Vikan


Vikan - 01.03.1984, Blaðsíða 50

Vikan - 01.03.1984, Blaðsíða 50
Fjölskyldumál Yfirmenn og Atvinnan er einn mikilvægasti þátturinn í lífi flestra fulloröinna. Hún þarf helst að geta komiö til móts við þarfir einstaklingsins til aö vera virkur og skapandi og hún er gjarnan sá vettvangur þar sem fullorönir kynnast kunningjum og vinum. Þar aö auki er hún nauösynleg launanna vegna, til að hafaísig ogá. Það skiptir því ekki litlu hvernig til tekst með val á vinnu- stað. Starfsandi og andrúmsloft á vinnustaö ræður miklu um líðan starfsfólksins. Þaö gefur augaleið að auöveldara er að vakna til vinnu þegar vinnufélagar eru vin- gjarnlegir, taka meö sér heima- bakað með kaffinu um jólin og eru hjálpsamir viö starfsfélaga sem á í kröggum. Á sama hátt er ekki tilhlökkunarefni að fara til vinnu þar sem aðeins bíða lokaðar dyr og fáskiptnir vinnufélagar þar sem lítil persónuleg tengsl eru. Maðurinn er félagsvera og þó svo að starfið sem slíkt sé áhuga- vert heldur hann sjaldnast út lengi að vinna á mjög ópersónulegum vinnustað eða þar sem mikil tor- tryggni ríkir. Á síðustu áratugum hefur áhugi vísindamanna beinst meira að starfi fólks og líðan þess á vinnu- stað. Höfuðástæðuna fyrir áhuga á þessu sviði má eflaust rekja til þess aö það hafði margoft sýnt sig að svipuð fyrirtæki sýndu mjög ólíka afkastagetu. Ekki var hægt að finna nokkrar ytri ástæður fyrir þessu, aöbúnaður starfsfólks var svipaður, svipuð tækni við úr- vinnslu og svo framvegis. Þegar farið var að gera rannsóknir á fé- lags- og sálarfræði vinnuhópsins kom hins vegar í ljós mikill mun- ur. Starfsfólkinu leið mun verr á öðrum vinnustaðnum, varð þar af leiðandi áhugalausari og óánægðara í vinnu og hætti um leið og það sá sér leik á borði að fá betra starf. En hvað er það sem hefur þau áhrif að ’fólki líður vel eða illa á vinnustað? Allir fá „hlutverk” Það er einkum tvennt sem starfshópurinn þarf aö geta upp- fyllt: Hið eiginlega starf og þörf fyrir persónuleg tengsl. Hann er formlegur hópur sem tekið hefur að sér að uppfylla viss markmið, til dæmis að framleiða vöru eða veita þjónustu. Það er hins vegar ekki nóg heldur þarf hópurinn að skipuleggja sig innbyrðis. Hver og einn verður að vita hvert hans hlutverk er í hópnum, hvaða áhrif hann getur haft á vinnustaðnum og hvaða reglur og heföir gilda. Ef þessi hlutverk eru óljós getur það valdið mikilli ringulreiö og óþægindum fyrir starfsfólk og neyðir það til að finna sér eigin hlutverk og verkefnasvið eða verða afskiptalítið á vinnustað. Formlegi starfshópurinn á að upp- fylla markmið fyrirtækisins eöa stofnunarinnar. En það er i fæstum tilfellum nóg. Til að góður andi skapist á vinnustað og félags- legum þörfum sé fullnægt myndar starfsfólk með sér óformlega hópa og vinasambönd sem fulnægja þess eigin þörfum. Ef gott samkomulag og trúnaöarsamband er milli starfs- fólks og yfirmanna vinna þessir tveir þættir, persónuleg tengsl og starf, vel saman svo úr verður sterk heild. Ef deilur og tortryggni eru milli starfsfólks og stjórnenda hefur það hins vegar þau áhrif að hópar starfsfólks snúast gegn stjórn- endum annaðhvort leynt eða ljóst. Þar sem deilur og innbyrðis óánægja ríkir á vinnustöðum er vitaö að minni áhugi er á aö leysa þau verkefni sem til er ætlast í starfi. Þess vegna minnka af- köstin. Yfirmaðurinn er mikilvægur Yfirmaður eða stjórnandi gegnir mjög mikilvægu hlutverki á hverjum vinnustað, hvort sem starfsfólki líkar vel eöa illa við hann. Þess vegna talar starfsfólk gjarnan mikið um yfirmenn sína þegar það hittist, hvort sem er innan eða utan vinnustaðar. Yfirmaðurinn vekur ýmsar til- finningar sem stundum tengjast ekki mjög hans eigin persónu heldur reynslu hinna af þeim sem ráðið hafa í lífi þeirra áður. Þannig skiptir máli í afstöðu hvers starfsmanns hver hans fyrri reynsla var af foreldrum í uppeldinu, hvernig kennarar komu fram við hann og yfirmenn á öðrum vinnustöðum. Ef sú reynsla hefur verið erfið og ein- kennst af yfirgangi og tillitsleysi er augljóst að starfsmaðurinn er tortrygginn gagnvart næsta yfir- manni og býst ekki við neinu góðu. Aðrir tengja yfirmenn við vernd og styrkleika og eru fyrir- fram jákvæöir og tilbúnir aö sækja þekkingu og ráð til þeirra. Þegar miklar deilur og tortryggni eru getur önnur ástæðan því verið hjá starfsmönnunum sjálfum en hin hlýtur að vera viömót og per- sónuleiki yfirmannsins sjálfs. Lítum á tvo ólíka yfirmenn og áhrif þeirra á vinnustað. Ráðríki yfirmaöurinn Yfirmaður af þessu tagi er sá sem öllu vill stjórna og ráða. Hon- um finnst aö hann sjálfur hafi mest vit á öllu sem ákvarðanir þarf að taka um og á oft erfitt með 50 Vikan 9. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.