Vikan - 01.03.1984, Blaðsíða 44
1______________________
SMÁAUGLÝSINGAÞJÓNUSTA
VIDGETUM
LETT ÞER SPORIN
OG AUDVELDAD ÞÉR FYR1RHÖFN
• Afsöl og sölutilkynningar bifreiða
• Húsaleigusamningar (löggiltir)
• Tekið á móti skriflegum tilboðum
Við viljum vekja athygli á að þú getur látið okkur sjá
um að svara fyrir þig símanum. Við tökum á móti
upplýsingum og þú getur síðanfarið yfir þær í góðu tómi
virka daga kl. 9—22
OPIÐ: laugardaga 9—14
sunnudaga kl. 18—22
Tekið er á móti myndasmáauglýsingum og
þjónustuauglýsingum virka daga kl. 9—17.
SÍMINN ER 27022.
ATHUGIÐ
Ef smáauglýsing á að birtast í helgarblaði
þarf hún að hafa borist fyrir kl. 17 föstudaga.
SMÁAUGLÝSINGADEILD,
ÞVERHOLT111, SÍMI 27022.
var enginn í setustofunni svo aö
hún hélt að Lash væri í svefnher-
berginu og ætlaöi að kalla til hans
þegar hún heyröi eitthvað. Hún
sneri sér viö.
Lash stóö í mjórri gluggakist-
unni og hélt sér í karminn. Hún sá
aðeins fætur hans og hluta af
líkamanum. Allt hitt var fyrir
utan gluggann og hann virtist vera
aö reyna aö tína rauðbláu
bourgainville blómin sem uxu
niður húsvegginn.
Hann sveiflaði sér inn og stökk
niður á gólf, burstaði lauf úr
hárinu og sagöi: „Hjálpi mér! —
Hvað ert þú að gera hér? ”
Dany hafði ætlað að spyrja hann
svipaðrar spurningar en hætti við
og sagöi móð: „Þaö var leitað inni
hjá mér. Vel. Eins og síðast,
en.. .”
„Líka hjá mér,” sagði Lash
stuttur í spuna. „Líttu í kringum
þig-”
Dany leit í kringum sig og sá aö
sama óreiöan ríkti og inni hjá
henni. Hún kveinaöi, laut niður og
tók upp eitthvað hvítt og mjúkt
sem lá hálffalið undir dívaninum.
Asbestos sálugi — þessi köttur
sem bæði þoldi vatn og eld —
horföi ásakandi á hana með græn-
um gleraugunum. Fyllingin hafði
veriö tætt úr honum.
„Allt hold er mold,” sagði Lash.
„Þaö lítur út fyrir að þetta eigi
líka við um ketti. Já, hér hefur ein-
hverleitaövel.”
„Komst hann inn um glugg-
ann?”
„Ég veit það ekki. Ég veit það
eitt að hann fór yfir allt. Sápan
mín var meira að segja brotin í
tvennt til að athuga hvort eitthvað
væri inni í henni. Það er flest
komið á sinn stað en hann hefur
ekki verið snyrtimenni. Hérna,
fáðu þér sopa af svefnlyfi stjúp-
föður þíns, skosku viskíi. Það var
ekkert átt við það — eða það vona
ég!”
Hann hellti viskíi úr flöskunni,
sem Tyson hafði skiliö eftir
morguninn sem þau komu, þefaði
af því og bragðaöi gætilega á.
„Lítur út fyrir að vera í lagi.
Ekkert cyanid. Ekki svo að ég
finni. Ætli þaö sé ekki best að ég
reyni fyrst? Skál fyrir galdra-
lækninum sáluga sem bannfærði
fjársjóöinn upphaflega. Hann
kunni sitt verk!”
Hann drakk, lagði glasið frá sér,
leit hugsandi út um opinn glugg-
ann og sagði svo: „Jæja, viö losn-
um við einn grunaðan. Omar
vinur vor hefði ekki getað þetta.
Hann var með okkur í allt kvöld
svo aö hann er úr sögunni. Það var
eitthvert hinna. Þaö væri gott ef
við vissum hver kunni á stigann en
það lítur út fyrir aö fjögur eintök
af helvítis bókinni séu í húsinu. Þú
hafðir annars rétt fyrir þér. Það
stendur þarna, vel falið innan um
teikningar húsameistarans. Það
tók mig tíma að finna þaö en þaö
tókst. Það hefði einhver getað rek-
ist á þaö og notaö sér það.”
Hann settist í gluggasætiö,
starði út í tunglsljósið og sagði
dræmt: „Mér þætti gaman að vita
meira um þennan Larry Dowling,
miklu meira. Ég reikna með að
lögreglan vilji það líka um leiö og
bréf Tysons kemst til Scotland
Yard og þeirbyrja.”
„Það er ekki Larry,” sagði
Dany ákveðin. „Það getur ekki
verið Larry.”
„Hvers vegna ekki? Það er eitt-
hvað rotið við hann. Ég hef kynnst
mörgum blaðamönnum um dag-
ana og hann er ekki einn þeirra.”
„Hann er ekki blaöamaður!
Hannerdálkahöfundur! Og...”
„Hvaða máli skiptir það? Hann
vill fá sögu — Tysons. Hvers
vegna skrifar hann hana ekki? Ég
er Ernest Hemingway ef hann
hefur skrifað staf eftir að hann
kom! SvoerþaðGussie. . .”
Dany settist á dívaninn með
leifarnar af Asbestos. Hún sagöi
þreytulega: „Já. Ég hef líka hugs-
að um hana. Hún gæti vitaö svo
margt sem — sem hver sem það
er hefði orðiö að vita. En ég get
ekki trúað því. Ég get ekki séð
hana fyrir mér klifrandi upp
brunastiga og svoleiöis. Og henni
þótti vænt um Millicent. ”
„Hvernig veistu þaö? Ekkert
okkar getur verið visst um hitt.
Við getum aðeins dæmt eftir því
sem viö sjáum. Ég hugsa að ég
hafi haldið að ég vissi ýmislegt um
Elf. Ég ætlaði að kvænast henni,
guö forði mér frá því — og ég er
kominn af skoskum forfeörum og
meina það þegar ég segi „já” við
prestinn. Ég á ekki við „þangað til
meðlag og hinn maðurinn aðskilja
okkur”. Nei, ég hélt að ég vissi
meira um Elf en allir hinir. Hélt
að enginn þeirra hefði skilið hana
eins og ég — gamla vitleysan.
Þarna sérðu!”
Hlátur hans var bitur og hann
sneri baki við glugganum og
tunglskininu og sagði: „Kannski
hefur einhver losað sig viö Milli-
cent Bates af því að hún var virk-
44 Vikan 9. tbl.