Vikan


Vikan - 22.08.1985, Qupperneq 17

Vikan - 22.08.1985, Qupperneq 17
. . og fjandinn vorkenni mér þótt ég geri eitthvað!" Guðrún Helgadóttir í Vikuviðtali Texti: Jón Ásgeir Myndir: Ragnar Th. Það er fagur sumardagur í júlí þegar við hittum Guðrúnu Helgadóttur alþingismann að máli á heimili hennar. Um morguninn hefur síminn vart þagnað, fólk vill láta í Ijós álit á hressi- legri grein, „Örlítið meira um jafnrétti", sem Guðrún skrifaði í Þjóðviljann. Úr stofunni, sem við sitjum í, er opið út á svalir og fuglarnir syngja í hávöxnum trjánum. Stór garðurinn var ein af ástæðum þess að Guðrún festi kaup á þessari íbúð í vesturbænum í Reykjavík. Guðrún er í essinu sínu, kvik í hreyfingum, lífleg og opinská. Þegar henni er mikið niðri fyrir kveikir hún í nýrri sígarettu. — Hvar ólstu upp? Ég er Hafnfirðingur. Foreldrar mínir búa enn í húsinu sem ég ólst upp í, amma mín og afi bjuggu þar reyndar líka. Ég er þama mitt í öllum kristilegheitunum, rétt undir klausturveggnum í Hafnar- firði. Ég gekk í kaþólskan skóla, það vantar ekki að ég sé vel og kristilega upp alin. — Varstu kannski trúuð á yngri ár- um? Já — og ég veit ekki nema ég sé það enn. Ég er í það minnsta í ágætu sambandi við guð, svona á minn hátt. Ég held að nunnumar mínar, Sankti-Jósefssystur, hafi síður en svo skaöað mig á nokk- umhátt. — Varstu þá alin upp í kaþólsku? Nei, nei, foreldrar mínir eru ekki kaþólskir og hafa aldrei ver- ið. Kannski kom þetta til vegna þess að skólinn var þama rétt hjá húsinu. Viö gengum í hann þrjú elstu systkinin. En við vorum nú tíu og ætli skólagjaldið hafi ekki á endanum staðiö í foreldrum mínum. Við urðum ekki fleiri sem gengum í þennan skóla. Það var mjög merkileg lífs- reynsla að vera hjá systrunum. Ég gerði mér ekki grein fyrir því fyrr en ég var orðin eldri að þær fluttu með sér menningarviðhorf sem kannski voru ekki hversdags- kostir í Hafnarfirði á þessum tíma. Þær kenndu mér að hlusta á tónlist, rækta blóm og hafa hreint og fallegt í kringum mig. I fiskiþorpum á Islandi var fólk ekki fyrst og fremst upptekið af þessu. — Á hvaða aldri varstu i skólanum? Ég var í kaþólska skólanum alla mína bamaskólatíð. Reyndar sótti ég áður almennan bamaskóla því að ég elti þangað vinkonu mína sem ég hef þekkt alla mína ævi, það er Sigrún Amórsdóttir, kenn- ari í Hafnafirði. Viö vorum sam- lokur frá því við fæddumst og má segja aö við séum það enn. Sigrún varð skólaskyld á undan mér og ég elti hana eitt ár í skól- ann áður en ég fór í bamaskóla. Hvaðan hafurðu þennan kraft, þatta anargi — þú art rithöfundur, hefur varið borgarfulltrúi, þing- maður. . . ? Ég veit það ekki, Jón. Ég held að það sé að hluta því að þakka að lífsbaráttan var hörð. Ég er jú svona stríðslokabam — og við krökkum þessa tíma blasti að gef- ast upp eða lifa af. Ég er ekki að innleiða neina fátækrarómantik en ég er hrædd um að krakkar, sem alast upp við það í velferðar- ríkjunum að þurfa aldrei að reyna neitt á sig eða leysa neitt vanda- mál — ég held að þeir veröi ekki eins seigir og við erum mörg frá þessumtíma. Energí, — það er enginn vandi að vera energískur ef maður er heilbrigður og hraustur. Ég hef alltaf verið fílhraust og fjandinn vorkenni mér þótt ég geri eitt- hvað! Nú, svo er ég elst af tíu systkin- um og elstu systur eru víst með afbrigðum ráðríkar og afskipta- samar. Það hefur löngum verið vitað mál — bræður mínir halda því áreiðanlega fram! Ég hlaut svona ósköp heiövirt ís- lenskt alþýðuuppeldi. Foreldrar mínir gátu ekkert gefið mér í bein- hörðum peningum, bókum né öðru slíku. En þau voru ekki menningarfjandsamleg eins og margt fólk var seinna. Okkur voru í raun og veru gefnar væntingar — það er held ég mikilvægt. Nýríkt fólk gleymdi þessum þætti. Það var kannski aldrei haft orð á því, en við vissum að það var til betra líf, skemmtilegra og þægi- legra heldur en við lifðum og þau lifðu. En — það urðum við bara einfaldlega að nálgast sjálf, það var enginn sem skenkti okkur það á silfurbakka. — Foreldrarnir? Þeirra bakgrunnur er dálítið ólíkur. Faðir minn var einn sjö systkina, hann missti móður sína og yngsta systkinið í spönsku veik- inni en við það tvístraðist heimil- ið. Pabbi var heppinn, hann ólst upp hjá indælis fólki á Vatnsleysu- strönd sem hefur verið mín fóður- fjölskylda. Mamma var hins veg- ar frá þekktu höfuðbóli í Rangár- vallasýslu, Bjólu í Holtum. Vegur þess var raunar orðinn harla lítill þegar hún ólst upp, mér skilst að þeir Bjólubræður hafi að ein- hverju leyti sett býlið á hausinn með hrossabraski. Upp úr því flyt- 34. tbl. ViKan 17
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.