Vikan


Vikan - 22.08.1985, Qupperneq 24

Vikan - 22.08.1985, Qupperneq 24
Veggmyndirúr innkaupapokum Frumleg og skemmtileg veggskreyting, ekki satt? Sá sem hér var að verki lét sér ekki nægja að brjóta innkaupapokana saman og setja þá niður í skúffu eöa nota þá undir rusl heldur tók hann þá fallegustu og rammaöi þá inn og setti upp á vegg. í þessu tilfelli eru rammarnir áreiðanlega mörgum sinnum dýrari en „myndirnar”. Sagt er aö það megi skipta mönnum í tvo hópa — þá sem elska hvítlauk og þá sem ekki geta þolað hann. Sumum finnst hvítlauksbragðið allt of sterkt en kunna þó vel að meta það í hófi. Fyrir þá og aðra hvítlauksunnendur má benda á að þaö er stórsnjallt að setja nokkur hvítlauksrif niður í blómapott, um það bil 2 cm niður í moldina. Vökvið vel og setjið á bjartan stað. Eftir örfáar vikur gægjast græn blöð upp úr moldinni. Þegar þau eru orðin um það bil 15 cm á hæð má byrja að klippa þau, til dæmis í salöt eða ofan á brauð. Af blöðunum er daufur en ósvikinn hvítlaukskeimur. Spegilbrot á borðplötu Ef litla, gamla borðið er orðiö lúið og slitið kemur hér dálítil hugmynd að endur- lífgun. Skerið sjálf, eða látið skera, spegil, til dæmis úr brotnum spegli, í mislanga en jafnbreiða bita sem síðan eru límdir ofan á plötuna. Borðiö er síðan málað meö glansandi lakkmálningu og fær heiðurssæti í stofunni. Húsráðfyrir byrjendur Nokkur gömul húsráð sem allir kunna — nema þeir sem eru að byrja Þau eru mörg, gömlu, góðu hús- ráðin sem allir kunna, eða kunna þau allir? Hvað um þá sem eru að byrja búskap? Einu sinni verður allt fyrst. Hér koma nokkur algeng og árang- ursrík húsráð. * Púðursykur harðnar oft illa eftir að búið er aö opna umbúðirnar. Heillaráð er því að setja brauðbita í pokann eða dósina. Þá helst hann mjúkur og meðfærilegur. * Grænir tómatar verða rauðir ef þeir eru hafðir nokkra stund úti í glugga. * Ef rauðvín hellist niður í dúk eða teppi er ráð að strá strax salti yfir blettinn, láta bíða til næsta dags og ryksuga síðan teppið eða þvo dúkinn. * Þegar velta á kjötbitum upp úr hveiti og kryddi er best að setja hveitið og kryddið í plastpoka, setja bitana síöan ofan í pokann og hrista vel. Með þessu dreifist hveiti-krydd- blandan betur yfir bitana og auk þess er þetta fljótlegra. * Eina ráöið til að ná tyggjói úr fötum er að láta flíkina vera í frysti þar til tyggjóið grjótharðnar og kroppa það síðan burtu. Fari tyggjó í áklæði eða teppi eöa annað sem ekki er gott að koma í frystinn er ráð að setja ísmola í plastpoka og leggja við. Skiptið um ísmola jafnóðum og þeirfara aðbráðna. * Verði maturinn of saltur er reyn- andi aö afhýða hráar kartöflur og setja í pottinn. Kartöflurnar drekka í sig saltvatniö. * Fari kertavax ofan í dúk eða flík- ur er hægt að ná því burtu með því að leggja dagblaö eða þerriblað yfir og strjúka yfir með straujámi. * Þrjú ráð til þess að fá ekki tár í augun viö aö skera niður lauk: 1. Skrúfið frá vatninu og látiö það renna á meðan. 2. Andið meö munn- inum. 3. Nuddið salti í lófana áður en þið byrjið. * Pússið yfir gluggarúður með gömlum dagblöðum eftir þvott — við það verða þær skínandi hreinar. 24 Vikan 34* tbl.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.