Vikan


Vikan - 22.08.1985, Page 24

Vikan - 22.08.1985, Page 24
Veggmyndirúr innkaupapokum Frumleg og skemmtileg veggskreyting, ekki satt? Sá sem hér var að verki lét sér ekki nægja að brjóta innkaupapokana saman og setja þá niður í skúffu eöa nota þá undir rusl heldur tók hann þá fallegustu og rammaöi þá inn og setti upp á vegg. í þessu tilfelli eru rammarnir áreiðanlega mörgum sinnum dýrari en „myndirnar”. Sagt er aö það megi skipta mönnum í tvo hópa — þá sem elska hvítlauk og þá sem ekki geta þolað hann. Sumum finnst hvítlauksbragðið allt of sterkt en kunna þó vel að meta það í hófi. Fyrir þá og aðra hvítlauksunnendur má benda á að þaö er stórsnjallt að setja nokkur hvítlauksrif niður í blómapott, um það bil 2 cm niður í moldina. Vökvið vel og setjið á bjartan stað. Eftir örfáar vikur gægjast græn blöð upp úr moldinni. Þegar þau eru orðin um það bil 15 cm á hæð má byrja að klippa þau, til dæmis í salöt eða ofan á brauð. Af blöðunum er daufur en ósvikinn hvítlaukskeimur. Spegilbrot á borðplötu Ef litla, gamla borðið er orðiö lúið og slitið kemur hér dálítil hugmynd að endur- lífgun. Skerið sjálf, eða látið skera, spegil, til dæmis úr brotnum spegli, í mislanga en jafnbreiða bita sem síðan eru límdir ofan á plötuna. Borðiö er síðan málað meö glansandi lakkmálningu og fær heiðurssæti í stofunni. Húsráðfyrir byrjendur Nokkur gömul húsráð sem allir kunna — nema þeir sem eru að byrja Þau eru mörg, gömlu, góðu hús- ráðin sem allir kunna, eða kunna þau allir? Hvað um þá sem eru að byrja búskap? Einu sinni verður allt fyrst. Hér koma nokkur algeng og árang- ursrík húsráð. * Púðursykur harðnar oft illa eftir að búið er aö opna umbúðirnar. Heillaráð er því að setja brauðbita í pokann eða dósina. Þá helst hann mjúkur og meðfærilegur. * Grænir tómatar verða rauðir ef þeir eru hafðir nokkra stund úti í glugga. * Ef rauðvín hellist niður í dúk eða teppi er ráð að strá strax salti yfir blettinn, láta bíða til næsta dags og ryksuga síðan teppið eða þvo dúkinn. * Þegar velta á kjötbitum upp úr hveiti og kryddi er best að setja hveitið og kryddið í plastpoka, setja bitana síöan ofan í pokann og hrista vel. Með þessu dreifist hveiti-krydd- blandan betur yfir bitana og auk þess er þetta fljótlegra. * Eina ráöið til að ná tyggjói úr fötum er að láta flíkina vera í frysti þar til tyggjóið grjótharðnar og kroppa það síðan burtu. Fari tyggjó í áklæði eða teppi eöa annað sem ekki er gott að koma í frystinn er ráð að setja ísmola í plastpoka og leggja við. Skiptið um ísmola jafnóðum og þeirfara aðbráðna. * Verði maturinn of saltur er reyn- andi aö afhýða hráar kartöflur og setja í pottinn. Kartöflurnar drekka í sig saltvatniö. * Fari kertavax ofan í dúk eða flík- ur er hægt að ná því burtu með því að leggja dagblaö eða þerriblað yfir og strjúka yfir með straujámi. * Þrjú ráð til þess að fá ekki tár í augun viö aö skera niður lauk: 1. Skrúfið frá vatninu og látiö það renna á meðan. 2. Andið meö munn- inum. 3. Nuddið salti í lófana áður en þið byrjið. * Pússið yfir gluggarúður með gömlum dagblöðum eftir þvott — við það verða þær skínandi hreinar. 24 Vikan 34* tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.