Vikan


Vikan - 12.04.1984, Síða 40

Vikan - 12.04.1984, Síða 40
I Fimm mínútur með Willy Breinholst ÞýðAnna Andaðu rólega Því miður héldu tækninýjungar innreið sína nokkrum dögum of seint. Ég sé nú að það stendur í blaðinu í dag að skelfir allra magasjúklinga, tilraunamáltíðin, verður hér eftir innbyrt án þess að maður þurfi að gleypa metra- langa gúmmíslöngu. Ég var látinn borða Edwald-tilraunamáltíð hér um daginn og þá var gamla, góða aðferðin í fullu gildi. Eftir að hafa fengið bolla af þunnu tei og ósmurt meðlæti, fábrotna en haldgóða máltíð, þá var ég færður í spennu- stól og inn komu tvær hjúkrunar- konur, frá hægri vel að merkja, með eftirtalin hjálpargögn: 1) gúmmíslöngu, 2) gúmmíbolta, 3) trekt, 4) könnu með skolvatni, 5) vatnsfötu og 6) stóra gúmmísvuntu. Ef þið einhvem tíma sjáið tvær hjúkrunarkonur sem koma inn frá hægri, vel að merkja, með þessi hjálpargögn þá skuluð þiö tafarlaust og skilyrðislaust (hæð glugga frá jörð engin fyrirstaða) stökkva út um gluggann. PENNAVIÐGERÐIN Ingólfsstræti 2, simi 13271 Verslanir: Hallarmúla 2 s:S32l I Laugavegi 84 Hafnarsirœii 18 ■©tring isograph ÁVALLT í FARARBRODDI TEIKNIPENNA E E Viðurkenndir úrvals pennarfyrir atvinnumenn, kennarar og námsfólk. Rotring teiknipennar og teikniáhöld fást í þægilegum einingum fyrir skóla og teiknistofur. Tvöföld þétting í hettunni tryggir, að eigin- leikar (Rotring Isograph) eru ávallt hinir sömu, jafnvel þótt hann hafi ekki verið notaður lengi. 40 Vlkan XS. tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.