Vikan


Vikan - 01.03.1984, Blaðsíða 48

Vikan - 01.03.1984, Blaðsíða 48
Pósturinn AIRMAIL PAR AVION Áður hús- mæðrakennari — nú hús- stjórnarkennari Hvað get ég gert? Kœri Póstur. Eg er hér ein í vandrœd- um. Eg er svakalega hrifin af strák sem er með mér í bekk. Mig langar svo mikið til að bgrja að vera með hon- um. Ég veit ekki til þess að hann sé hrifinn af einhverri annarri stelpu en vona bara að hann sé hrifinn af mér. Hvað get ég gert til að fá hann til að bgrja að vera með mér? Á ég að laka hann á eintal á skólaböllum eða hvað get ég gert? Kœri Póstur, hjálpaðu mér. Ein í vandrœðum. Þú þarft auðvitaö að byrja á aö reyna að komast aö því hvort bekkjarfélagi þinn er hrifinn af þér. Þú gætir til dæmis reynt að fá einhverja vinkonu þína, sem þú treystir vel, til þess að komast aö þessu hjá honum beint eða með því að hlera hjá vinum hans. Ann- ars vill Pósturinn halda því fram að maður finni nú svona lagaö oft á sér nema ef strákurinn er mjög feiminn, þá getur veriö að hann vilji alls ekki láta á því bera að hann sé hrifinn af þér. Póstinum líst vel á aö þú reynir að komast í kynni viö hann á skólaballi. Af hverju ekki að bjóða honum upp á næsta balli? Kiss Kœri Póstur. Ég er einlœgur aðdáandi hljómsveitarinnar Kiss. Hefur hljómsveitin aðdá- endaklúbb og ef svo er get- urðu, elsku besti Póstur, út- vegað mér heimilisfangið ? Kissari Já, já, mikil ósköp, Kiss hefur aödáendaklúbb og hér birtist utan- áskrift klúbbsins: The Kiss Army, P.O. Box 840, Westbury, N.Y. 11590. Kœri Póstur. Mig langar til að spgrja þig í þeirri von að þú getir svarað. / hvaða skóla fer maður ef maður œtlar að verða húsmœðrakennari? (Er þetta ekki rétt nafn hjá mér?) Fer maður í hús- stjórnarskóla? Hvað tekur þetta nám langan tíma? Hvaða námsgreinar eru kenndar? Ekki hugsa þegar þú færð þetta bréf: Óttalega er hún heimsk að vita þetta ekki. Enginn sem ég lief spurt veit þetta. Jœja, ég vonast eftir svari. Bless, bless. Jónína. Áður var til skóli sem hét Hús- mæðrakennaraskóli Islands en eftir 1977 var nafninu breytt í Hús- stjórnarkennaraskóli íslands. Og hvers vegna var nafninu breytt? Jú, auðvitað til þess aö fæla karl- mennina ekki frá skólanum. Gott spor í rétta átt, finnst þér ekki? Þeir sem ætla aö ljúka prófi sem hússtjórnarkennarar (ekki húsmæðrakennarar) fara í Kenn- araháskóla Islands í þriggja ára nám og er hússtjórn hluti af nám- inu eða valfag nemandans. I Kennaraháskóla íslands eru val- fög til dæmis handavinna og smíði. I hússtjórnarfaginu er námið bæði bóklegt og verklegt. Af bóklegum greinum má nefna matvælafræði, næringarfræði, líf- efna- og örveirufræöi og híbýla- fræði. Verklegu fögin eru til dæmis matreiðsla, þvottur og ræsting. Þegar nemandi lýkur prófi með hússtjórn sem valfag hefur hann eöa hún réttindi til kennslu í grunnskóla í bóklegum greinum og í hússtjórn. Hússtjórnarkennaraskóli ís- lands er til húsa að Háuhlíð 9 en í símaskránni er notaö nafnið Hús- mæðrakennaraskóli Islands. Þú ættir að snúa þér þangað til að fá frekari upplýsingar. Hann lamdi mig og leggur mig núna í einelti Kœri Póstur. Ég er í hrikalegum vand- rœðum. Ég er 16 ára og er ngsloppin frá strák sem lamdi mig og barði í 6 mánuði. Ég er orðin eitt taugastress. Ég er 1,55 á hœð og er rétt 40 kíló. (Var 54 1/2 fgrir 6 mánuðum.) Þannig vildi til að ég hitti strák sem ég elska og hann hjálpaði mér undan hinum með hjálp vinkonu minnar. Þá kemur vandamálið. Eftir að ég sagði honum upp stend ég í eilífu basli. Hann hring- ir í mig og hótar mér öllu illu og eins stráknum sem ég elska. Er hœgt að kœra þetta? Ef svo er, hvert á ég að snúa mér? Ég get ekki farið ein út því þá er hann vís til þess að ráðast á mig. Get ég farið fram á lög- regluvernd? Þakka fgrir- fram fgrir birtingu.. Taugastressaður íslending- ur. Þetta er alvarlegt mál sem hér er á ferðinni og sem ekki er hægt aö láta viðgangast lengur þó ekki sé nema vegna heilsu þinnar og öryggis. Þú gerir best í því að snúa þér til aðila sem geta síöan hjálpaö þér áfram í málinu því þannig stendur þú betur aö vígi en ef þú ferð að kæra þetta upp á eig- in spýtur. Pósturinn ráðleggur þér aö leita til félagsráðgjafa þar sem þú býrð og fá hann til að hjálpa þér. Einnig ættir þú að tala við heimilislækninn þinn ef þér finnst það gott. Nú veit Pósturinn ekki hvernig samband þitt við foreldra þína er, en auðvitað ættir þú að setja þá inn í málið ef þú telur að einhver hjálp sé í því. En sem sagt, fyrsta skrefið er að ráöfæra sig við félagsráðgjafa. Skrautfiskar Kœri Póstur. Ég hef hér eitt vandamál. Þannig er mál með vexti að ég fékk í jólagjöf á síðustu jólum 3 fiska og fiskabúr. Nú veit ég ósköp lítið um svona dgr og alls ekkert um það hversu mikinn mat þeir mega fá. Getur þú frœtt mig eitthvað umþessi mál? Það getur verið mjög gaman að hafa fiska og að þeim og búrinu þeirra er mikil prýði, það er að segja ef það er vel hirt og vel hugs- að um íbúana. Það eru til margar tegundir af skrautfiskum og er meðalaldur þeirra breytilegur, en flestir lifa í svona 2 til 6 ár. Til þess að fiskarnir hrygni í búrinu þínu þurfa aðstæðurnar að vera góðar en um það getur þú spjallaö við starfsmann í gæludýraversl- un. Það eru helst gúbbífiskar, svart mollí og plattí sem eru heppilegir til þessa. Margar tegundir af fiska- fóðri eru til. Þar er aðallega um að ræða grunnfóður og grænfóður og er aðalatriðið að gefa nógu lítið í einu því annars mengast vatniö. Þaö þarf aðeins aö vera ljós yfir fiskunum á daginn, annars hættir þörungunum í búrinu til að vaxa of mikið. Hér á íslandi er nú til klúbbur sem heitir Félag ís- lenskra skrautfiskaáhugamanna og er hann hugsaður sem vett- vangur þar sem fólk getur miðlað af reynslu sinni og fræðst af öðr- um. Þú ættir að spyrjast fyrir um þennan klúbb í gæludýraverslun. 48 Vikan 9- tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.