Vikan


Vikan - 01.03.1984, Blaðsíða 28

Vikan - 01.03.1984, Blaðsíða 28
Það er ekki á hverjum degi að hérna í Reykjavík er opnaður staður sem hefur þýska knæpu- menningu að fyrirmynd. Einn slíkur leit dagsins Ijós á þessum vetri — Gaukur á Stöng heitir hann og er alveg í hjarta borgarinnar. Einn eigenda — Svein Úlfarsson rekstrarhagfræðing — heim- sóttum við til að fá nánari upplýsingar um tilurð og framtíð þýska staðarins með alíslenska nafnið. KYNNTUMST ÞESSARI Mi komumht „Þetta nafn — Gaukur á Stöng — kom tiltölulega fljótlega upp þegar umræður um staðinn hóf- ust. Þjóðlegt nafn og ágætt mót- vægi við til dæmis amerískar eftirlíkingar. Gaukur þessi Trand- ilsson var landnámsmaður og ort- ar hafa verið um hann margar vís- ur. Hann var með afbrigðum kvensamur og drepinn í lokin fyrir að spjalla konu á næsta bæ. Það var byrjað að vinna við Gaukinn í janúar ’83 og opnað 19. október það sama ár. Eigendur eru tíu — fimm gamlir vinir frá menntaskólaárunum og eigin- konur þeirra. Fjármögnun var mikið og stórt atriði því ekki voru allir með neina oftrú á hugmynd- inni í byrjun. Bankar vildu ekki vera með, þótti þetta nokkuð lang- sótt. Og við gerðum alla hngs- anlega útreikninga og vorum eiginlega hættir við aftur. Enginn okkar hafði komið nálægt veit- ingahúsarekstri áður svo við vorum græningjar á því sviði en hins vegar vorum við allir við nám erlendis og kynntumst þessari menningu þar, þrír í Þýskalandi, einn í Danmörku og einn í Kan- ada. Og þegar heim kom fannst okkur vanta eitthvað — vorum hreinlega hættir að hittast. Að leysa lífsgátuna Upphaflega átti þetta að vera tilraun til að koma á fót samblandi af skemmti- og veitingastað þar sem ekki þarf að hvísla yfir borðið og ekki æpa heldur. Staður þar sem hægt er að hitta kunningjana og leysa lífsgátuna. Við leituðum að gömlu húsnæði í miðbænum og það sem varð fyrir valinu er eitt elsta fiskverkunarhús í Reykja- vík. Einu sinni var þar segla- og netagerð Eimskips, en nú á Eimskipafélagið húsið og við erum búnir að gera það alveg upp — það var bara í fokheldu ástandi. Við máttum rífa allt og breyta og erum núna að innrétta efri hæðina. Allar innréttingar voru keyptar í Þýskalandi, fórum þang- að, versluðum á flóamörkuðum og keyptum þar allt postulín og inn- réttingar. Svo er framkvæmda- stjóri á staönum en þetta er ekki hugsað sem lifibrauð eins né neins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.