Vikan - 01.03.1984, Blaðsíða 38
J Vikan og tilveran
ÉG VAR ÓÞOLANDIFREK
OG SJÁLFSELSK
Mér þykir mjög gaman aö vera
innan um annað fólk, helst vil ég
vera einhvers staðar þar sem
margt fólk kemur og fer. Og mér
líkar best við störf þar sem ég þarf
aö umgangast fólk mikið. Mér
fellur á hinn bóginn illa þegar
annað fólk skipar mér fyrir, ég vil
fá að ráða mér sjálf.
Eg starfa sem ritari hjá lög-
fræðingi og kann mjög vel við það,
ég vinn að talsverðu leyti sjálf-
stætt, þarf oft að taka ákvarðanir
sjálf og kynnist mörgu og marg-
víslegu fólki. Hitt er svo annað
mál að stundum langar mig aö
vera alein, en það líður aldrei á
löngu þar til þráin eftir hinu iðandi
mannlífi verður yfirsterkari.
Mér þykir mjög gaman að spá í
fólk og velta fyrir mér hvernig það
sé aö innræti. Um sjálfa mig
hugsa ég aftur á móti ekki yfir-
máta mikið, nema eitthvað sé aö
eins og þaö sem ég ætla að segja
frá hér á eftir. Þaö var helst þegar
mér fannst ég hafa gert eitthvað
frámunalega heimskulegt að ég
velti fyrir mér hvernig ég væri og
ég gerði mér heldur neikvæðar
hugmyndir, var jafnvel reið út í
sjálfa mig fyrir að hafa brugðist
asnalega við. Mér finnst stundum
að ég hefði getað hagað mér af
meira viti og verið réttsýnni og er
alls ekki ánægð með sjálfa mig.
Skap mitt fer oft eftir mínu
líkamlega ástandi. Stundum
þegar eitthvað amar að mér
líkamlega, það þarf ekki að vera
annað en skítugt hár, þá er ég
skapstygg. Sama er að segja ef ég
hef einhverjar áhyggjur.
En verst þótti mér að fyrir um
það bil einu og hálfu ári var ég
farin að skeyta skapi mínu á þeim
sem mér þykir í rauninni vænst
um og sá svo eftir öllu saman þeg-
ar mér var runnin reiðin.
Strákurinn, sem ég var með, var
farinn aö tala um hve uppstökk ég
væri og svo var um annað fólk
nákomið mér.
Ég viðurkenni að ég er skap-
mikil, en samt er ég ekki lang-
rækin og mér rennur jafnfljótt
reiðin og hún getur blossað upp.
Þótt fólk segði að ég stykki upp á
nef mér út af engu fannst mér þaö
frekar vera ósanngirni og frekja
annarra sem hleyptu mér upp.
Ég hafði í raun og veru ekki gert
mér grein fyrir því hvað var að
ske fyrr en ég las um það í heim-
ilisblaði hvernig fólk byggir í
kringum sig ómeövitaðan varnar-
múr. Ég velti þessu mikið fyrir
mér — og þá ekki síst hvernig ég
sjálf brygðist við öðru fólki.
Ég komst að þeirri niðurstöðu
að ég hneigðist í raun og veru til
að fela blíölyndi mitt. Ég varð
þess vör að ég hrakti lítil börn frá
mér í stað þess aö gera það sem
mig í raun og veru langaöi til: að
sýna þeim blíðuhót.
Ég hef alla tíð talið að ég væri
ekki feimin. Innst inni finn ég þó
stundum fyrir skorti á sjálfs-
öryggi, sem gæti kannski alveg
eins kallast feimni. Þetta kemur
helst fram þegar mig langar til að
vera góð við annað fólk, einhvers
konar snertur af minnimáttar-
kennd.
Ég fann sem sagt fyrir tilhneig-
ingu til að sýna jákvæðar tilfinn-
ingar í garð einhvers, en fann um
leið fyrir óörygginu og þá fékk ég
útrás með geðvonskukasti og því
að beina huganum að feitu, ljótu
og heimskulegu fólki! Þá brást
varla að eftir stutta stund hafði ég
gleymt ástæðunni fyrir óörygginu.
Ef mér gafst ekki ráðrúm til út-
rásar á þennan hátt fitjaði ég upp
á trýnið við annaö fólk með þeim
afleiðingum að það sniðgekk mig
og ég fékk svo sannarlega það sem
ég vildi: frið.
Aö mínu mati var ég á þessum
tíma orðin óeðlilega frek og
ágeng. Jafnframt varð mér ljóst
hversu þessi persónueinkenni fóru
í taugarnar á mér ef ég fann fyrir
þeim hjá öðrum. Ég reyndi að
taka sjálfa mig fyrir og fylltist
gremju þegar ég fann fyrir
þessari sjálfselsku. Ég reyndi
þetta um tíma og gekk jafnvel svo
langt að þegar við hættum að vera
saman, strákurinn sem ég minnt-
ist á og ég, reyndi ég að sam-
gleðjast honum þegar ég sá hann
með annarri stelpu.
En mér fannst þessi aðferð að
skamma sjálfa mig ekki gefast
nógu vel. Ég ákvað að gera á
henni bragarbót og reyna að fara í
hlutina á jákvæðari hátt. Stundum
þegar ég hef tekið stórar
ákvarðanir hafa þær þegar á
hólminn var komið reynst lítið
annað en ákvaröanir. Mig hefur
skort staðfestu til að standa við
það sem ég hef ákveðið. En í þetta
skipti ákvað ég að gefast ekki upp
fyrr en ástandið lagaðist.
Aðferðin, sem ég notaði, var
ósköp einföld. Mér finnst þaö aug-
ljós sannindi að tilfinningalífið
fléttast mjög saman við margt
sem viðkemur huganum — hugs-
un getur komið af stað tilfinn-
ingum og öfugt. Ég byrjaði því að
breyta til þar sem það mátti
teljast auðveldast, það er að segja
með því að vera opnari við litlu
börnin. Þar var um aö ræða þrjú
börn systur minnar sem ég um-
gengst mikið og passa oft fyrir
hana. Eg leyfði sjálfri mér þann
„lúxus” að sýna þeim þá blíðu
sem ég fann fyrir innra með mér.
Ég er óþolinmóð og ef mér mis-
tekst í fyrstu atrennu þá nenni ég
oft ekki að eiga við það meir.
Þetta á líka við þegar ég þarf aö
bíða í óvissu. En í þetta skipti lét
árangurinn ekki á sér standa,
kannski vegna þess hve mjög mig
langaði að breyta til en kannski
líka vegna þess að krakkarnir
kunnu vel að meta þessa breyttu
framkomu mína. Það getur jafn-
vel verið að þetta tvennt hafi
haldist í hendur. Löngun mín var
heiðarleg og ég held að börn þekki
strax muninn á heiðarlegri fram-
komu og óheiðarlegri.
Nú fór ég aö taka eftir því að ég
varð jákvæöari í garð þeirra sem
vekja áhuga minn. Þegar ég
hugsaði um fólk sem mér þótti
vænt um fann ég hvernig ég fyllt-
ist vellíöan. Ég fór að veita því
sem skeði í kringum mig meiri
athygli og hafði meiri ánægju af
að horfa á fallegt fólk og náttúru-
fyrirbæri. Því er skemmst frá því
að segja að mér finnst að á
þessum tiltölulega skamma tíma
hafi ég orðið miklu innilegri við
fólk almennt og ég er mjög ánægð
með þá auknu lífsgleði sem ég hef
fundið fyrir síðan.
38 Vikan 9* tbl.