Vikan


Vikan - 01.03.1984, Side 58

Vikan - 01.03.1984, Side 58
Barna— Vikan En hvemig átti hann aö láta vita hvar hann væri? Flugvélina myndi áreiðanlega fenna í kaf fljótlega og svo var hann líka kominn langt frá henni. Það var Nanúk sem fann upp á snjallræði. Póstflugvélarnar flugu alltaf yfir snjóhúsið hans þegar þær voru að fljúga með póstinn yfir í næsta þorp á hverjum mánudegi. Það sem Nanúk datt í hug var að troða stafi í snjóinn og senda skila- boö um að Bill væri hjá þeim. Hann gekk og gekk og þjappaði snjónum í risastóra stafi: BILL ER HÉR stóð í snjónum. Allan mánudaginn biðu þeir spenntir eftir að flugvélin flygi yfir. Loks sáu þeir hana nálgast og Nanúk og allir krakkarnir hlupu og veifuðu og veifuðu og bentu á stafina. Loks lenti flugvélin á ísnum rétt hjá húsinu hans Nanúks. Bill var ósköp feginn þegar búið var um hann í vélinni og hann var kominn af stað heim á leið. — Hvað get ég nú gert fyrir þig í staðinn fyrir þessa ágætu hugmynd? sagði Bill viö Nanúk. — Á ég að senda þér eitthvað skemmtilegt? Er eitthvað sem þig langar í frá borg- inni? En Nanúk hristi alltaf höfuðið og brosti bara feiminn. Eskimóadrengurinn og fíugmaðurinn Einu sinni var lítill eskimóadreng- ur sem hét Nanúk. Hann lifði skemmtilegu lífi, fékk stundum að fara á veiðar með föður sínum og lék sér með hinum eskimóabörnunum fyrir utan snjóhúsið sitt. Allt gekk prýðilega þarna langt, langt norður á ísbreiðunni vestur í Alaska þar sem hann bjó. Eitt sinn þegar Nanúk var að fara með pabba sínum að veiða fundu þeir flugvél sem hafði brotlent á ís- breiðunni. Um borð í vélinni var flugmaöur. Hann hét Bill. Hann hafði fótbrotnað þegar vélin brot- lenti og honum var afskaplega illt í fætinum. Nanúk og pabbi hans settu flugmanninn á sleðann sinn og drógu hann heim í snjóhúsið sitt. Þar tók mamma hans Nanúks á móti honum og bjó vel um hann í snjóhúsinu, setti hann undir skinn og gaf honum kjöt og selspik að borða. En Bill þótti sel- spikið ekkert sérlega gott. og hann langaði ósköp mikið til að komast heim til f jölskyldunnar sinnar. 58 Víkan 9. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.