Vikan


Vikan - 01.03.1984, Blaðsíða 43

Vikan - 01.03.1984, Blaðsíða 43
FRAMHALDSSAGA íl í'1 Því miður eru alltaf kjósendur — of mörg atkvæöi — sem hægt er að kaupa fyrir pen- inga því aö sannfæringin er ekki fyrir hendi. Peningar tala alltaf hærra en stjórnmálamenn. Einn þeirra sem vildi kaupa sér völd kom með ykkur frá London. Hann er dáinn. Jembe. En þeir eru fleiri og alla vantar þá peninga.” Hann þagði aftur smástund, yppti svo öxlum og tók upp sígar- ettuveskið. „Ég held að þér reykið ekki, ungfrú Kitchell. Vonandi er yður sama þóaöviðgerum það?” Hann brosti vingjarnlega um leið og hann bauð Lash sígarettu og brátt lagöi ilminn af tyrknesku tóbaki um bílinn. Hann hallaði sér aftur á bak í sætinu eins og hann hefði ekkert meira að segja. Lash sagöi léttur í máli: „Ég býst við að það veröi margir fyrir vonbrigðum. Hvers vegna eru þér að seg ja okkur þetta ? ” Seyyid Omar hló. „Þér eruö óheimskur, hr. Holden.” Þetta var ekki spurning heldur staöreynd og Lash sagði: „Ég er aö minnsta kosti ekki það heimsk- ur! En ég skil ekki hvað þetta kemur mér við eða ungfrú Kitchell.” „Ekki það? Þér hafið kannski rétt fyrir yður. Það er þó eins gott aövara ykkur viö.” „Vara við!” Rödd Lash varö hvassari og Dany fann að hann var á varðbergi. „Þetta er oft undirbúningur átakanna heima hjá mér. Viö hverju eruð þér eiginlega að vara okkur? Eða skjátlast mér og þér eruð að hóta okkur?” „Nei! ” Seyyid Omar rétti hönd- ina biöjandi upp. „Þér misskiljið mig. Hví skyldi ég ógna yöur? Eg eraðgefa góðráö.” „Komiö þá með þau.” „Ef eitthvað er til um þennan falda fjársjóð, ef — einhver veit hvar hann er geymdur held ég að sá hinn sami ætti að tala við hans hátign soldáninn, sem guð varð- veiti. Eða lögregluna.” „Hvers vegna? Er hættulegt aö vita það?” „Auövitað það líka. Það gæti veriö mjög hættulegt að vita slíkt en það er önnur ástæða og hún er mikilvægari. Þaö verður að koma í veg fyrir aö fjársjóðurinn falli í rangar hendur. Slík upphæð getur veriö hættuleg ef hún er notuð til illverka. Hún yrði notuð til slíks. Þér getiö verið viss um það. Bölvun hvílir yfir þessum auðæfum.” „Þér ætlið þó ekki að segja mér að þér trúið svoleiðis vitleysu?” sagði Lash óþolinmóður. Seyyid Omar leit hlæjandi á hann. „Svo að þér hafið heyrt það? Jú, ég trúi því þó að þér trúið því ekki. En þér eruð ungur maður, hr. Holden, frá ungu landi. Þér eigiö enn mikið ólært — sér- staklega um Austurlönd. Það er hægt aö segja þetta meö oröum sem hafa veriö ofnotuö en aldrei bætt: Það er meira á himni og jörðu, hr. Holden, en heimspekina dreymirum!” Hann leit á Dany, brosti afsak- andi og sagði: „Afsakiö, ungfrú Kitchell. Þér hafið engan áhuga á þessu. Viö skulum koma í klúbb- inn minn og þar getum við talað saman yfir glasi og þér hitt vini mína. Þeir eru mun skemmtilegri en ég.” Hann neitaði að ræða máliö eða svara spurningum og fór með þau í arabíska klúbbinn þar sem þau sátu undir stjörnubjörtum himni og létu fara vel um sig. Seinna fengu þau framandi mat í litlu veitingahúsi í hliðargötu og óku svo að ströndinni fyrir framan höll soldánsins. Þar hlustuðu þau á hljómsveit eins og nokkrir aðrir þegnar hans hátignar — spiluð voru lög eftir Gilbert og Sullivan og The Belle of New York. Ljósin voru enn kveikt og fólk á fótum þegar þau komu til skugga- hússins því að klukkan var aðeins rúmlega hálfellefu. En Seyvid Omar vildi ekki koma inn með þeim og Lash sagði hugsandi þeg- ar þau horfðu á afturljósin á bíl hans hverfa: „Þessi náungi veit mun meira en hann vill segja. Miklu meira. Spumingin er aöeins sú á hvers bandi hann er. Stendur hann með englunum eins og hann vill vera láta eða er hann að blekkja okkur? Hann væri ekki fyrsti aristo sem sviki stétt sína og slægist í för með almenningi! ” Dany sagði lágt: „Hann talaði viö þennan Jembe á flugvellinum í Nairobi. Égsá þá.” „Hvenær? Hvar? Þú sagðir mérekki frá því.” „Mér datt þaö ekki í hug. Það hefur svo margt annað komið fyrir. Margtverra.” Hún sagði honum þaö þá og Lash sagði hugsandi: „Hummm . . . Þetta er allt eitthvaö dular- fullt. Kannski hann hafi gert þaö, gefiö Jembe cyanid vegna þess aö hann vill sjálfur verða númer eitt í einræðisríkinu. Kannski lítur hann á sig sem Hitler staðarins, foringja Zanzibar.” „Konungur jarðar og tíina,” vitnaði Dany lágt. „Hvað varstu að segja ? ’ ’ Dany roðnaði og baðst afsökun- ar. „Fyrirgefðu. Ég var að hugsa um annað, persneska áletrun sem hann þýddi fyrir mig í gær. Eg get ímyndaö mér aö hann dreymi um að verða þannig konungur — og að endurreisa konungdæmiö.” „Og vilji fá fjársjóðinn til að byrja með. Kannski.” „En það getur ekki verið hann. Það var að minnsta kosti ekki hann sem stal bréfinu eða kortinu eða hvað svo sem það var frá mér. Þá vissi hann hvar þetta er og hann veit það ekki. En kannski heldur hann að ég sé enn með þaö. Kannski heldur hann að ég beri þaö á mér. Það datt mér ekki í hug fyrr!” „Hvaö datt þér ekki í hug? Um hvað ertuaðtala?” „Töskuna mína. Þú sagðir að einhver arabinn í þorpinu heföi rist á hana en það var ekki þannig. Ég hef hugsað málið og þaö kom enginn þeirra nálægt mér.” Lash hló stuttlega og sagöi: „Heyrðu, elskan, ef þú heldur að einhver geti ekiö bílnum jafnhratt og hann gerði og stýrt meö ann- arri hendi en skoriö sundur tösk- una þína með hinni, þá skjátlast þér! Svo sastu ekki einu sinni hjá honum. Gussie gerði þaö.” „Eg átti ekki við að það hefði verið gert í bílnum,” sagöi Dany óþolinmóö. „Ég sagðist hafa verið að hugsa málið. Það var allt í lagi með töskuna áður en við komum aö hellinum. Eg setti sólgleraugun mín í hana og man að ég tróð þeim niður við hliðina á vasaklútnum. ” „Hvaðmeöþað?” „Þá er aöeins um einn stað aö ræða þar sem einhver getur hafa náð í töskuna án þess aö ég vissi af. I hellinum. Þar var dimmt og við vorum öll í hóp og héldum hvert í annað til að detta ekki. En það var enginn þar niöri — nema viö.” Larry nam skyndilega staöar og veikt tunglskinið féll á andlit hans. „Ertu viss um aö það geti ekki hafa verið annars staöar?” „Já alveg viss. Þess vegna vildi ég ekki tala meira um þaö. Mér finnst slæmt að ég skyldi nefna þetta en ég varö svo hissa að það datt út úr mér. Svo hugsaöi ég málið og skildi að þetta haföi gerst í hellinum og að enginn viðstaddur hefði gert það til aö ná í púðurdós, varalit og smápeninga. Þaö var einhver sem vildi ná í eitthvað sér- stakt sem hann hélt að ég bæri á mér. Það hlýtur að vera! ” „Já,” sagði Lash dræmt. „Aftur sama fólkiö. Sex okkar flugu frá London til Nairobi og tvö bættust við til Zanzibar. Gussie og Elf og Larry Dowling. Nigel og Eduardo og arabinn, vinur okkar. Þaö er ólíklegt aö eitthvert þeirra færi að stela varalit og smáaur- um. Þú hefur víst á réttu að standa. Það heldur einhver aö þú hafir þaö.” Þessi dómur var fljótlega staö- festur. Hin voru aö spila í borðstofunni en Lash afsakaöi sig meö þreytu og fór inn til sín. Dany fór upp að hátta — og sá að einhver hafði leit- aö í herberginu hennar meðan hún var fjarverandi. Leitin haföi verið jafnfullkomin og á Airlane en betur var gengiö um. Leitað hafði veriö í hverri skúffu og skáp. Jafnvel rúmfötin höfðu veriö tekin af rúminu og sett aftur á en ekki alltof vel. Leitað haföi veriö í púðurdós með nagla- skærum og með naglaþjöl í hreinsikremsdollu. Andlits- þurrkur höfðu veriö teknar úr kassanum og troðið ofan í hann aftur, sokkar teknir í sundur og lás brotinn upp á tösku. „En ég hef það ekki!” sagði Dany og talaði upphátt eins og hún væri að ávarpa ósýnilegan leitar- manninn. Henni brá þegar hún heyrði rödd sjálfrar sín og hún snerist á hæli og stökk út. Ljós loguðu á veröndunum og í garðinum og þaö voru engir skuggar í stiganum. Hún reyndi hvert þrep áður en hún steig fast á það og hélt sig viö vegginn. Hún var hrædd. Hún heyrði mannamál og hlátrasköll innan úr lokaðri borðstofunni og hún læddist á tán- um fram hjá og út í kyrrlátan garðinn. Hún var ekki eins hrædd við tunglskinið og dimma skuggana og húsið og hún stökk léttilega yfir stígana milli blómabeðanna og ilmandi rósa- og jasmínurunna. Hún fór fram hjá grunnu tjörninni með steinfuglunum og komst að mjóa stiganum sem lá að gesta- húsinu viövegginn. Ljósin voru kveikt en Lash svaraði ekki þegar hún barði að dyrum. Hún opnaði og fór inn. Þaö 9. tbl. Vikan 43 I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.