Vikan


Vikan - 12.04.1984, Side 25

Vikan - 12.04.1984, Side 25
1S Eldhús Vikunnar Umsjón: Jón Ásgeir gnum éSm* nú liggur hann cins óg léfnstraó égg, það leiddi af hrapi Ef þú vilt hljóta þökk og laun sem þykir gaman þá léttu af Eggert leiðri raun og límdu hann saman. 225grömm smjör eða smjörlíki 225grömm strásgkur 4 egg, lítið eitt þeytt 175grömm hveiti 11/2 teskeið lyftiduft 75 grömm gróft kókosmjöl SMJÖRKREM: 75 grömm smjör eða smjörlíki 225 grömm flórsykur 2 matskeiðar mjólk matarlitur (má sleppa) SKREYTING: 225 grömm hindberjasulta 100 grömm gróft kókosmjöl Smarties lakkríslengja 225 grömm möndlumassi Hrærið smjör og sykur þar til hræran verður létt og ljós. Bætið eggjunum í, einu í senn. Sigtið hveitið og lyftiduftið yfir hræruna og blandið því varlega saman við með málmskeið. Hrærið kókosmjölinu að síðustu út í deigið. Smyrjið 6 desílítra eldfasta skál. Botnfóðriö og smyrjið 18 sentímetra ferkantað, grunnt form. Fyllið eldföstu skálina að tveimur þriðju með deiginu. Setjið afganginn í ferkantaða formið. Bakið við 160 gráða hita á Celsius í 25—35 mínútur, ferköntuðu kökuna, en 40—50 mínútur skálar- kökuna. Hvolfið kökunum á grind og látiö þær kólna. Smjörkrem: Setjið öll hráefnin í skál og hrærið vel í meðtrésleif. Skreyting: Skerið ferköntuðu kökuna í sundur og leggið helmingana saman með sultu. Nú er kakan oröin ílöng. Smyrjið sultu yfir alla kökuna og þekið hana meö kókosmjöli. Myndiö múrsteinamynstur með prjóni. Þekið skálarkökuna með smjörkremi. Notið Smarties í stað augna og nefs. Notiö lakkrísræmu fyrir augabrúnir og munn. Tyllið Eggert á vegginn. Búið til hendur og fætur úr möndlumassa og komiö þeim fyrir á sínum stað. Ef nauðsynlegt er má festa útlimina meö hálfum tannstönglum. Margar fleiri ágætar uppskriftir af þessu tagi er aft finna i bókinni Kökur og kökuskreytingar eftir Jill Speneer, en hún kom út á íslensku hjá bókaútgáfunni Iftunni 1982. 15. tbl. Vikan Z5

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.