Vikan


Vikan - 01.03.1984, Blaðsíða 58

Vikan - 01.03.1984, Blaðsíða 58
Barna— Vikan En hvemig átti hann aö láta vita hvar hann væri? Flugvélina myndi áreiðanlega fenna í kaf fljótlega og svo var hann líka kominn langt frá henni. Það var Nanúk sem fann upp á snjallræði. Póstflugvélarnar flugu alltaf yfir snjóhúsið hans þegar þær voru að fljúga með póstinn yfir í næsta þorp á hverjum mánudegi. Það sem Nanúk datt í hug var að troða stafi í snjóinn og senda skila- boö um að Bill væri hjá þeim. Hann gekk og gekk og þjappaði snjónum í risastóra stafi: BILL ER HÉR stóð í snjónum. Allan mánudaginn biðu þeir spenntir eftir að flugvélin flygi yfir. Loks sáu þeir hana nálgast og Nanúk og allir krakkarnir hlupu og veifuðu og veifuðu og bentu á stafina. Loks lenti flugvélin á ísnum rétt hjá húsinu hans Nanúks. Bill var ósköp feginn þegar búið var um hann í vélinni og hann var kominn af stað heim á leið. — Hvað get ég nú gert fyrir þig í staðinn fyrir þessa ágætu hugmynd? sagði Bill viö Nanúk. — Á ég að senda þér eitthvað skemmtilegt? Er eitthvað sem þig langar í frá borg- inni? En Nanúk hristi alltaf höfuðið og brosti bara feiminn. Eskimóadrengurinn og fíugmaðurinn Einu sinni var lítill eskimóadreng- ur sem hét Nanúk. Hann lifði skemmtilegu lífi, fékk stundum að fara á veiðar með föður sínum og lék sér með hinum eskimóabörnunum fyrir utan snjóhúsið sitt. Allt gekk prýðilega þarna langt, langt norður á ísbreiðunni vestur í Alaska þar sem hann bjó. Eitt sinn þegar Nanúk var að fara með pabba sínum að veiða fundu þeir flugvél sem hafði brotlent á ís- breiðunni. Um borð í vélinni var flugmaöur. Hann hét Bill. Hann hafði fótbrotnað þegar vélin brot- lenti og honum var afskaplega illt í fætinum. Nanúk og pabbi hans settu flugmanninn á sleðann sinn og drógu hann heim í snjóhúsið sitt. Þar tók mamma hans Nanúks á móti honum og bjó vel um hann í snjóhúsinu, setti hann undir skinn og gaf honum kjöt og selspik að borða. En Bill þótti sel- spikið ekkert sérlega gott. og hann langaði ósköp mikið til að komast heim til f jölskyldunnar sinnar. 58 Víkan 9. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.