Vikan


Vikan - 01.03.1984, Blaðsíða 13

Vikan - 01.03.1984, Blaðsíða 13
mannaeyjum, síöan þingmaður og ráöherra og í öllum matar- og kaffitímum var talað fram og til baka um stjórnmál. Móðir mín, Marta Björnsdóttir frá Isafirði, var enginn skilyröislaus já-bróðir pabba í stjórnmálum svo þaö spunnust oft líflegar umræður um ýmis málefni. Ég held nú samt að hún hafi alltaf kosið pabba,” bætir Páll síðan við og brosir í kampinn. „Eftir aö hafa tekiö stúdents- próf frá Kennaraskólanum ákvað ég aö mennta mig í stjórnmála- sögu og hagfræöi. Ég og konan mín, María Jónsdóttir frá Vest- mannaeyjum, héldum því til Lundar í Svíþjóð árið 1975 og vorum þar í 4 ár. Þaö var gott að. búa í Svíþjóð. Við áttum þá eina dóttur og lifðum í þessu klassíska mynstri. Ég var í skóla og konan vann fyrir mér á meðan. Það er afskaplega þægilegt að búa í Sví- þjóð. Þetta margfræga kerfi þeirra fer ósköp mjúkum höndum um mann. Þaö eina sem maður hafði að kvarta yfir var hvaö Svíarnir eru leiðinlegir! En stóri plúsinn við Suður-Svíþjóð er hvað stutt er til Malmö. Og Svíar segja sjálfir að þaö besta við Malmö sé Kaupmannahöfn! Þaö er svo stutt yfir. Mér finnst persónulega Danir miklu skemmtilegri en Svíar. Ef ég hefði Dani í Svíþjóð sem töluðu sænsku þá væri nú gott að vera í Svíþjóð. Skemmtilegasta fréttin sem ég skrifaði var um ríkisstjórnar- myndun Gunnars Thoroddsens. Hvað námið varðar hefði ég nú líklegast alveg eins getað farið beint í blaðamennsku eins og að vera aö þvælast í þennan skóla. Ég hef mest verið að vinna við fjölmiölun því kennsla á fremur illa við mig, að minnsta kosti enn sem komiö er. Ég held aö ég hafi nú frekar fengiö starf þingfrétta- manns út á reynsluna sem ég hef af stjórnmálafréttum, til dæmis á meðan ég var á Vísi.” Mér skilst að þú eigir þér eina uppáhaldsfrétt frá þeim tíma og að hún tengist ein- mitt stjórnmálum ? „Já. Langeftirminnilegasti tím- inn í minni blaöamennsku er frá því að ríkisstjórn Gunnars Thor- oddsens var mynduö. Það var svo mikil harka í öllu. Þetta er í eina skiptiö sem ég hef fengið verkefni sem ég hef hreinlega mátt dunda mér við! Ég var í þessu í hálfan mánuö án þess aö skrifa staf. Var bara í því aö reyna að hlera hvað var aö gerast á bak við tjöldin. Og þar var svo sannarlega ýmislegt að gerast. Mér er sérstaklega minnis- stæður morgunninn sem ég skrifaöi þessa ákveönu frétt. Þá vissi ég ekkert aö málin væru komin jafnlangt og síðan reyndist. Ég var búinn að liggja lengi yfir þessu. Klukkan átta um morgun- inn hringdi ég í mann, góöan heimildarmann sem hafði áður hvíslað ýmsu að mér. Eg spurði hann hvort nokkuö myndi gerast þennan dag frekar en alla hina dagana! Hann þagði lengi í símann en hvíslaði síðan í sím- tólið: Hvernig stendur eiginlega á því að þiö eruð búnir aö vera aö reyna að hlera þetta vikum saman en vitið svo í raun ekkert hvað er aðgerast? Ég reyndi að ganga frekar á hann en hann færðist undan að svara. Hann orðaði þetta einhvern veginn á þá leið að fleiri gætu nú verið að þreifa fyrir sér en akkúrat þeir sem færu með umboðið! Þá kviknaði á perunni hjá mér! Ég hóf síðan miklar hringingar í allar áttir og eftir að vera búinn að púsla öllu saman þóttist ég viss um að Gunnar Thor- oddsen væri að mynda stjórn, svona í framhjáhlaupi! Ég rauk með þetta, eldrauður af æsingi, upp á ritstjórn og eftir mikil fundarhöld var mér hleypt með þetta í blaðiö. Sem betur fer, því þetta reyndist allt saman rétt! Og við urðum fyrstir með þessa frétt. Þetta er eina fréttin sem ég hef klippt út og límt inn í albúm! Og ég geymi hana vel. Síðan var myndaslagurinn eftir. Hverjir yrðu fyrstir til að ná mynd af stjórnarmyndunarviöræðum Gunnars Thoróddsens. Eftir mikinn njósnaleik enduðum við Bragi Guðmundsson ljósmyndari á því að elta Tómas Arnason í leigubíl. Hann leiddi okkur eftir ýmsum krókaleiðum sem enduðu síðan í hinu fræga húsi, Rúblunni. Þar náðum við mynd af Gunnari sjálfum aö koma út úr lyftunni og vorum að vonum rrljög ánægðir með það afrek! ” Páll kímir þegar hann rifjar þessa sögu upp og hefur greinilega mjög gaman af. Páll Magnússon ásamt konu sinni, Maríu Jónsdóttur, og dætrunum tveimur, Eir, átta ára, og Hlín, þriggja ára. Heldur þú að þú lendir i ein- hverju svipuðu i nýja starf- inu? „Það ætla ég rétt aö vona. Það er þetta sem gerir þetta starf skemmtilegt. Það er auðvitað svo- lítið erfitt aö koma svona inn í þetta á miðri vertíð og þó ég hafi verið mikið niðri í Alþingi þarna um árið þá breytist pólitíkin frá degi til dags og maður veit ekki hvaða mál eru í gangi nema kynna sér það mjög vel. Síðan verður maður að setja sig inn í allt sem er að gerast á bak við tjöldin líka! Stór hluti af mínum tíma mun fara einfaldlega í það að tala við þing- menn á kaffistofum og í glugga- kistum um það sem er á seyði. ’ ’ Fjögur ár - eins og heil eilífð. Nú hefur þú gert stuttan stans á þínum fyrri vinnu- stöðum. Hefurðu einhverja hugmynd um hve lengi þú ætlar að vera í þessari stöðu? ,,Nei. Kannski eitt kjörtímabil eins og þingmennirnir! En mín ráðning gildir á meöan þing situr hverju sinni. Ingvi Hrafn var í þessu í fjögur ár og án þess að ég sé með nokkrar yfirlýsingar þá get ég ímyndaö mér að þaö sé heppilegur tími. Fjögur ár. . . . ég hef aldrei veriö svo lengi í einu starfi. Það er eins og heil eilífö! Sannleikurinn er sá að menn mega ekki vera of lengi hjá út- varpi og sjónvarpi vegna þess að þessir fréttamenn eru alltaf inni á heimilum hjá fólki. Alltaf sama röddin, alltaf sama andlitið. Fólk verður hreinlega hundleitt á manni eftir ákveöinn tíma. Þess vegna verður hiklaust aö skipta um mannafla með reglulegu milli- bili. Mér hefur fundist ég hafa mjög gott af því að hafa komið svo víða viö. Eg hef náö mér í mikla reynslu á til þess að gera mjög skömmum tíma. Og starfsævi blaðamannanna er ekki það löng, , skal ég segja þér. Hún er svona fimm árum lengri en hjá þeim í atvinnufótboltanum. Því er um að gera að virkja kraftinn á meðan hann er fyrir hendi. ’ ’ Af hverju heldur þú að starfsævi blaðamanna sé ekki lengri en þetta? „Auövitað er fullt af blaöa- mönnum sem hafa verið lengi í þessu og staðiö sig mjög vel. Sumir halda áfram alveg þangaö til þeir snúa upp tánum. Hins vegar endast menn ekki í þessari hörðu fréttamennsku nema ákveðinn tíma. Alagið er svo rosalegt, allir þessir fjölmiölar hér eru sífellt að berjast um sömu fréttina og allir eru þeir undir- mannaöir. Ef við tökum til dæmis þátt eins og Síðdegisvökuna. Það gæti hvergi gerst í heiminum aö tveir menn ættu að sjá um 50 mínútna þátt daglega í útvarpi! Annars staðar væri örugglega á bak við þá tíu manna hópur sem væri bara í því að kanna málin og undirbúa þáttinn. Dauðvorkenni þessum blessuðu þingmönnum Ég get líka ímyndað mér að það sem birtist eftir duglegan íslensk- an blaðamann á einni viku sé svipaö magn og kollegi hans í útlöndum myndi skila á heilu ári! 9. tbl. Víkan 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.