Vikan


Vikan - 22.08.1985, Side 11

Vikan - 22.08.1985, Side 11
Marilyn Monroe á ristinni ð jðrn- brautarstöðinni sem er eitt al- frægasta atriðið sem hún kom fram í. Það þarf kjark til að leika það eftir. Theresa Russell. Enn ein reynir við Monroe Margar leikkonur hafa reynt aö leika hina ódauðlegu, ljós- hærðu feguröardís, Marilyn Monroe, og mistekist því vitan- lega getur engin leikkona, hversu mikið sem hún líkist Monroe, leikið hana svo vel sé, því hún var einstök. Leikkonan Theresa Russell var þó til í að reyna. I mynd- inni Insignificance (sem kalla má Léttvægi), sem var ein um- deildasta myndin á kvik- myndahátíðinni í Cannes í ár, leikur hún „leikkonuna” og það fer ekkert á milli mála hver það á að vera. Hún segir: „Ég reyni ekki að skapa ein- hverja skrípamynd af Marilyn Monroe. Það er ekki hægt að líkja eftir henni. Persónan er aðeins tákn. Ég reyni að ná fram persónu hennar í grund- vallaratriðum.” Og vitanlega voru menn ekki sammála um hvernig til hefði tekist. En Theresa Russell hrærði þó upp í áhorfendum, eða í það minnsta kosti karl- kyns gagnrýnendum, sumum hverjum. Einn kallaði hana sambland af engli og hóru og hún hefur verið útnefnd ein efnilegasta dúndurgellan á hvíta tjaldinu um þessar mundir. Theresa Russell býr með leikstjóranum Nick Roeg, sem leikstýrði Insignificance, og á með honum barn. Hún er að sögn leiftrandi hamingjusöm og ekki frá því að samband þeirra geti varað að eilífu. „Að elskast, borða og leika, það er það þrennt sem mér þykir skemmtilegast í lífinu.” Nokkur ráð til að forðast bakverk 1. Reynið ekki að lyfta neinu sem er tví- mælalaust of þungt fyrir ykkur. Hugsið um vesalings hrygg- inn. 2. Ef þið þurfið að taka upp eitthvað þungt beygið þá hnén og reynið að halda bakinu beinu. 3. Snúið ykkur aldrei við um leið og þið lyft- ið einhverju upp. 4. Sitjið alltaf bein. Aö sitja hokinn veldur spennu á liði og lið- bönd. Gætið þess sér- staklega að vinnustól- ar veiti góðan stuðn- ing — og kvartið ef svo er ekki. 5. Þegar þið gangið skuluö þið lyfta brjóst- kassanum og ímynda ykkur að þið séuð að reyna að ná til himna með kollinum. 6. Vandið valið á rúmdýnum. Ef dýnan er sigin í miðju getur það beinlínis valdiö bakverk og of mjúkar dýnur eru engum holl- ar. Veljið hörðustu og þægilegustu dýnuna sem þið hafið efni á. 7. Reynið að koma því svo fyrir heima að öll vinnuborð og ann- að sem þið vinnið við sé í eðlilegri hæð svo þið þurfið ekki að bogra eöa teygja ykk- ur. ■------------------ 34- tbl. Vikan 11

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.