Vikan


Vikan - 01.03.1984, Blaðsíða 51

Vikan - 01.03.1984, Blaðsíða 51
aö hlusta á sjónarmið annarra. Hann hefur tilhneigingu til að skipta sér af öllu vegna þess að hann á erfitt með að treysta því að aðrir geti gert eins vel og hann sjálfur. Hann hefur gjarnan mikla þörf fyrir að fylgjast með lögum og reglum og tekur í raun aö sér lögreglustjórahlutverk á vinnu- staðnum. Slíkur stjórnandi kallar aö sjálfsögöu á mjög neikvæð viöbrögð starfsfólks, ýmist opna andstööu eða leynda sem getur komiö fram í aö starfið er vanrækt þegar hann er hvergi nærri, í bak- tali og ýmsum mótmælaaðgerö- um. Yfirmaöurinn finnur því fljót- lega aö hann einangrast og á ekki trúnað eða fær upplýsingar frá starfsmönnum sínum. Ef hann getur ekki séð sinn hlut í tengslun- um á vinnustaö verður hann því að öllum líkindum tortrygginn gagn- vart vissum starfsmönnum en reynir um leið að vinna aðra á sitt band. Um leið er vítahringur farinn af stað sem fljótlega kemur í ljós í afköstum, óánægju og því að starfsfólk segir upp störfum. Vegna þess hve óvinsæll ráð- ríkur yfirmaður er reyna margir að temja sér önnur viðbrögð, þó svo að þeir séu undir niðri jafn- yfirgangssamir og áður. Þeir hlusta á starfsfólk setja fram hug- myndir sínar og viröast jákvæðir og lýöræðislegir en þegar á herðir og taka þarf ákvarðanir stingur úlfurinn hausnum undan sauðar- gærunni og veit þrátt fyrir allt best sjálfur og virðir skoöanir annarra og reyndari aö vettugi. Starfsfólk er hins vegar fljótt að finna hvaö er á ferðinni og bregð- ast viö því. En það eru þó ekki allir sem kunna illa við ráðríka yfirmenn. Margir eldri starfsmenn, ,,af gamla skólanum”, kunna vel við slíka yfirmenn og vilja gjarnan hafa stjórnanda sem tekur á- byrgðina á sínar herðar. Erfiðast virðist samkomulagið vera þegar ráðríkur yfirmaður er á vinnustað þar sem aðrir starfs- menn eru með þekkingu á svipuðu stigi og hann eða jafnvel meiri. Þá er erfitt fyrir starfsmenn aö sætta sig við einvaldstilhneiging- ar. Óábyrgi yfirmaðurinn Yfirmaður sem lætur reka á reiðanum er yfirleitt ekki vinsælli en sá ráðríki. Hann er andstaða þess ráðríka á þann hátt að hann á erfitt með að setja mörk og reglur í vinnunni, gefur óbein og óskýr skilaboð til starfsfólks. Starfsfólk verður óöruggt um til hvers er ætl- ast af því og verður að finna sínar eigin leiðir. En það fær heldur ekki að vita hvort þær leiðir eru réttar og á því auðvelt með að missa áhugann og snúast til and- stöðu. Starfsfólk kvartar undan þess- um yfirmönnum vegna þess að þeir slá frá sér erfiöum og óþægi- legum ákvörðunum og bregðast við með því að láta ekki ná í sig eða flýja undan á annan hátt sem kemur að sjálfsögðu niður á starfsfólki sem þarf oft að taka af- leiðingunum. Yfirmaðurinn er yfirleitt sjálfur óöruggur og líður illa í því hlutverki sem hann hefur tekið að sér. Oft á þetta við um yfirmenn sem áður hafa verið óbreyttir starfsmenn og finnst þeir einangraðir í stjórnunarhlut- verkinu og sakna vinnu- samheldninnar sem var. Þeir eiga því erfitt með aö hafa metnað í yfirmannshlutverkinu sem getur til dæmis komið fram í því að þeir eiga erfitt með að standa með starfsfólkinu út á við gagnvart á- kvörðunum sem teknar eru í nefndum, ráðum og stjórnum fyrirtækja. Þeir flýja undan þar líka. Veldur hver á heldur Það er ekki heiglum hent að taka að sér yfirmannsstöðu og gera henni góð skil. Yfirmaður verður augljóslega að geta þolað misjafnar skoðanir, gagnrýni og einangrun. Hann hefur raunveru- legt vald yfir líðan annarra starfs- manna, bæði vegna þess að hann tekur ákvarðanir sem áhrif hafa á starfið varðandi verkefnin sjálf og eins getur hann haft áhrif á stöðu- hækkanir og flutninga innan fyrir- tækisins. Hann er bæði skipuleggj- andi sem samhæfir styrk hópsins og um leið fyrirmynd í sam- skiptum inn á viö og út á viö. I öllum þeim rannsóknum sem gerðar hafa verið um starfsfólk og yfirmenn hafa ætíð komið fram að vissir eiginleikar eru öðrum betri til að yfirmaður njóti virðingar og starfsfólk verði ánægt: — Hann þarf að hafa góða þekk- ingu á starfinu. — Hann þarf að hafa sjálfs- traust og vera í sálrænu jafnvægi. — Hann þarf aö vera sveigjan- legur og vera tilbúinn að bæta við sig þekkingu. Auk þess er góö leið að hafa stuðningshóp sér við hlið. í honum þurfa að vera starfsmenn eða aðrir sem þekkja viðkomandi sviö. Þeir þyrftu að hafa líkar skoðanir og vera tilbúnir að hlusta þegar yfirmaðurinn þarf að fá út- rás en geta gagnrýnt líka. Ef slíkir stuðningsaöilar eru fyrir hendi er minni hætta á að yfirmaðurinn festist í vonbrigðum (sem eru óhjákvæmileg) og finnist hann einangraður og misskilinn. Það er mikilvægt fyrir and- rúmsloft og afköst á vinnustaön- um að yfirmaðurinn sé ekki yfir- gefinn og undirmennirnir undir- gefnir. 9. tbl. Vikan 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.