Vikan


Vikan - 01.03.1984, Blaðsíða 20

Vikan - 01.03.1984, Blaðsíða 20
Smásaaa „Gleymdu því, beibí. Eg veit svariö. Ekki séns. Hún er prins- essa ef nokkur er þaö. ” „Prinsessa?” „Gyðingaprinsessa, beibí.” „Ég skil.” sagöi greifinn og var engu nær. Sheila Skolnik mætti ekki í tíma í nokkra daga. Á miövikudeginum sem átti að skila ritgeröunum hringdi hún. „Mér þykir þetta leitt,” sagöi hún. „Ég hef veriö meö flensu. En ég hef lokið við rit- geröina mína. Get ég skilaö henni heimtil þíníkvöld?” „Það er ekki bráðnauðsynlegt, frú Skolnik.” „Verður þú heima í kvöld? ” „Já, en. . . ” „Fínt. Ég kem um áttaleytið.” Og hún lagði á. „Mjög óreglulegt,” muldraði Kinski greifi meðan hann hreins- aöi diskana sína, hellti matar- afgöngunum í litla skál og lét brauðið aftur í brauðkassann. Mjög óreglulegt.” Greifinn ákvað aö drekka teið sitt í armstólnum þetta kvöld, stólnum þar sem hann sat og las flest kvöld. Þungt regn barði á gluggann í stofunni hjá honum. Tuttugu mínútur yfir átta og frú Skolnik var ekki enn komin. Það hélt áfram að rigna, enn af sama krafti. Það höfðu verið óumdeilan- leg mistök aö leyfa henni að skila ritgerðinni heim til hans. Mjög óreglulegt og nú hafði seinkun bæst við óregluna. Um þetta leyti var greifinn venjulega búinn að koma sér fyrir við vinnu sína eða byrjaður aö lesa fyrir bók sem til reynslu hét Ameríka í hnignuninni og hann vonaðist til að skrifa einn dag. Hann var ekki ánægður með að láta raska venjum sínum á þennan hátt. Klukkan kortér fyrir níu var dyrabjöllunni hringt. Eftir að hafa ýtt á hnappinn, sem opnar dyrnar, gekk greifinn að forstofuhurðinni sinni. Þegar hann kom fram á ganginn sá hann frú Skolnik ganga upp síöustu tröppurnar. Hún var algerlega gegndrepa. „Fyrirgefðu hvað ég kem seint,” sagði hún. „Ég fann hvergi bílastæði.” Hún tók stórt umslag úr rúmgóðri leðurtösku. „Hér er ritgerðin mín. Að minnsta kosti er hún þurr þó höfundurinn sé það ekki.” Hún stóð í ganginum, vatn draup af henni. Hár hennar var í mikilli óreiðu. Greifinn heyrði sjálfan sig segja: „Gjörðu svo vel og komdu inn og láttu þig þorna. Það má kannski bjóöa þér tebolla.” „Takk. Það mundi ég þiggja.” Hún fór úr leöurstígvélunum í ganginum, einnig regnkápunni, sem var gegnblaut. „Leyfðu mér að lána þér hand- klæði,” sagði greifinn og vísaði leiðina aö baöherberginu. „Hvaða tegund viltu af tei?” „Hvað sem er,” sagði hún og lokaöi baðherbergisdyrunum hægt. Greifinn tók út hrein teáhöld og hafði sett tvær munnþurrkur í litla málmhringi þegar hann heyrði baðherbergið opnast. Hann sneri sér við og sá frú Skolnik, berfætta, vera að þurrka hárið með hand- klæðinu, og eingöngu klædda gula baðsloppnum hans. „Ég vona að það sé í lagi að ég hafi fengiö þetta lánað um stund, prófessor,” sagði hún. „Fötin mín eru gegnblaut.” „Ég skil,” sagði greifinn. Hann beygði sig til að hella te í bollana en hendur hans skulfu. Teketillinn glamraði við postulíns- bollann. Frú Skolnik lét hönd sína yfir hans hönd til að róa hann. Hann leit viö og augu hennar voru rétt við hans. Hann stóð kyrr og hún líka; sloppurinn hennar opn- aðist aðeins. Hann ætlaði að segja eitthvaö þegar hún lagði hönd sína blíðlega yfir munn hans. Þau föðmuðust og hún leiddi hann inn í svefnherbergiö, þar sem þau síðan gerðu saman ýmislegt sem greifinn hafði ekki einu sinni þorað að láta sig dreyma um. Þegar greifinn vaknaöi morgun- inn eftir fann hann miða á eldhús- borðinu. Þar sagði að hún mundi koma til hans á skrifstofuna seinna þennan dag. Greifinn var alveg ruglaður. Hvaö ætti hann að segja viö hana næst þegar þau' hittust? Allt þangað til í gærkvöldi haföi lífiö virst svo skipulegt, svo einfalt. Ekki lengur. Hvernig var nú ameríska máltækið? Í súpunni. Já, hann var aldeilis kominn í súpuna núna. Barney Ginsberg var klæddur í gallabuxur, skyrtu með blóma- mynstri, þrjár efstu tölurnar óhnepptar, og hann hafði þrjár keðjur um hálsinn — eina með Davíðsstjörnunni, aðra með stjörnumerki og á þeirri þriöju var tönn úr dýri. „Þú hefur leitað til rétta mannsins, Pete,” sagði Ginsberg þegar greifinn hafði gert tilraun til aö vekja máls á því sem honum lá á hjarta. Greifinn hafði ekki nefnt nafn frú Skolnik. „Jahá, þú hefur leitað til rétta læknisins, strákur,” sagði Gins- berg. „Kvenfólk er mitt besta fag. Ef ég væri tuttugu árum yngri mundi ég skrifa háskólaritgerð mína um þaö. Obundnar konur á síðasta aldarfjóröungi tuttugustu aldarinnar. Ritgerð, fjandinn sjálfur, við erum að tala um met- sölubók.” „Er það ekkert truflandi, Barney, að vera með mörgum konum? Finnst þér það ekkert hugflækjandi? ” „Hvers konar flækjur? Sjáðu til, Pete, þessar konur vita hvað þær eru að fara út í þegar ég er annars vegar. Við veitum hvort öðru dálitla þjónustu. Þegar annaö okkar missir áhugann þá hættum við. Ekkert missætti.” „En þykir þér þetta aldrei órétt- látt?” „Aðeins þegar einhver dama sem ég hef ennþá áhuga fyrir hættir á undan mér.” „Fylgir þessu engin ábyrgð?” „Hvað á ég að gera, beibí, biðja einhverja stelpu aö giftast mér af því að hún vill sofa hjá mér? Láttu ekki svona. Ég lít þannig á máliö að ég er þakklátur en það ætti hún líka að vera.” Ginsberg setti fæturna upp á borð. Hann var í rauðum skóm með bláum röndum. „Ég skil,” sagði greifinn en var ekki viss um að hann gerði þaö. Greifinn var feginn að Ginsberg skyldi ekki vera á skrifstofunni þegar frú Skolnik kom. Hann spurði hana um flensuna. Leið henni betur? Hún sagði aö sér liði betur, en hélt að það væri betra að vera heima í nokkra daga. „Viltu ekki kalla mig Sheilu?” spurði hún. „Jú,” sagði greifinn en sást þó yfir að gera það. „Hvaö má ég kalla þig? ” „Skírnarnafn mitt,” sagði greif- inn og tók eftir því að röddin skalf aðeins, „er Peter.” „Ert þú laus á sunnudaginn, Peter?” „Já,” sagði hann. „Eg held að ég sé það.” „Það er dagurinn sem Larry tekur börnin. Það er stundum einmanalegur dagur fyrir mig. Getum við eytt honum saman?” „Ég held að þaö væri indælt.” „Vertu svo góður og kallaðu mig Sheilu.” „Já,” sagöi greifinn. „Ég vil endilega vera með þér á sunnu- daginn, Sheila. Eg hefði mjög gaman af því.” Sunnudagurinn var bjartur og hlýr miöaö við seinnipart mars- mánaðar í Chicago. Vegna þess að greifinn hafði ekki bíl varð hún að koma til hans. Daginn áður hafði hann keypt fasana hjá tékk- neskum slátrara í norðurhluta hverfisins. Hann hafði ráögert kvöldverð og kannski gönguferð viö tjörnina. Hann var að taka til í íbúðinni sinni, Bach hljómaði í út- varpinu þegar dyrabjöllunni var hringt rétt eftir hádegi. Hún var í gráum buxum og hvítri blússu með litlum kraga undir gulri peysu. Gula peysan geröi hár hennar ennþá fallegra en hann hafði minnt það vera, liturinn fór augum hennar líka vel. Þegar hann tók kápuna hennar hallaði hún sér áfram og lagði vanga sinn að hans. Hjarta hans tók stökk. „Jæja, Peter,” sagði hún. „Hér erum viö.” „Alveg rétt. Einmitt,” sagði hann. „Dagurinn er dýrölegur.” „Hann er það. Má bjóöa þér te. . . Sheila?” „Nei, takk. Ekki fyrir mig. Það er synd aö sóa svona degi. Kannski við ættum að vera úti?” Þaö var ekki fyrr en þau voru komin til Evanston, næstum því tvær mílur heiman frá honum, að greifinn tók eftir því að hann hafði gleymt göngustafnum sínum. Þau töluðu léttilega saman — þaö var auðveldara en hann hafði haldið. Hún sagði honum frá barnæsku sinni í úthverfum Chicago; talaöi um hjónaband sitt sem haföi endað eftir að faðir hennar sagði henni að eiginmaður hennar hefði haldið framhjá henni með öðrum konum. Margar þeirra voru sjúkl- ingar hans. Áhrif skilnaðarins á börnin, ást hennar, þetta snerti greifann meö einfaldleika sínum og sterkum tilfinningum. Hann talaði um sína eigin barn- æsku, svo ólíka hennar. Þegar hann talaði um líf sitt síðan hann kom til Ameríku uppgötvaði hann, við að heyra sjálfan sig lýsa venjum sínum, að hann hafði ekki mikiö að lifa fyrir — að minnsta kosti ekki á þann hátt sem hún gæti skiliö: hann kenndi, hann las, hann eldaði. Dagarnir liðu einn af öðrum og þrjátíu ár höfðu liðið hjá. Kvöldverðurinn var vel heppn- aður. Hún haföi aldrei borðað fasana áður — og fasaninn hans, þó hún hefði ekki getað vitað það, var sérlega gómsætur. Þau drukku tvær vínflöskur. Hún spurði hann hvort hann hefði lesið allar bækurnar í íbúð- inni. Hann sagöist ekki hafa lesið næstum því allar en væri hræddur um að bókakaup væru sinn stærsti 20 Vikan 9. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.