Vikan


Vikan - 12.04.1984, Page 22

Vikan - 12.04.1984, Page 22
ACE OF THE 80'S URSLIT1984 l?5 Kann sér inn á einu ári um 18 milljónir íslenskra króna. Allt bendir til þess að sigur- vegarinn frá í fyrra, Carrie Miller frá Bandaríkjunum, muni ekki síður verða vinsæl en fyrirrennarar hennar. Eileen Ford var valin kona ársins í Bandaríkjunum árið 1983 og er löngu orðin heimsþekkt fyrir störf sín. Hún hefur ætíð lagt mikinn metnað í stjórnun umboðs- skrifstofu sinnar, FORD MODELS. Hún fylgist sjálf með þeim stúlkum sem eru að stíga sín fyrstu spor hjá fyrirtækinu og sem dæmi má nefna að sigurvegarinn í FACE OF THE 80'S býr heima hjá Eileen Ford og manni hennar, Jerry Ford, fyrsta árið. Hún er mjög kröfuhörð við þau fyrirtæki sem hún hefur samvinnu við, kynnir sér ætíð vel fyrirfram orðspor þeirra og þau verkefni sem þau hafa í huga fyrir fyrirsæturnar hennar. Hún gerir ennfremur miklar kröfur til stúlknanna, þær verða að ástunda heilbrigt líferni, vera glaðværar og úthaldsgóðar því líf fyrirsætunnar er strangt og mikils er krafist af henni. %

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.