Vikan


Vikan - 01.03.1984, Blaðsíða 22

Vikan - 01.03.1984, Blaðsíða 22
1S Smásaga hann mundi enda ævi sína sem piparsveinn, meöal bóka sinna, tónlistar sinnar, pípanna sinna, meö áætlun sína um aö skrifa bók- ina sína um Ameríku í hnignun- inni. Kannski var kominn tími til að viðurkenna að hann mundi aldrei skrifa slíka bók — að bókin væri honum aðeins mikilvæg svo framarlega sem það væri ekkert annað í lífi hans. En ef bókin var svona mikilvæg, hvers vegna hafði hann þá ekki byrjað að skrifa hana? Þaö var kannski kominn tími til að spyrja slíkra spurninga. Greifinn uppgötvaði aö á milli bókarinnar, sem var framtíð hans, og fyrri ára sinna í Póllandi, sem var fortíö hans, hafði hann varla eytt neinum tíma í nútíðinni. Var líf hans þá aðeins tveir draumaheimar — einn í fortíðinni og annar í framtíðinni — meöan nútíðin — lífið sjálft — rann úr höndum hans? En vildi hann í raun og veru horfast í augu viö nútíðina? Hann reyndi að ímynda sér líf sitt með Sheilu eftir aö þau væru gift. Hvar mundu þau búa? Yrði hann að kaupa bíl, læra að keyra? Hvað mundi mjög svo amerískum börn- um Sheilu finnast um óameríska hætti hans? Mundi næsti Kinski greifi, eftir ættleiðingu, verða knattleiksmaður? Mundi Sheila vilja fleiri börn — börn hans? Hvaðan kæmu peningar fyrir flóknu lífi þeirra? Álíka erfitt var fyrir hann að ímynda sér kvöld þeirra saman. Sunnudagar þeirra voru frjálsleg- ir og indælir. Hvað um, segjum miðvikudagskvöld, eftir að þau væru gift? Þaö var öruggt að hann yrði að breyta mataræði sínu til að koma til móts viö börnin. Hvað mundu þau gera eftir kvöldverð? Yrði hann aö kaupa sjónvarpstæki sem þau sætu svo öll gapandi fyrir framan og horfðu á Guð má vita hvað? Mundi hann, eins og núna, hafa kvöldin frí til að lesa? Vafalaust ekki. Og Sheila? Hvað gerði hún á kvöldin? Það vissi hann ekki. Hann gat ekki gert sér það í hugarlund. Iivaö vissi hann í raun og veru um hana? Nei, þetta var ómögulegt. Þetta var einfaldlega of mikil áhætta. Barney Ginsberg hafði rétt fyrir sér; það var of seint að breyta lífi hans núna. Hann hafði röð og reglu á lífi sínu. Hvers vegna að fórna því fyrir ringulreið í von um möguleika á hamingju? Hann skyldi hætta við Sheilu Skolnik, þessa konu sem ógnaði röö hans og reglu, þessa — hvaö hafði Barney Ginsberg kallaö hana? — gyðingaprinsessu. Þetta var ómögulegt. Sunnudaginn sem greifinn ætlaði að segja Sheilu frá því aö allt yröi að enda á milli þeirra kom hún heim til hans um eittleyt- ið meö Melissu meö sér. Litla stúlkan var að kvefast og leið ekki nógu vel til að eyða deginum með föður sínum. Greifinn lagöi á borð fyrir hana mjólkurglas og disk með sænskum smákökum. Hún litaði í litabók á litla borðstofuborðinu hans. Sheila stakk upp á því að þau færu með hana að sjá bíómynd Walt Disneys um Bamba. Greifinn hafði keypt tvo aborra til að hafa í kvöldverð handa sér og Sheilu en aborri — og jafnvel greifinn var því sammála — var ekki barnafæða svo þau ákváðu að fara út að boröa. Greifinn tók göngustafinn sinn sem gekk heldur erfiölega að koma inn í sportbíl Sheilu. Melissa sat á hnjám hans. i kvikmynda- húsinu sat hún á milli hans og móður sinnar. Sheila keypti handa henni kók og poppkom, einnig poka af einhverju svörtu gumsi. „Undarlegustu hlutir sem amerísk börn troða í sig?” hugs- aöi greifinn með sér. Bíómyndin var dálítiö ógnvekj- andi. Þegar skógurinn brann og litla dádýrið týndi móður sinni táraðist Melissa. Þegar leið á myndina kreisti hún hönd greif- ans. Seinna lét hún hönd sína í hönd hans. Þetta fékk mikið á hann. Eftir bíóiö óku þau að stað sem var kallaður MacDonald’s til að borða — veitingastað, sagði Sheila honum, sem Melissa dýrkaöi. Greifinn hafði séð þessa MacDonald’s staði leggja undir sig borgina en auðvitað haföi hann aldrei farið á slíkan staö. Staðurinn virtist vera rekinn af börnum því að enginn af tíu eða tólf einkennisklæddum starfs- mönnum á bak við afgreiðsluborð- in leit út fyrir að vera eldri en sextán ára. Sheila og Melissa voru ekki í neinum vandræðum með að panta sér mat. En greifinn var alveg ruglaður. Hann skildi ekki matseöilinn á veggnum fyrir aftan afgreiðsluborðið; ljósin og skarkalinn rugluöu hann enn meira. „Hamborgara, takk,” sagði hann að lokum, „og kaffibolla.” „Hvers konar hamborgara, herra?” „Fáöu þér Big Mac, herra Kinki,” sagði Melissa. „Hann heitir Kinski, elskan,” leiðrétti Sheila hana blíðlega. „Jæjaþá. Big Mac.” Þau fundu sér borö og tíndu sundur ótal litlar pakkningar. Melissa virtist vera í sæluvímu. Greifinn tók samlokuna sína úr plastkassanum og skoðaði hana. Hann var alinn upp við evrópska matarhætti og hafði hingað til, eins og hægt var í Ameríku, haldið sig við matarvenjur sínar. Hann komst að raun um að hann þarfn- aðist beggja handa til að hafa stjórn á þessari samloku. Meðan hann tuggði fannst honum tilfinn- ingin líkjast því að hlusta á tuttug- asta píanókonsert Mózarts leikinn á blauta túbu. „Hvernig finnst þér Big Mac, herra Kinki?” „Kinski, elskan, Kinski.” „Mér finnst hann,” sagði greif- inn, „mjög góður. Mjög gómsæt- ur.” Hann velti því fyrir sér hvernig hann gæti losað sig viö afganginn en sá enga leið til þess án þess aö særa tilfinningar barns- ins svo honum tókst að gleypa næstum hálfa samlokuna með að- stoð stórra sopa af bragðlausu kaffi. Þegar þau voru aftur komin heim til greifans sneri Melissa sér aftur að litabókinni sinni í borð- stofunni en Sheila og greifinn komu sér fyrir í stofunni. „Þakka þér,” sagði Sheila, „fyrir að halda það út á veitinga- staönum. Ég sá að það var ekki auðvelt fyrir þig.” „Nei, nei,” sagði greifinn. „Alls ekki. Mér fannst það — uppbyggj- andi.” „Jæja, það var fallegt af þér.” „Sheila,” sagði greifinn og heyröi skjálfta í rödd sinni við orö- in. „Það er svolítið sorglegt sem ég verðaðsegja.” „Sorglegt?” „Já. Ég er hræddur um, þó það sé ekki auövelt fyrir mig að segja þetta, aö þaö sé til lítils að við höldum áfram að hittast á þennan hátt.” Hvers vegna segir þú þetta?” Þetta virtist fá mikið á hana; hún haföi ekki búist viö þessu. „Vegna þess að ég hef verið einn of lengi. Ég get ekki breytt venj- um mínum. Nei. Kannski er réttara að segja að ég vilji ekki breyta venjum mínum — ekki núna þegar ég er orðinn fimmtíu ára gamall.” „Egskil.” „Ég verð þér alltaf þakklátur fyrir vinskap okkar. ’ ’ „Ég skil.” „Veistu hvaö ég á viö?” „Já,” sagði hún. „Það veit ég.” Og svo kallaöi hún: „Melissa, það er kominn tími til að fara heim.” Barnið haföi farið í kápuna sína. „Þakka þér fyrir skemmtilegan dag, herra Kinski,” sagði hún og hélt í hönd móöur sinnar við dyrn- ar. Greifinn snerti vanga stúlk- unnar. Hann ætti ekki eftir að sjá hana aftur. „Má ég fylgja þér að bílnum?” spurði hann. „Ég held ekki, Peter. Það er kannski best aö kveðjast hérna.” Greifanum fannst sem hún héldi aftur af tárum. Hún rétti honum hönd sína. Einni öld áður hefði greifinn hneigt sig og kysst á hönd hennar. Nú hélt hann aðeins um hönd hennar og vildi helst ekki sleppa takinu. Og síðan voru þær farnar. Greifanum létti. Hann hellti sér koníaki í glas, lét Hándels Wassermusik á grammófóninn, fékk sér bók með endurminning- um. Hann gat snúið sér ótruflaöur að gamla lífinu núna. Skipulag og rólegheit. Hann dreypti á koníak- inu sínu og lokaði augunum til að geta betur ímyndað sér George konung fljóta á bátnum sínum niður Thames, meöan hann hlustaði á yndislega tónlist Hándels. Bókin féll í kjöltu hans þegar hann setti hendurnar fyrir augun til að stöðva táraflóðið. Hann hafði gert geigvænleg mis- tök. Hann vildi hvorki lifa né deyja einn. Hann haföi vísaö frá sér konu sem elskaði hann og hann elskaði — elskaði enn. En var það orðið of seint? Hvers vegna ætti svo að vera? Hann skyldi hringja í Sheilu á morgun. Nei. Hvers vegna bíöa? Hann skyldi fara til hennar í kvöld. Hann skyldi biðjast fyrirgefning- ar, biðja hennar, fórna hverju sem hann þyrfti af gamla lífinu sínu, takast á hendur hvað sem þyrfti fyrir þaö nýja. Hann skyldi kaupa sjónvarpstæki fyrir börnin, hunda og ketti ef á þyrfti aö halda. Það yrði að vinna að mörgu. En honum yrði það ánægjuefni. Hann hringdi á leigubíl og fór í frakkann sinn. Hann leit á göngu- stafinn sinn, tók hann upp, hélt honum fyrir framan sig með báð- um höndum og braut hann í tvennt yfir hné sínu með snöggri hreyf- ingu. Þegar Kinski greifi hljóp niður stigana að leigubílnum sín- um ómaði hlátur hans um tóma íbúðina. 2Z Vikan 9. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.