni í skólanum með virtist sérhæfa sig í slíkri framkomu. „Gaman að sjá þig, Pete,” hafði hann sagt. Greifinn hélt áfram að kalla hann prófessor Ginsberg og þaö var ekki fyrr en þrem árum seinna að hann gat fengiö sig til að kalla hann skírnafnafni, Barney. A meðan hafði Barney Ginsberg tekiö upp á því að kalla greifann „beibí”. „Hvernig hefurðu það, beibí?” sagði hann þegar Kinski greifi kom á skrifstofuna á morgn- ana. Ginsberg var greifanum ráðgáta. Hann var maður á svipuöum aldri og greifinn; reyndar var hann fimmtíu og eins árs, ári eldri. Samt virtist hann klæða sig eins og stráklingur. Hann kenndi í bláum gallabuxum; átti margs konar hatta. Hann hafði langa gráa barta og lafandi yfirvaraskegg eins og kósakki. Hann virtist helst klæðast fötum til að skarta búningum, dular- gervum. Hann var lærður félags- fræðingur en námskeiö hans báru nöfn sem gætu tilheyrt blaða- greinum: Svertingjar og gyðing- ar, Gyðingaofsóknir og úthverfin, Kynlíf og millistéttarfólkið. Nemendur kölluðu hann skírnarnafni. Einu sinni þegar greifinn var á skrifstofunni kom ung stúlka að hitta Ginsberg. Hún var með tár í augunum og þegar greifinn yfirgaf herbergið heyröi hann stúlkuna segja að hún væri ófrísk og spyrja hvað hann hygðist geraímálinu. Barney Ginsberg var vel liðinn kennari. Kinski greifi vissi að sjálfur var hann ekki í uppáhaldi. Stundum voru ekki nema sjö eöa níu nemendur á námskeiðum hans. Hann kenndi á þann eina hátt sem hann kunni — frá fyrir- lestraborðinu. Hann hélt fyrir- lestra í allar fimmtíu mínúturnar: um Locke, Rousseau, Monte- squieu, Marx og sinn heittelskaða Tocqueville. Stundum lokaði hann augunum og ímyndaði sér að hann væri að halda þessa fyrirlestra í Oxford eða Sorbonne. Svo opnaöi hann augun til aö sjá að nokkrir af nemendum hans höfðu lokað sínum augum til að láta sig dreyma um fjarlæga staði, áreiðanlega fjarri öllu námi. Hann hafði orð á sér fyrir aö vera strangur kennari. Hann fyllti spássíur blaöa nemenda sinna, spurði út í ófullkomnar hug- myndir þeirra, leiðrétti málfar þeirra. Þeir hljóta að hafa haldið hann dálítið sturlaðan. Nemendur hans voru sjálfir furðufólk. Flestir þeirra unnu úti og voru ekki í fullu námi. Kinski greifi hvatti auðvitað ekki til náins sambands milli þeirra og hans sjálfs; hann kallaði þau alltaf ungfrú eða herra; þau kölluðu hann prófessor. I gegnum árin hafði hann haft nokkra góða nem- endur — japanskan pilt sem hét Bob Anoba, sænska stúlku sem hét Karen Lingren — en hann, greif- inn, hafði misst sambandið við þau. Átti frú Sheila Skolnik eftir að verða einn af eftirminnilegum' nemendum hans? Það var erfitt að segja, þó virtist það ólíklegt. Þetta var annað námskeiðið sem hún hafði tekið hjá honum. Um haustiö haföi hún skilaö ljómandi góðri ritgerð fyrir námskeiö hans í stjórnmálafræði. Ekki svo vel samin, þú skilur, en vel byggð upp, snyrtilega vélrituð, góð mál- fræöilega séð. Á þessum tímum voru slík smáatriði vel séö. Hún haföi mælt sér mót við hann til aö ræöa um ritgerö sína fyrir námskeiðið á þessu ári í megin- landsstjórnmálum. Hún haföi sagt honum að hún vildi skrifa um Tocqueville og þjóðfélagsskipun Frakka fyrir stjórnarbyltinguna. Þetta var síödegis. Hún hafði átt að mæta fyrir tuttugu mínútum. Greifinn hafði gefist upp á að bíða eftir henni og var að taka til skjalatöskuna sína. I hinum enda skrifstofunnar sat Barney Gins- berg með fætur uppi á borði og las njósnarasögu í geigvænlegri bókarkápu. Það var barið á dyr. „Kom inn,” sagði greifinn. „Fyrirgefðu hvaö ég kem seint,” sagði frú Skolnik. Gyðinga- kona á þrítugsaldri. Hún var há- vaxin, var með þykkt, dökkt hár en blá augu, var grönn en barm- mikil. Ginsberg lét fætur sína falla af borðinu þegar hún kom inn, lagði frá sér njósnarasöguna og starði. „Mér þykir þetta mjög leitt, prófessor Kinski,” sagði hún. „Er ennþá tími fyrir fund okkar? ” „Eg er hræddur um ekki,” sagði greifinn. „Strætisvagninn minn fer eftir tíu mínútur. Við getum kannski hist á föstudaginn.” „Get ég keyrt þig heim, prófess- or? Við getum kannski rætt um ritgerðina mína á leiðinni.” „Jæja þá, frú Skolnik,” sagði greifinn og fannst þetta vera dálítið ólíkt sjálfum sér. „Ibúöin mín er í Pratt Avenue, nálægt tjörninni. Ertu viss um að þetta sé ekki of mikið ómak? ’ ’ Hún sagði að þaö væri það alls ekki. Meðan greifinn hélt hurðinni opinni fyrir nemanda sinn kvaddi hann prófessor Ginsberg. „Sjáumst, Pete,” sagði Gins- 18 Vikan 9* tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.