Vikan


Vikan - 01.03.1984, Blaðsíða 12

Vikan - 01.03.1984, Blaðsíða 12
Texti: Hrafnhildur Ljósmyndir: Ragnar Th. ~\s Viðtal Vikunnar Fríðarspillír í þinginu X/ — viötal við Pál Magnússon, þingfréttamann sjónvarps Eru einhverjar líkur á því að Páll Magnússon muni ienda í stímabraki við yfir- boðara sína? „Ég veit fyrir víst aö þetta starf er eitt hið viðkvæmasta af öllum störfum sem í gangi eru í blaða- mennsku hér á landi. Það er fyrst og fremst vegna þess að þingmenn meta þessa stöðu þingfrétta- manns sem lykilstöðu! Málum er nefnilega háttað þannig í dag að stjórnmálamenn láta sig það miklu varöa hvernig þeir koma út í sjónvarpi, hvort mál þeirra fái einhverja umfjöllun og hvort þeir fái sjálfir að segja kjósendum sínum frá því sem þeir eru að vinna að. Ástæðan fyrir þessu er sú aö sumir flokkarnir hafa veikari málgögn en aðrir. Sumir hafa hreint engin málgögn. Þaö eru þrír stjórnmálaflokkar sem segja má aö séu málgagnslausir og það er eiginlega ekki nema einn flokkur sem hefur þaö góða að- stöðu að hann þarf ekki að vera upp á aðra fjölmiðla kominn. Hinir veröa að byggja allt sitt upp á því hvernig útreið þeir fá í ríkis- fjölmiðlum. Og þar vegur sjón- varpið þyngst. Þetta er alveg skiljanlegt því besta dæmiö um þetta sést við kosningar. Það eru skýr dæmi um það frá útlöndum að um 20% af fylgi flokkanna sveiflist til eftir einn umræðuþátt í sjónvarpi. Það eru þúsundir atkvæða sem sveiflast á milli eftir því hvernig menn standa sig á skjánum. Það gefur því augaleiö að þeir vilja láta fjalla um sig og því hlýtur alltaf að standa slagur um þessar 2—4 mínútur sem ég hef í hverjum fréttatíma 4—5 sinnum í viku! ” Skárra að hafa alla óánægða en alla ánægða! Það má þá ef tii viii búast við að þú verðir svolítill friðarspillir? „Ég hlýt að verða það! Það 12 Vikan 9. tbl. Völva Vikunnar spáði því nú um áramót að skeleggur l maður myndi hreppa stöðu þingfréttamanns sjónvarpsins. „Hann mun eiga í stíma- braki við stofnunina þegar til ákvörðunar kemur um val á útsendingar- efni,” sagði hún ennfremur. Nú hefur Páll Magnússon sinnt þessu vandasama verkefni í rúman mánuð. Páll Magnússon er ekki ókunnugur íslenskri fjölmiðlun því á fimm ára starfsferli hefur hann unnið sem fréttamaður á Vísi, frétta- stjóri á Tímanum, aðstoðarritstjóri hjá Storð og þáttagerðarmaður í Síðdegisvöku útvarpsins. Auk þess er hann unglingum í Breiðholti nokkuð kunnugur frá því hann kenndi þeim félagsfræði og sögu í Fjöl- brautaskólanum í Breiðholti. gefur augaleið að ekki er auðvelt verk að gera alla ánægða. Ef maður tæki þá stefnu að taka jafn- mörg mál frá hverjum flokki, alveg sama hvað um væri að ræða, þá yrðu sjálfsagt allir ánægðir. En þá yrði þetta þurr frásögn og fréttirnar hreinlega hundleiðinlegar. Því finnst mér skárri kostur að reyna að meta eftir fréttagildi hvaöa mál á að taka fyrir. Það verður líklegast sú afstaða sem kemur til með að valda mestum deilum. Og þá er alveg viðbúið aö einhverjir verði óánægðir. Auðvitað reynir maður eftir bestu getu að sigla einhvern meðalveg. En það er útilokað að gera alla ánægöa, enda er skárra frá sjónarmiði fréttamanns að hafa alla óánægða en alla ánægöa! Inn í þetta fléttast líka þessi þversögn sem gengur í gegnum alla fréttamennsku í dag. Menn taka frekar eftir því sem er nei- kvætt og því sem er deilt um. Það segir sig sjálft að það er frétt ef allt fer í háaloft á þingi út af ein- hverju máli sem í sjálfu sér er kannski nauðaómerkilegt. Síðan er lagt fram og samþykkt eitt- hvert gott mál, hækkaðar barna- bætur til dæmis, góð frétt í sjálfu sér en ekkert til að vera að gera veöur út af. Það er eins með fréttamat úr þinginu og önnur mál í þjóðfélaginu, það er það afbrigðilega sem í raun er frétt. Ekki hitt. Svo er líka alltaf hætta á því aö eitthvað fari hreinlega fram hjá manni þegar einum manni er ætlað á hálfum degi að fylgjast meö því sem 60 manns eru að gera allan daginn!” I\lú ert þú menntaður í stjórnmálafræðum. Eru stjórnmál ef til vill aðal- áhugamál þitt? „Eg hef alltaf haft mjög mikinn áhuga á pólitík. Það var mikiö talað um stjórnmál heima hjá mér í Vestmannaeyjum. Faðir minn, Magnús Magnús- son, var lengi bæjarstjóri í Vest- I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.