Vikan - 12.04.1984, Síða 31
Samnorrænn
Myndir og texti: Torsten Laorsen
íslenskun: Jón Ásgeir
Einkaréttur: VIKAN
fær tölvurnar til niðurrifs með því
skilyröi að engin þeirra verði
látin óbreytt af hendi aftur. Það
má ekki endurselja tölvurnar.
Ábatasamt
Með vörubílum og járnbrautum
streyma tölvurnar til Landskrona
hvaðanæva úr Skandinavíu. I mót-
tökunni eru þær flokkaðar og
staflað saman í himinháa hauga
þar sem þær bíöa þess að verða
höggnar í spað í sjálfvirku verk-
smiðjunni.
Það er ábatasamt að jarða
tölvur. STC hefur veriö rekiö með
hagnaði frá því þaö var stofnsett
fyrir rúmlega ári. Fyrirtækiö
hefur ennfremur komið á fót
fjórum slíkum greftrunar-
stofnunum fyrir tölvur: í Banda-
ríkjunum, Englandi, Sviss og Hol-
landi.
Eitt kíló af gömlum tölvum selst
á 1,80 til 7,20 krónur hjá STC í
Landskrona. Endurvinnslan
skilar sem næst þriðjungi tölvu-
hauganna aftur í formi kopars,
messings eða áls. Venjulegar
stórtölvur innihalda ennfremur
nokkur grömm af eðalmálmum
eins og gulli, silfri og platínu.
Til skamms tíma hefur ekki
svaraö kostnaði að hirða
málmana úr látnum tölvum en
með endurvinnsluaðferðum STC
borgar þetta sig greinilega.
Stórar hakkavélar mylja
tölvurnar í smátt í Landskrona og
síðan eru málmarnir skildir úr
eftir þyngd. Þetta líkist kannski
aðferðum gullgrafaranna hér
áður fyrr. Ur einum járnbrautar-
vagni með 10 tonn af tölvum fást
nokkrar tunnur af kopar og
messingi. Málmurinn er ekki
hreinn, hann er milli 97 og 99
prósent hreinn. Málmbræöslurnar
sem kaupa þessa málma sjá um
að hreinsa þá í hreinasta hreint.
Tekjur STC af tölvugreftrun
fara eftir málmamörkuðunum í
London, verðlagið á hverjum degi
ræður viðskiptaafkomu fyrir-
tækisins. Koparúrgangur selst á
um það bil 36 krónur kílóið og gull-
kílóiö selst á um það bil 430 krón-
ur.
Það eina sem ekki selst úr tölvu-
hræjunum er plastúrgangurinn.
Hann er gefinn til íþróttafélags í
Landskrona sem nýtir hann til að
undirbyggja æfinga- og keppnis-
brautir sínar.
\S
15. tbl. Vikan 31