Vikan


Vikan - 12.04.1984, Blaðsíða 27

Vikan - 12.04.1984, Blaðsíða 27
sem var næstum jafnathyglisverö en ekki jafnæsandi og hreyfingar magadansmeyjar. Hún vaknaði hálftíma fyrir sólarupprás, vakti Oscar og hóf ræðu sína gegn synd- inni, sömu ræðu og svæfði hann á hverju kvöldi klukkan níu. Hún hafði allt hreint og þrifalegt og lét hann hjálpa sér við húsverkin. Hún gætti þess einstaklega vel að hreinsa öll skráargöt og í því sá Oscar eitthvaö sem hryggöi hann. Þarna sat Oscar í garðinum, horföi á ástfangna fólkiö og fékk tár í augun af sjálfsmeöaumkun, því að hann vissi að æska hans var horfin. Það höföu verið eða heföu átt aö vera svona stúlkur handa honum — mjúkar stúlkur með hlý faðmlög eins og hann hafði aldrei kynnst og lostastunur sem hann hafði aldrei heyrt — bara vegna þess að hann kvæntist Nadine pen- inganna vegna þegar hann var tuttugu og fimm ára. Þess vegna fór þessi lostafulli gamli maöur heim og hrinti kon- unni sinni niöur kjallarastigann. Aður en hann hringdi í lög- regluna til að segja að konan sín hefði oröið fyrir slysi blandaði hann drykkinn í gömlu bókinni og drakk. Hann var saltur. FYRST KOMU engin undur fyrir hann nema hvaö hann varð ríkur. k Fyrst voru það peningarnir sem hann hafði kvænst Nadine fyrir til þess eins að komast að því að hún gætti þeirra jafnvel og líkama síns. Svo bættust við sjötíu og fimm prósent af því sem Oscar hafði unnið sér inn um ævina. Nadine hafði hirt peningana og lagt þá fyrir. Hún haföi tekið hin tuttugu og fimm prósentin líka en þeim eyddi hún í súpukjöt, dökk- græn gluggatjöld, næpur (eftir- lætisgrænmetið hennar), framlag til alls konar líknarfélaga og trú- boöa sem börðust fyrir því aö allir heiöingjar gengju í fötum, hrís- grjónavelling og svo hjól, svo að Oscar gæti hjólaö í vinnuna. En þaö var nóg eftir — rúmlega milljón dalir. I heilan mánuð leit út fyrir aö Oscar hlyti ekkert nema peninga fyrir erfiðið. Svo hófust undrin. Gráa háriö varð smám saman brúnt. Honum leiö betur í útlimun- um. Meltingin batnaði aö mun. Hann sá óskýrt með gleraugunum þangaö til augnlæknirinn ráölagði honum að hætta að nota þau. Hann gerði það og komst aö því að hann sá eins og hann hafði gert sem ungur. Það var erfitt aö ráða við villta vonina í hjartanu en hann beið í of- væni þangað til þriðja tönnin þrýsti gervigómnum úr munnin- um — þá dró hann andann léttar. Hann var aö yngjast! Auðvitað var það vandamál fyrir hann en hann hafði heyrt um þau leiðinlegri. Hann flutti úr heimaborg sinni áður en nokkur haföi tekiö eftir breytingunni og eftir tíu mínútna umhugsun í hótelherbergi í fimm hundruð mílna fjarlægð tók hann ákvörðun sem hann vék aldrei frá. Hann hafði búið við þessa leiðin- legu, sómakæru kæki Nadine í fjörutíu ár og nú ætlaði hann að þurrka þessi fjörutíu ár út með því að veröa tuttugu og fimm ára aftur og finna eöa kaupa heimska ljósku og skemmta sér með henni. Hann yröi að giftast stúlkunni, því að hann vissi að hann gæti ekki tryggt sér hana með öðru móti, en hjónabandið var ekki svo slæmt ef maður giftist hjákonu en ekki eiginkonu — svo var eins gott fyrir hann að hafa einkarétt á ungu stúlkunni meöan hann hætti að verða unglingur og yröi að smá- barni sem hefði engan áhuga á henni. En hann varð að gæta þess aö ekki kæmist upp um hann. Menn færu að hafa áhuga á honum ef þeir kæmust að því að hann yngd- ist um ár á sex mánaða fresti. Kannski ríkisstjórnin útvegaði honum hús og umhverfis húsið yröi gaddavírsgirðing þannig að engin ljóska fengi að sjá hann nema hún keypti sér aðgöngu- miöa. Svo væri engin ljóska í heiminum svo heimsk að faöma hann að sér vitandi þaö hún yrði að byrja að skipta á honum áður en þau ættu silfurbrúökaup. Oscar flutti á hálfs árs fresti og færði peningana banka á milli. Hann var einmana en ekki saknaði hann hljómsins af rödd Nadine og hann sat brosandi í þessum rólegu herbergjum sem hann bjó í frá því að hann varð sextíu og fimm til sextugs, fimm- tíu og fimm til fimmtugs og svo framvegis. Stundum er ég hræddur um að hann hafi sleikt út um við tilhugsunina um það sem geröist þegar hann yrði tuttugu og fimm ára. Það var orðiö erfitt fyrir hann að blikka ekki stelpurnar þegar hann varð þrítugur og freistingin hvíslaði því aö honum aö nokkur ár til eða frá skiptu engu. En Oscar Brown vissi að maöur, jafn- vel ungur maður, heldur ekki til lengdar út þá hegðun sem hann hafði í huga, enda hafði hann lesiö Kinsey-skýrsluna um ástarlíf sautján ára unglinga svo að hann vildi vera viss um að hann yröi hvorki of þreyttur eða getuminni þegar þaraðkæmi. Hann var hreinlífur eins og munkur sem bíður unaðssælu á himnum. Hann fór til New York, þegar hann var tuttugu og sex ára, fékk sér íbúð á Park Avenue og fór út á Manhattan áður en hann hafði tek- ið upp úr töskunum til að láta alla vita að kirkjuklukkum yrði ekki hringt til náða þaö kvöld. FLESTA UNGA menn dreymir um losta og munað en hættir til að trúa þeirri gömlu vitleysu að allur heimurinn elski þá sem elska. Það er vegna þess aö fæstir tuttugu og sex ára menn hafa kynnt sér mannlegt eöli í áttatíu og fimm ár. Oscar Brown vissi vel aö heimin- um er ekkert um elskhuga nema þeir eigi peninga. Svo að Oscar eyddi peningun- um sínum í hálft ár. Hann eyddi þeim á næturklúbbum og í fínum herrafatabúöum. Hann eyddi þeim í framandi mat, kampavín og dýra kjóla á dýrar dökkhæröar. Hann æfði sig á þeim dökk- hærðu því að tuttugu og fimm ára afmælisdagurinn nálgaðist óðum. Svo fór hann loksins að leita að heimsku ljóskunni sinni og fann hana meðal dansmeyjanna í Way- farer’s Club. Hún hét Gloria og hún varð ástfangin af veskinu hans viöfyrstu sýn. Lífiö hafði verið henni erfitt eins og öðrum. Faöir hennar var þessi venjulega fyllibytta. Móðir hennar þvottakona sem átti ýmsa elskhuga. Hún átti þessa venju- legu óþolandi bræöur og systur og heiðursfólkiö í heimaborg hennar hafði litið niður á hana á þennan venjulega hátt. „Eg stefndi alltaf hærra,” sagði hún. „Eg vildi ná lengra.” Svo aö hún fór til New York á puttanum. „Eg vildi kynnast einhverju betra en ég haföi vanist,” sagði hún. Oscar sá ekki betur en hún hefði gert það — með æðislegum veislum, eyðsluseggjum, nætur- hófum — heimi lyftra glasa og rif- inna kjóla þar sem tónlistin þagn- ar aldrei. Oscar hafði aldrei kynnst neinni sem gat betur glatt mann sem ekki þurfti að óttast ellina. Oscar kvæntist henni á tuttugu og fimm ára afmælisdaginn sinn. DAGINN EFTIR fékk hann mesta áfallið þessi eitt hundraö og fimm ár. Hún litaði á sér háriö svo að það varö skolleitt aftur. „Loksins get ég verið viröing- arverð,”sagði hún. Hún dró fram nokkra óbrotna og ljóta kjóla. Hún ákvað að þau færu að hátta klukkan níu og bannaði alla neyslu áfengis á heimilinu. Hún leit á bankabækurnar og ákvað aö taka við peningamálun- um. Hún sagði honum að fá sér góða vinnu og vinna vel. „Eg veit að þú ert ríkur en ekki þarftu aö kasta lífinu á glæ,” sagöi hún. Hann stakk upp á skilnaöi en slíkt gerir ekki sómafólk svo að hún sagði að hann gæti hætt aö hugsa um það því að hún gæfi hon- um aldrei ástæðu til skilnaöar. Hún væri ekki þannig stúlka. Oscar byrjaöi aö eldast eins og allir aðrir daginn sem hann kvæntist henni. Uppskriftin hafði sagt að hann uppskæri eins og hann heföi sáð. Hann átti eftir fjörutíu ár meö Gloriu. 1S. tbl. Vikan 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.