Vikan


Vikan - 18.04.1985, Side 6

Vikan - 18.04.1985, Side 6
Frumskógur í stofunni Texti og myndir: Þórey Þaö lifir í okkur öllum þrá eftir samvistum við náttúruna. Jafnvel í gráma borganna hafa menn ræktaö fegurstu blómagarða og þannig notiö enduróms frá hinni horfnu paradis. Þeir sem engan O Bjart sólskin 3 Hálfskuggi • Skuggi garðinn geta ræktaö eru oft meö nokkra blómasterti á svala- borum. En allir sem vilja geta ræktað blóm og plöntur innanhúss og skapað sér fegurstu gróöurreiti hvernig sem háttar til úti og hvernig sem viörar. Þaö eru á sveimi ýmsar þjóðsögur um hæfni manna til þess aö annast plöntur. Talaö er um aö sumir hafi „græna fingur" en aðrir fullyrða að þeir geti hreint ekki ræktað blóm. En hér, eins og svo víða, á það við að viljinn er allt sem þarf — eða næstum því. Þeir sem taldir eru hafa græna fingur og allt grær hjá hugsa venjulega vel um blómin sín. Eins og allt sem lifir þurfa plönturnar umhyggju. Sérhver planta þarf sérstaka meðferð. Í þvi sambandi þarf að hyggja að þrennu: birtu, vökvun og næringu og hitastigi. Það er alls staðar hægt að láta blóm þrífast, svo fremi sem ein- hverjir gluggar eru á vistarverunni. Siðan þarf að kynna sér hve mikla birtu og vökvun hver planta þarfnast. Þær upplýsingar má fá í blómaverslunum eða í bókum og blöðum. Að fengnum nauðsynlegum upplýsingum er bara að þreifa sig áfram. Sumar plöntur eru auðveldari viðfangs en aðrar og rétt að halda sig við þær ef menn eru byrjendur í blómarækt, ef aðstæður í íbúðinni eru ekki sem bestar eða ef tími og áhugi á miklu dútli við blómin er af skornum skammti. Birtan í íbúðinni Grunnmynd af íbúð. Táknin sýna birtustigið á ýmsum stöðum í íbúðinni. 6 ViKan 16. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.