Vikan


Vikan - 12.04.1984, Page 26

Vikan - 12.04.1984, Page 26
rak hann augun í furöulega fyrir- sögn: Æðigaldurs-drykkur sem umbreytir lífsins pínu í yfirmáta sælu. Undir þessari heldur væmnu fyrirsögn var uppskrift. Oscar undraðist hana því aö allt sem í hana þurfti fannst í hverju eldhúsi. Og undir uppskriftinni voru þessi áríöandi fyrirmæli: „Berg eigi á þessum drukk fyrr en þú hefur leyst þig frá því eöa þeim sem veldur þér kvölum. Þá skaltu blanda og drekka. Undrin munu upphefjast og svo muntu uppskera sem þú sáir.” Oscar áleit að hér hefði einhver veriö að gera að gamni sínu. Til hvers þurfti maður aö drekka ein- hvern drykk þegar maöur hafði losaö sig viö þaö eöa þann sem angraði mann? Samt fannst Oscari rétt aö hugleiöa þetta nán- ar. Menn sögöu aö húsiö, sem þau hjónin bjuggu í, hefði einu sinni verið í eign kerlingar sem var hengd fyrir galdra. „Undrin munu upphefjast. . . ” Hann heföi kannski hætt aö hugsa um þetta ef honum heföi ekki orðiö gengið út í skemmti- garöinn daginn eftir. Hann varö sextíu og fimm ára þann dag. Næstum á grafarbarminum og þarna horfði hann á unga menn ganga fram hjá haldandi utan um ungar stúlkur og hann heyrði ertn- ishlátrana sem komu á undan stolnum kossum. Hann gat næstum ekki afboriö aö hugsa um muninn á þessum ungu stúlkum og konunni sinni. Nadine var alltaf í síðum kjólum sem voru háir í hálsinn. Hún fór í síöa flónelsnáttkjólinn undir kjóln- um í svefnherberginu þeirra á kvöldin og skildi aðeins við erm- arnar opnar og undir þessu teppi fór hún úr fötunum, næstum án þess að nokkur vöðvi hreyföist, sýning á fullkominni líkamsstjórn OSCAR BROWN drap konu sína meö því að hrinda henni niöur kjallarastigann daginn sem hann varö sextíu og fimm ára. Hann hefði sennilega látið þaö vera ef hann heföi ekki rekist á rykuga, gamla bók þegar hann var að þrífa háaloftið daginn áður (aö fyrirmælum konu sinnar). Bókin hét Magique Potions & Spelles eöa Ye Compleat Sorcerer og um leið og Oscar opnaði hana 26 VíKan is. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.