Vikan - 01.03.1984, Blaðsíða 28
Það er ekki á hverjum degi að hérna í Reykjavík
er opnaður staður sem hefur þýska knæpu-
menningu að fyrirmynd. Einn slíkur leit dagsins
Ijós á þessum vetri — Gaukur á Stöng heitir hann
og er alveg í hjarta borgarinnar. Einn eigenda —
Svein Úlfarsson rekstrarhagfræðing — heim-
sóttum við til að fá nánari upplýsingar um tilurð
og framtíð þýska staðarins með alíslenska nafnið.
KYNNTUMST ÞESSARI Mi
komumht
„Þetta nafn — Gaukur á Stöng
— kom tiltölulega fljótlega upp
þegar umræður um staðinn hóf-
ust. Þjóðlegt nafn og ágætt mót-
vægi við til dæmis amerískar
eftirlíkingar. Gaukur þessi Trand-
ilsson var landnámsmaður og ort-
ar hafa verið um hann margar vís-
ur. Hann var með afbrigðum
kvensamur og drepinn í lokin fyrir
að spjalla konu á næsta bæ.
Það var byrjað að vinna við
Gaukinn í janúar ’83 og opnað 19.
október það sama ár. Eigendur
eru tíu — fimm gamlir vinir frá
menntaskólaárunum og eigin-
konur þeirra. Fjármögnun var
mikið og stórt atriði því ekki voru
allir með neina oftrú á hugmynd-
inni í byrjun. Bankar vildu ekki
vera með, þótti þetta nokkuð lang-
sótt. Og við gerðum alla hngs-
anlega útreikninga og vorum
eiginlega hættir við aftur. Enginn
okkar hafði komið nálægt veit-
ingahúsarekstri áður svo við
vorum græningjar á því sviði en
hins vegar vorum við allir við nám
erlendis og kynntumst þessari
menningu þar, þrír í Þýskalandi,
einn í Danmörku og einn í Kan-
ada. Og þegar heim kom fannst
okkur vanta eitthvað — vorum
hreinlega hættir að hittast.
Að leysa lífsgátuna
Upphaflega átti þetta að vera
tilraun til að koma á fót samblandi
af skemmti- og veitingastað þar
sem ekki þarf að hvísla yfir borðið
og ekki æpa heldur. Staður þar
sem hægt er að hitta kunningjana
og leysa lífsgátuna. Við leituðum
að gömlu húsnæði í miðbænum og
það sem varð fyrir valinu er eitt
elsta fiskverkunarhús í Reykja-
vík. Einu sinni var þar segla-
og netagerð Eimskips, en nú á
Eimskipafélagið húsið og við
erum búnir að gera það alveg upp
— það var bara í fokheldu ástandi.
Við máttum rífa allt og breyta og
erum núna að innrétta efri
hæðina. Allar innréttingar voru
keyptar í Þýskalandi, fórum þang-
að, versluðum á flóamörkuðum og
keyptum þar allt postulín og inn-
réttingar. Svo er framkvæmda-
stjóri á staönum en þetta er ekki
hugsað sem lifibrauð eins né neins