Vikan - 01.03.1984, Blaðsíða 46
FRAMHALDSSAGA
„Þér gerðuö það ekki,” fullviss-
aði Lash hana. „Þér hafið á réttu
aö standa um skjölin. Ég er aö
reyna að fá bróður yöar til að
skrifa undir samninginn ef hann
þá fæst til að sitja kyrr nægilega
lengi. En hann er erfiður viöur-
eignar og núna er ég of latur til að
eltast viðhann.”
„Hvar er bandaríska
atorkan?” spuröi Gussie og brosti
breitt.
Lash geispaði. „Ætli ég hafi
ekki skiliö hana eftir í Napolí —
ásamt regnkápunni? Núna vil ég
bara slæpast. En engar áhyggjur.
Ég kem að þessu einhvern tímann
— þaö er öruggt. Hvaö ætlum við
annars að gera í dag?”
„Ekkert,” sagði Nigel
ákveðinn.
, ,Gott. Alveg fy rir mig. ’ ’
„Vitleysa!” sagði Gussie
ákveðin. „Við förum í búðir og lít-
um í kringum okkur í borginni.
Það er ákveðið. Svo fáum við okk-
ur te á hótelinu og Lorraine var
eitthvað að tala um tunglskins-
matarboð á ströndinni. ”
„Guð hjálpi mér!” muldraði
Lash f jálgur.
„Var það ekki, Lorraine?”
spurði Gussie og lét sem hún hefði
ekki heyrt til hans.
„Jú, kæra Gussie. En bara
fyrir þá sem vilja koma. Þú þarft
ekkiaðvera með.”
„Það er tilgangslaust að koma
til Zanzibar til að liggja í leti og
sofa allan daginn. Þaö getur mað-
ur heima.”
„En ekki á fagurri hvítri strönd
í sólskini,” tautaði Amalfi.
„Hvers vegna er sandurinn hvítur
en ekkigulur, Nigel?”
„Ut af kóralnum, flóniö þitt.
Sennilega vikurkoli líka. Veistu
að ég komst aö dálitlu dásamlegu
um daginn? Veistu hvaðan allir
litlu vikurmolarnir á ströndinni
eru? FráKrakatá!”
„Og hvar er Krakatá?” spurði
Eduardo.
Það fór hrollur um Nigel og
hann skyggði fyrir augun.
„Menntastig drekkandi stéttar
virðist almennt algjörlega óhæft.
Krakatá, úrkynjaði villimaöur,
var eldfjall á Sundaeyjum — mitt á
milli Jövu og Súmötru, ef þú þá
veist hvar þær eru — sem sprakk
árið 1883 meö hvelli sem engin
kjarnorkusprengja mun nokkru
sinni leika eftir. Þetta eru brot
þaðan. Þau komu með straumn-
um og lentu hér. Ég verð að játa
að ég hef aldrei notaö vikur áður
en nýt þess að gera það núna.
Þaö er töfrandi aö skrapa af sér
blekblettina meö Krakatá! ”
Eduardo sagði: „Þér ættuð að
skrifa leiösögubók. Ég les þær
aldrei.”
„Þér lesið aldrei neitt ef þér
komist hjá því!” sagði Nigel arg-
ur.
„Þetta er óréttlátt, hr. Pont-
ing,” sagði Gussie og veifaði
fingrinum áminnandi. „Marches-
inn var að gera aö gamni sínu.
Hann las allt um húsiö fyrsta
kvöldið okkar hér, bókina hans
afa: Skuggahúsið. Er þaðekki?”
„Var það?” sagði Eduardo
og yppti bronslitum öxlunum.
„Eg man þaö ekki. Kannski hef
ég tekið hana upp til aö blaöa í
henni. Ég er viss um að ég hef
lagt hana fljótt frá mér ef svo hef-
ur verið!”
„Alls ekki! Þér eruö of hóg-
vær! Þér voruð svo niðursokkinn í
hana að þér heyrðuð ekkiþegar ég
kom inn í bókaherbergið. Eg full-
vissa yður um að þér þurfið ekki
aö skammast yðar fyrir að vera
bókhneigður. Eg er mesti bóka-
ormur sjálf.”
„Staðreyndin er sú,” sagði
Nigel, „aö Skuggahúsið er senni-
lega lélegasta bók sem nokkru
sinni hefur verið rituö og alla vega
sú leiðinlegasta. Þaö er vafasamt
aö nokkur kæmist yfir meira en
tvær blaðsíöur, hversu bókelskur
sem hann væri.”
„Hvers vegna er þá verið að
tala um hana núna ? ” sagði Amalfi
fýlulega. „Ætlar þú að stjórna
þessari búða- og skoðunarferð í
dag, Nigel?”
„Því er fljótsvarað,” sagði
Nigel. „Nei! Hvers vegna
spyröu? Ætlaðirþýaðfara?”
„Kannski. Ef við förum ekki
fyrr en hálffjögur eða fjögur. Ég
sá dásamlega indverska skart-
gripi í búð við Portuguese Street
og maðurinn sagðist fá meira í
dag. Við Eddie vorum að hugsa
umaðlítaáþá.”
„Gleymið ekki ávísanaheftinu
hans Eddie,” sagði Nigel illgirnis-
lega.
„Þú hefur veriö geövondur í all-
an morgun, elsku Nigel!” sagði
Lorraine kvartandi. „Hvað er að
þér? Dagurinn er svo yndislegur
en þið eruð öll svo óróleg og
eiröarlaus. Af hverju hvíliö þið
ykkur ekki?”
„Viö erum aö hvíla okkur,”
sagði Lash sem haföi lokaö augun-
um. „Lítiðbaraáokkur!”
„Nei. Það lítur kannski þannig
út en ég finn taugaspennuna. Ætli
það sé ekki út af Honeywood og
Jembe og vesalings Millicent...”
Gussie Bingham spratt á fætur
og þreif handklæðið sitt, sólolíuna
og gleraugun. Hún gekk hratt yfir
ströndina og eftir stígnum að hlið-
inu.
Amalfi settist upp, tók ofan sól-
gleraugun og sagði: „Nú ertu
búin að æsa mágkonu þína upp.
Vertu svo væn, elsku Lorrie, að
tala ekki aftur um þetta.”
„Viö getum ekki látiö eins og
strútar,” sagði Lorraine reið.
„Hvers vegna ekki? Ég hef
ekkert á móti strútum. Ég er
sammála þeim. Maöur á að grafa
hausinn í sand ef eitthvaö óþægi-
legt mætir manni. Ætlarðu með
okkur til Zanzibar í dag? ”
„Ef þiö viljið. Gussie átti hug-
myndina. Hún vill alltaf vera aö
gera eitthvað til aö þurfa ekki að
hugsa um Millicent. Gussie hatar
allt svona. Ja, fyrst viö förum get-
ið þiö öll fariö og skrifað nafnið
ykkar í gestabókina í höllinni.
Þaðersiður.”
„Þér hafið leyfi til aö falsa mitt
nafn, ” sagði Lash.
„Mérdetturþaðekkiíhug. Þér
skrifið það sjálfur — með góðu! ”
„Ökei, ókei,” sagði Lash sátt-
fús. „Þá geri ég þaö. Égfer.”
Þau fóru öll nema Nigel, sem
sagðist þurfa aö vinna, og Dany,
sem sofnaði í hengirúmi í garöin-
um.
„Leyfum henni að sofa,” sagði
Lorraine og hélt aftur af Lash sem
ætlaði aö vekja hana. „Þaö er
betra fyrir hana en að flækjast um
Zanzibar-borg í þessum hita og
hún viröist ekki hafa sofið nóg
undanfarið. Nei, Lash! Ég vil
ekki láta vekja hana.”
Hún hafði verið óvenju ákveðin
og tekiö þéttingsfast um handlegg
Lash og leitt hann að bílnum.
Lorraine hafði fengiö fá tæki-
færi til að tala einslega viö dóttur
sína frá því aö hún kom. Tyson
hafði varað hana við að vera vin-
gjarnlegri við Dany en hún ætti aö
vera við einkaritara eins gesta
sinna. En hún hafði séð aö Dany
var ein þegar hún fór út í hengi-
rúmið eftir hádegisveröinn og
Lorraine kom auga á hana þegar
hún var að tína rósir sem sáttagjöf
handa Gussie.
„Mikið er gott aö ná í þig eina,
elskan,” sagði Lorraine, lagöi frá
sér rósirnar og fór til dóttur sinn-
ar. „Þaö er svo erfitt aö mega
aldrei tala viö þig nema horfandi
um öxl. Eg er hrædd um að þetta
sé alveg voðalegt fyrir þig, barniö
mitt, en Tyson segir að það standi
ekki lengi, lögreglan komist að
hinu sanna og við getum hætt að
láta sem þú sért þessi Kitchell.
Guði sé lof!”
Hún andvarpaði, og breytti svo
um umræðuefni: „Elskan. . .
viövíkjandi Lash. . . ” Hún virtist
ekki vita hvað hún vildi segja.
Danybrá: „Hvaðumhann?”
„Þú kannt víst vel við hann,
elskan.”
Dany blóöroðnaði undir þessu
hræöilega lita hári og Lorraine sá
það og sagöi viðutan: „Þessi litur
fer þér alls ekki. Leitt.”
„Um hvaö ertu að tala,
mamma ? ’ ’ spurði Dany.
Lorraine leit um öxl. „Ekki,
elskan! Ef einhver heyröi til
þín?”
„Það er enginn hérna nálægt,
sagði Dany. „Hvað varstu aö
segjaum Lash?”
„Ja — mér fannst ég verða að
segja eitthvað því að mér datt í
hug að þú kynnir kannski betur við
hann en einkaritara hæföi. Svo
er hann mjög aðlaðandi og...”
Hún bandaöi frá sér hendinni
og lauk ekki við setninguna.
„Og hvað?” spurði Dany eins
og í varnarstöðu.
„Ja, elskan, ég fór út í gær að
sækja tímarit sem ég hafði skilið
eftir í garðinum og ég sá ykkur
koma gangandi til hússins. Þið
virtust vera — vinir.”
Dany þagði og Lorraine and-
varpaði. „Eg er ómöguleg móð-
ir,” sagði hún. „Eg kann ekki að
haga mér sem slík. En mér finnst
að ég ætti að segja eitthvað — um
Lash, á ég við. Þú veist aö hann
ætlaði að kvænast Elf — frú Gordon
— erþaöekki?”
„Jú. Þú skrifaöir mér það.
Hann sagði mér það.”
„Það er þó eitthvaö.” Lorraine
virtist létta. „En þú þarft aö vera
gætin, elskan. Þú hefur hitt svo
fáa menn. Ég held að það sé mér
aö kenna. Ég hef verið svo hræði-
lega eigingjörn og alls ekki munaö
eftir því hvað tíminn líöur fljótt.
Eg ætlaöi alltaf að veröa góð móð-
ir seinna en þú varst alltaf eitt-
hvað svo mikið barn. Svo varstu
allt í einu fullorðin. En þú mátt
ekki verða ástfangin af fyrsta
aðlaöandi manni sem þú hittir.
Það eru hræðileg mistök! Eg hef
ekkert ámóti Lashen. . .” . ^
Framhaldínæstablaði. I Á