Vikan


Vikan - 12.04.1984, Side 48

Vikan - 12.04.1984, Side 48
 Pósturinn AIRMAIL PAR AVION Lítil brjóst og ekki byrjuð á túr Kœri Póstur . Eg ákvad að taka smápart af síðunni hjá þér því vanda- mál mitt er mikið. Þannig er mál með vexti að ég er 15 ára en lít út fgrir að vera 10 ára líkamlega. Ég er sem sagt mjög óþroskuð og það lítur enginn strákur á mig. Stelpurnar í mínum bekk eru flestar komnar á túr en ekki ég. Strákarnir stríða mér með því að klappa á vegginn og segja: Hce, X. Þar með eru þeir að meina að ég sé alveg flöt. Ég er líka mjög spéhrœddþegar ég fer í sund því ég lít út eins og strákur í sundbolnum. Ég stríði stundum stelpunum sem eru með stœrri brjóst en ég. Get ég farið til lœknis og fengið einhver hormónalgf eða hvað á ég að gera?Ég er ofsa hrifin af strák sem er einu ári eldri en ég en hann lítur á mig eins og ég sé 7 ára. P.S.' Kœri Póstur, ekki gefa Helgu bréfið en þú mátt gefa henni umslagið. S.B. í vandrœðum. Þaö er oft talaö um aö aldurinn sem þú ert á sé erfiöur aldur. Þetta er hiö svokaliaöa kynþroska- skeið eöa gelgjuskeiö eins og þetta tímabil er líka kallað. A þessum árum veröa miklar breytingar á líkamanum og tilfinningalífinu. En það þroskast ekki allir jafn- hratt. Þaö geta ekki allir veriö eins og það þarf ekki aö vera neitt óeðlilegt viö þaö þótt þú þroskist ekki jafnhratt og sumir í þínum bekk og sért til dæmis ekki byrjuö á túr. Þaö er mjög misjafnt hvenær gelgjuskeiðsþróunin byrj- ar og þessi þróun tekur einnig misjafnlega langan tíma án þess aö þar sé heldur neitt óeðlilegt á feröinni. Venjulega koma fyrstu kynþroskaeinkennin í ljós milli ellefu og þrettán ára og fyrstu blæöingar koma oft milli 10 og 16 ára. Sumar stúlkur fá sínar blæðingar fyrr en aörar seinna. Ef fyrstu blæðingar eru ekki komnar um 16 ára aldur er talað um hæg- fara kynþroska og í langflestum tilfellum koma blæðingarnar af sjálfu sér fyrir 18 ára aldur. Þetta meö brjóstin er líka misjafnt eftir einstaklingum og sem betur fer eru ekki allir eins. Og hvort heldur þú átt nú eftir að fá lítil eöa stór brjóst ættir þú ekkert aö örvænta því lítil brjóst geta veriö alveg jafnfalleg og stór og þessar með stóru brjóstin eru nú ekki allar jafnánægöar og óska þess oft aö þau væru minni. Nú, strákamir, sem eru að klappa flötum veggnum þegar þeir sjá þig, eiga áreiöanlega eftir aö fá aörar og misjafnar skoöanir á brjóstamálum þegar þeir þrosk- ast meira, blessaöir. Það er allt í lagi fyrir þig aö heimsækja lækni og fá staðfestingu á því að þaö sé allt í lagi með þig og aö þú þurfir ekki aö hafa neinar áhyggjur ef þú heldur aö þér líði betur á eftir, en hormónalyfjunum skalt þú alveg gleyma. Reyndu að vera ánægð meö líkama þinn eins og hann er og láttu stelpurnar í bekknum alveg um sín brjóst. Hvernig væri aö blanda geöi viö krakka sem láta sig litlu skipta hvort brjóstin og mjaömirnar eru svona eöa hinsegin? Þetta kemur allt meö tíö og tíma en auðvitað og sem bet- ur fer ekki eins hjá öllum og ekki þykir Póstinum ólíklegt aö þú eig- ir nú af og til eftir aö verða pirruö og fúl út í túrinn þinn þegar þau mál veröa komin á fullt. Feimnar Kœri Póstur. Þannig er mál með vexti að ég og frœnkur mínar erum svo feimnar í skólan- um að við þorum varla að tala við skólasgstkinin og kennarana. Getur þú gefið okkur einhverráð? Bœ, bœ, Þrjár feimnar. Feimni er ekki óalgeng á unglingsárunum. Sumir unglingar eru mjög feimnir þannig aö þaö háir þeim í samskiptunum við annað fólk en aörir eru minna feimnir eöa jafnvel alveg lausir við feimni. Pósturinn getur huggaö ykkur meö því aö meö tíð og tíma ættuð þiö að geta losnað viö þessa feimni og öölast ykkar sjálfstraust. Unglingsárunum og kynþroskaskeiðinu fylgir oft dálít- ið óöryggi og þaö getur brotist út í feimni í samskiptum viö aðra. En þeir sem láta mikið á sér bera og virðast lausir viö alla feimni eru ekki endilega lausir viö óöryggið, þetta er bara þeirra aðferö til að láta ekki á því bera. Þið frænkurnar hafiö áreiöan- lega ekki meiri ástæöu til aö vera feimnar en en skólafélagar ykkar. Þiö ættuö nú aö setjast niöur og rabba saman um þessi mál og reyna aö komast aö því hvort feimni ykkar stafar af einhverju sérstöku. Ef til vill eruö þiö með einhverja alveg ástæöulausa minnimáttarkennd en minni- máttarkenndin getur veriö einn vítahringur þar sem manneskjan lítur niöur á sjálfa sig einhverra hluta vegna og finnst þess vegna að aörir hljóti aö gera þaö líka. Þegar þiö hafið komist að því hvort þaö er eitthvað sérstakt sem gerir ykkur feimnar gætuö þió reynt að hjálpa hver annarri meö feimnina. Þiö gætuð reynt aö fikra ykkur aöeins áfram með það aö tala í skólanum. Hvernig væri aö reyna að byrja á því að koma með smáathugasemdir við hitt og þetta í skólanum og gerast svo smátt og smátt aöeins djarfari? Af og til eru auglýst í blöðunum námskeiö í því aö koma fram og tala og öölast sjálfstraust í samskiptum viö annaö fólk þannig aö þið eruö ekk- ert einar á báti. Hvernig væri aö þiö frænkurnar hélduö ykkar eigiö námskeiö og og hreinlega æföuð ykkur í aö tala hver fyrir framan aðra? Aðdáenda- klúbbur John Lennon Póstinum hefur borist ósk um að lýst veröi eftir aðdáendaklúbbi John Lennon hér á landi. Sé klúbbur af þessu tagi til í landinu væri gott aö fá upplýsingar um hann til birtingar í Póstinum sem allra fyrst. Sé hann ekki til væri kannski ráö aö stofna hann. Sendið upplýsingar um starfandi eða fyrirhugaöan John Lennon- klúbb og þá veröur hægt að birta nafn og heimilisfang klúbbsins í Póstinum. 48 Vikan 15. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.