Vikan


Vikan - 12.04.1984, Side 34

Vikan - 12.04.1984, Side 34
plantna, en þær vaxa líka þarna uppi. í fjörutiu metra hæð búa ýmis kvikindi, svo sem kakkalakkar, mýs og sporðdrekar — og þau bregða sér aldrei niður á jörðina til móts við meðbræður sína. Heimur þessara dýra og plantna er hátt yfir hina hafinn. Tarzan i trjánum, Donald Perry, bjó þarna í samneyti við mikla dýra- mergð, en átti þó oft í erfiðleikum með að koma auga á þau. Sum þeirra samlöguðust umhverfinu algjörlega með því að skipta litum og breyta um lögun. Litlir páfa- gaukar, sterkbláir, gulir og rauðir að lit, eiga auðvelt með að fela sig í holum og laufi. Mjóu munaði að Donald yfirsæist mikilvægasta uppgötvunin, en fyrir tilviljun tók hann eftir þvi að ,,trjá- bútur" i sex metra hæð fyrir ofan bælið hans hreyfði sig. Þetta var fugl með uglufés og afar sveigjan- legan gogg. Hann gat gapað svo rosalega að það lá við að hausinn glenntist í tvennt. Líffræðingurinn ijósmyndaði þetta 35 sentimetra langa dýr og við nánari athugun kom í Ijós að þetta var náttugla sem gengur undir nafninu „Great Potoo". Vísindamenn sem hafa stundað rannsóknir i frumskóg- unum í Costa Rica höfðu aðeins heyrt til þessa fugls en aldrei fyrr hafði nokkur barið hann augum.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.